Fótbolti

Fagnaði marki með engisprettu á öxlinni - myndir og myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Rodríguez fagnar marki sínu og þar má sjá engisprettuna líka.
James Rodríguez fagnar marki sínu og þar má sjá engisprettuna líka. Vísir/AP
James Rodríguez skoraði sitt sjötta mark á HM í Brasilíu í kvöld og er langmarkahæstur í keppninni til þessa. Laumufarþegi á treyju hans vakti athygli þegar hann fagnaði marki sínu í kvöld.

James Rodríguez minnkaði muninn í 2-1 úr vítaspyrnu á 80. mínútu og sótti síðan sjálfur boltann inn í markið.

Þá nýtti ein þokkalega stór engispretta sér tækifærið og fékk sér far með James Rodríguez. Hún sést vel á Vine-myndbandinu sem er hér fyrir neðan.

James Rodríguez kyssir á sér höndina en áttar sig ekki á laumufarþeganum sem er hinum megin á öxl hans.

Hér fyrir neðan eru myndir af þessu og svo myndbandið sem er neðst.

Vísir/AP
Vísir/AP
Vísir/AP
Vísir/AP

Tengdar fréttir

David Luiz og Dani Alves hugguðu James í leikslok - myndir

Kólumbíumaðurinn James Rodríguez kemur örugglega til greina sem besti leikmaður HM í Brasilíu þrátt fyrir að hann hafi spilað sinn síðasta leik í átta liða úrslitunum í 1-2 tapi á móti Brasilíu í kvöld.

James tapaði í kvöld en komst í fámennan HM-hóp

Kólumbíumaðurinn James Rodríguez var í kvöld aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu HM í fótbolta sem nær að skora sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á HM í fótbolta og aðeins Pele var yngri þegar hann skoraði sitt sjötta HM-mark.

Fyrsti fyrirliði Brasilíu til að skora á HM í 20 ár

Miðvörðurinn Thiago Silva skoraði sitt fyrsta mark á HM á frábærum tíma í kvöld þegar hann kom Brasilíu í 1-0 á móti Kólumbíu í leik liðanna í átta liða úrslitunum á HM í fótbolta í Brasilíu.

Neymar upp á spítala?

Neymar, aðalstjarna brasilíska landsliðsins, var borinn af velli í kvöld þegar Brasilía vann 2-1 sigur á Kólumbíu í átta liða úrslitum HM í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×