Fótbolti

Cabaye: Pogba er eins og Vieira

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Yohan Cabaye fagnar markinu með Paul Pogba gegn Nígeríu.
Yohan Cabaye fagnar markinu með Paul Pogba gegn Nígeríu. vísir/getty
Frakkland mætir Þýskalandi á morgun í átta liða úrslitum á HM 2014 í fótbolta, en liðið komst þangað með 2-0 sigri á Nígeríu í 16 liða úrslitum.

Paul Pogba, miðjumaðurinn ungi í liði Frakklands, skoraði fyrra markið fyrir Frakkland gegn Nígeríu en hann hefur spilað vel á mótinu til þessa.

Þessi 21 árs gamli strákur hefur verið lykilmaður í meistarliði Juventus á Ítalíu undanfarin misseri sem og í franska landsliðinu.

Yohan Cabaye, miðjumaður Paris Saint-Germain og samherji Pogba í franska landsliðinu, er afar ánægður með framlag stráksins og líkir honum við Patrick Vieira, fyrrverandi miðjumann Arsenal. „Sem betur fer fyrir okkur er Paul eins og Viera,“ segir Cabaye.

„Hann er mikilvægur fyrir liðsheildina og við elskum að spila saman. Paul átti skilið að vera kjörinn maður leiksins gegn Nígeríu og að skora því hann er góður fótboltamaður.“

„Hann missir ekki sjálfstraustið þó hann fái stundum mikla gagnrýni. Hann er bara rólegur því hann veit að liðið stendur með honum,“ segir Yohan Cabaye.

vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×