Fótbolti

Áfrýjun Silva hafnað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, mun ekki fella áminningu Thiago Silva úr gildi og verður hann því í banni á morgun.

Silva er fyrirliði brasilíska landsliðsins sem leikur gegn Þýskalandi í undanúrslitum HM annað kvöld. Hann fékk sína aðra áminningu í leiknum gegn Kólumbíu í fjórðungsúrslitum og þarf því sjálfkrafa að taka út eins leiks bann.

FIFA heimilar aðeins að taka fyrir áfrýjanir vegna áminninga í undantekningartilvikum og sagði í yfirlýsingu að engar lagalegar heimildir væru fyrir því að fella ákvörðun dómarans úr gildi.

Silva fékk gula spjaldið fyrir að fara í veg fyrir David Ospina, markvörð Kólumbíu, þegar hann ætlaði að sparka boltanum frá marki.

David Luiz verður fyrirliði í fjarveru Silva. „Ég er tilbúinn,“ sagði hann við fjölmiðla ytra. „Ég er varafyrirliði og þetta er mjög auðveldur hópur.“


Tengdar fréttir

Fyrsti fyrirliði Brasilíu til að skora á HM í 20 ár

Miðvörðurinn Thiago Silva skoraði sitt fyrsta mark á HM á frábærum tíma í kvöld þegar hann kom Brasilíu í 1-0 á móti Kólumbíu í leik liðanna í átta liða úrslitunum á HM í fótbolta í Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×