Fótbolti

Hjörvar: Manuel Neuer ekki markvörður heldur markspilari

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þýskaland mætir Frakklandi í átta liða úrslitum á HM 2014 í fótbolta á morgun, en þýska liðið vann Alsír í framlengingu í 16 liða úrslitum.

HM-messan greindi leikinn í fyrrakvöld og fór sérstaklega yfir varnarleik Þjóðverja. Varnarlínan er framarlega á vellinum og þarf markvörðurinn Manuel Neuer reglulega að koma langt út fyrir teig að sópa upp fyrir miðverðina sína.

„Manuel Neuer var ekki að spila sem markvörður í þessum leik heldur markspilari,“ sagði Hjörvar Hafliðason um þýska markvörðinn.

Alsíringar reyndu mikið að sparka yfir vörn Þjóðverja en komust lítt áleiðis gegn Neuer sem var oftast mættur til að bjarga málunum.

Sérfræðingar HM-messunnar hafa þó áhyggjur af þessum varnarleik liðsins því framherjar Frakka, sem eru öllu betri en þeir alsírsku, ættu að geta nýtt sér plássið sem myndast fyrir aftan vörnina mun betur.

Þessa áhugaverðu leikgreiningu má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×