Þjóðverjar í undanúrslit á fjórða HM í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2014 12:10 Mats Hummels fagnar marki sínu. Vísir/Getty Þjóðverjar eru komnir í undanúrslit á fjórðu heimsmeistarakeppninni í röð eftir 1-0 sigur á Frökkum í fyrsta leik átta liða úrslitanna á HM í fótbolta í Brasilíu. Miðvörðurinn Mats Hummels kom aftur inn í lið Þjóðverja eftir veikindi og hann skoraði eina mark leiksins strax á þrettándu mínútu. Þýskaland er fyrsta þjóðin í sögu HM sem kemst í undanúrslit á fjórum HM í röð en þar munu Þjóðverjar mæta annaðhvort Brasilíu eða Kólumbíu sem mætast seinna í kvöld. Leikurinn byrjaði vel og fyrri hálfleikurinn var fjörugur. Þjóðverjar voru meira með boltann en Frakkar ógnuðu helst í hröðum sóknum. Þjóðverjar komust í bílstjórasætið þegar Mats Hummels skallaði boltann í mark Frakka á 13. mínútu eftir frábæra aukaspyrnu Toni Kroos. Frakkar höfðu gert sig líklega í nokkrum góðum sóknum á upphafsmínútunum en voru nú komnir í erfiða stöðu - undir á móti þýsku vélinni. Þjóðverjar voru með ágæt tök á leiknum en sluppu samt með skrekkinn undir lok hálfleiksins þegar Manuel Neuer varði mjög vel frá Mathieu Valbuena og Karim Benzema tókst að skora úr frákastinu. Benzema var líflegur á lokamínútum hálfleiksins en Þjóðverjar voru enn 1-0 yfir þegar flautað var til hálfleiks. Frakkar byrjuðu seinni hálfleikinn vel en tókst ekki að skapa sér nógu góð færi þrátt fyrir nokkrar vænlegar sóknir. Leikskipulag Þjóðverja gekk upp og þeir héldu lengstum niðri öllu miðjuspili franska liðsins. Þjóðverjar fengu síðan nokkur fín færi til að gera út um leikinn ekki síst á lokakaflanum þegar franska liðið fjölgaði mönnum í sókninni. Karim Benzema fékk ágætt færi í uppbótartíma en Manuel Neuer varði frá honum og Þjóðverjar fögnuðu skömmu síðar sæti í undanúrslitunum. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Þjóðverjar eru komnir í undanúrslit á fjórðu heimsmeistarakeppninni í röð eftir 1-0 sigur á Frökkum í fyrsta leik átta liða úrslitanna á HM í fótbolta í Brasilíu. Miðvörðurinn Mats Hummels kom aftur inn í lið Þjóðverja eftir veikindi og hann skoraði eina mark leiksins strax á þrettándu mínútu. Þýskaland er fyrsta þjóðin í sögu HM sem kemst í undanúrslit á fjórum HM í röð en þar munu Þjóðverjar mæta annaðhvort Brasilíu eða Kólumbíu sem mætast seinna í kvöld. Leikurinn byrjaði vel og fyrri hálfleikurinn var fjörugur. Þjóðverjar voru meira með boltann en Frakkar ógnuðu helst í hröðum sóknum. Þjóðverjar komust í bílstjórasætið þegar Mats Hummels skallaði boltann í mark Frakka á 13. mínútu eftir frábæra aukaspyrnu Toni Kroos. Frakkar höfðu gert sig líklega í nokkrum góðum sóknum á upphafsmínútunum en voru nú komnir í erfiða stöðu - undir á móti þýsku vélinni. Þjóðverjar voru með ágæt tök á leiknum en sluppu samt með skrekkinn undir lok hálfleiksins þegar Manuel Neuer varði mjög vel frá Mathieu Valbuena og Karim Benzema tókst að skora úr frákastinu. Benzema var líflegur á lokamínútum hálfleiksins en Þjóðverjar voru enn 1-0 yfir þegar flautað var til hálfleiks. Frakkar byrjuðu seinni hálfleikinn vel en tókst ekki að skapa sér nógu góð færi þrátt fyrir nokkrar vænlegar sóknir. Leikskipulag Þjóðverja gekk upp og þeir héldu lengstum niðri öllu miðjuspili franska liðsins. Þjóðverjar fengu síðan nokkur fín færi til að gera út um leikinn ekki síst á lokakaflanum þegar franska liðið fjölgaði mönnum í sókninni. Karim Benzema fékk ágætt færi í uppbótartíma en Manuel Neuer varði frá honum og Þjóðverjar fögnuðu skömmu síðar sæti í undanúrslitunum.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira