Fótbolti

Klose sá fyrsti sem kemst fjórum sinnum í undanúrslit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Miroslav Klose fagnar sigri með hetju Þjóðverja Mats Hummels.
Miroslav Klose fagnar sigri með hetju Þjóðverja Mats Hummels. Vísir/Getty
Þýska framherjanum Miroslav Klose tókst ekki að skora í dag og bæta markamet sitt og Brasilíumannsins Ronaldo en hann setti engu að síður nýtt HM-met.

Þjóðverjar unnu 1-0 sigur á Frökkum í leiknum og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitunum á fjórðu heimsmeistarakeppninni í röð.

Miroslav Klose hefur verið með í öllum þessum fjórum liðum og er því fyrsti knattspyrnumaðurinn í sögunni sem kemst í undanúrslit á fjórum heimsmeistarakeppnum.

Fyrir leikinn var Klose einn af ellefu leikmönnum sem höfðu komist þrisvar sinnum í undanúrslit á HM í fótbolta en nú á hann metið einn.

Klose fékk í fyrsta sinn sæti í byrjunarliði Joachim Löw en tókst ekki að skora sitt sextánda HM-mark áður en Löw tók hann af velli  á 69. mínútu.



Oftast í undanúrslit á HM í fótbolta:

4 sinnum

Miroslav Klose, Þýskalandi

3 sinnum

Wolfgang Overath, Vestur-Þýskalandi

Franz Beckenbauer, Vestur-Þýskalandi

Uwe Seeler, Vestur-Þýskalandi

Pierre Littbarski, Vestur-Þýskalandi

Lothar Matthäus, Vestur-Þýskalandi

Cafu, Brasilíu

Rivelino, Brasilíu

Karl-Heinz Schnellinger, Vestur-Þýskalandi

Pelé, Brasilíu

Horst-Dieter Höttges, Vestur-Þýskalandi


Tengdar fréttir

Þýska deildin með eins marks forskot á þá ensku

Þýska úrvalsdeildin í fótbolta er nú sú deild sem "á" flest mörk á HM í fótbolta í Brasilíu eftir 1-0 sigur Þjóðverja á Frökkum í dag í fyrsta leik átta liða úrslitanna.

Loksins kom mark í fyrri hálfleik á HM

Mats Hummels kom Þýskalandi í 1-0 á móti Frakklandi í leik liðanna í átta liða úrslitum HM í fótbolta í Brasilíu og knattspyrnuáhugamenn fengu þar með loksins mark í fyrri hálfleik.

Löw: Eigum nóg inni

Þjálfari þýska landsliðsins á ekki von á því að flensan sem hefur herjað á þýska liðið undanfarna daga muni hafa áhrif á spilamennsku liðsins gegn Frakklandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×