Fótbolti

Gummi Ben: James myndi ylja manni um nætur | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kólumbíumaðurinn James Rodríguez er markahæstur á HM með fimm mörk, en þessi 22 ára gamli piltur hefur farið á kostum á HM og er búinn að skora í öllum leikjum liðsins.

„Þetta er gæi sem er búinn að skoða umhverfið sitt og sjá hvað er að gerast í kringum hann,“ sagði GuðmundurBenediktsson um James í HM-messunni á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöldi þar sem 16 liða úrslitin voru gerð upp.

Reynir Leósson bætti við: „Hann er með frábæra tækni og frábær skot en lykilpunkturinn eru stöðurnar sem hann tekur sér inn á vellinum. Hann virðist oft ekki þurfa að hafa mikið fyrir þessu.“

Hjörvar Hafliðason vildi vita hvort Reynir myndi taka Brasilíumanninn Oscar eða James í sitt lið. „James Rodríguez allan tímann,“ svaraði Skagamaðurinn.

Gummi Ben blandaði sér í þá umræðu: „Þú myndir fá meira vinnuframlag frá Oscari en þessi [James] myndi ylja manni hvert einasta kvöld.“

Umræðuna úr HM-mesunni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

James leyfði sér að dreyma

James Rodriguez hefur slegið í gegn á HM í Brasilíu og verið í aðalhlutverki í mögnuðu kólumbísku landsliði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×