Bjarkey óskar eftir fundi í fjárlaganefnd vegna flutnings Fiskistofu Stefán Árni Pálsson skrifar 1. júlí 2014 10:46 Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna, sendir Vigdísi Hauksdóttur bréf. Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi 27. júní að Fiskistofa yrði flutt norður á Akureyri. Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði en starfsfólk Fiskistofu hefur mótmælt flutningnum harðlega. Bjarkey hefur sent Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar, eftirfarandi bréf:„Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var starfsfólki Fiskistofu nýlega tilkynnt án nokkurrar viðvörunar að störf þeirra yrðu flutt frá Hafnarfirði til Akureyrar. Þótt markmiðið með slíkum flutningi sé jákvætt og mikilvægt að því leyti að rétt er að sanngjarnt hlutfall opinberra starfa verði utan höfuðborgarsvæðisins, þá er einnig ljóst að framkvæmd fyrirhugaðs flutnings, samráð við starfsmenn og fleira, er stórlega ábótavant. Efna hefði átt strax í upphafi til náins samráðs við starfsfólk og sýna með því fagmennsku og vandaða stjórnsýslu. Einnig virðist vera uppi lögfræðilegt álitamál um lögmæti flutningsins, auk þess sem fjárheimild fyrir kostnaðinum vegna flutningsins, sem talinn er hlaupa á hundruðum milljóna, hefur ekki fengist hjá Alþingi í neinni mynd. Ég tel því fulla þörf á því að við fundum í fjárlaganefnd um aðkomu Alþingis þar sem ítrekað hefur verið að flutningurinn muni eiga sér stað og fleiri slíkir séu væntanlegir.“Starfsfólk stofnunarinnar sendi í gær frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar en þar kom meðal annars fram; „Starfsfólk Fiskistofu mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnarinnar, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kunngjörði fyrirvaralaust s.l. föstudag, um flutning stofnunarinnar til Akureyrar. Ljóst er að ákvörðun af þessu tagi hefur alvarlegar afleiðingar á afkomu fjölskyldna a.m.k. 62 starfsmanna, þar sem eru makar, börn og í ýmsum tilvikum aðrir nákomnir ættingjar.“ Tengdar fréttir „Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24 Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi 27. júní að Fiskistofa yrði flutt norður á Akureyri. Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði en starfsfólk Fiskistofu hefur mótmælt flutningnum harðlega. Bjarkey hefur sent Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar, eftirfarandi bréf:„Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var starfsfólki Fiskistofu nýlega tilkynnt án nokkurrar viðvörunar að störf þeirra yrðu flutt frá Hafnarfirði til Akureyrar. Þótt markmiðið með slíkum flutningi sé jákvætt og mikilvægt að því leyti að rétt er að sanngjarnt hlutfall opinberra starfa verði utan höfuðborgarsvæðisins, þá er einnig ljóst að framkvæmd fyrirhugaðs flutnings, samráð við starfsmenn og fleira, er stórlega ábótavant. Efna hefði átt strax í upphafi til náins samráðs við starfsfólk og sýna með því fagmennsku og vandaða stjórnsýslu. Einnig virðist vera uppi lögfræðilegt álitamál um lögmæti flutningsins, auk þess sem fjárheimild fyrir kostnaðinum vegna flutningsins, sem talinn er hlaupa á hundruðum milljóna, hefur ekki fengist hjá Alþingi í neinni mynd. Ég tel því fulla þörf á því að við fundum í fjárlaganefnd um aðkomu Alþingis þar sem ítrekað hefur verið að flutningurinn muni eiga sér stað og fleiri slíkir séu væntanlegir.“Starfsfólk stofnunarinnar sendi í gær frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar en þar kom meðal annars fram; „Starfsfólk Fiskistofu mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnarinnar, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kunngjörði fyrirvaralaust s.l. föstudag, um flutning stofnunarinnar til Akureyrar. Ljóst er að ákvörðun af þessu tagi hefur alvarlegar afleiðingar á afkomu fjölskyldna a.m.k. 62 starfsmanna, þar sem eru makar, börn og í ýmsum tilvikum aðrir nákomnir ættingjar.“
Tengdar fréttir „Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24 Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
„Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24
Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30
„Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46
„Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38
Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30