LeBron vill stærsta samning sem mögulega má bjóða honum Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júlí 2014 13:30 Nú vill LeBron James fá ríkulega borgað. vísir/getty LeBron James verður laus allra mála frá Miami Heat í dag þegar markaðurinn með samningslausa leikmenn hefst í NBA-deildinni í körfubolta. Hann ætlar sér að fara aðra leið núna en þegar hann var laus undan samningi hjá Cleveland árið 2010. Lið sem hafa samband við James verður sagt að hann vilji ekkert minna en stærsta samning sem mögulega má bjóða honum, að því fram kemur í frétt ESPN. LeBron tók á sig launalækkun þegar hann gekk í raðir Miami fyrir fjórum árum, en hann fékk 19 milljónir dala fyrir síðasta tímabil hjá Heat. Það lið sem semur við LeBron núna þarf að greiða honum um 20,7 milljónir dala á fyrsta ári en samningar í NBA-deildinni hækka með hverju ári og gæti hann því endað nær 30 milljónum fyrir hvert ár líkt og núverandi samningur KobeBryants. LeBron mun ekki hitta nein lið að þessu sinni líkt og hann gerði fyrir „ákvörðunina“ fyrir fjórum árum. Þess í stað mun umboðsmaður hans, Rich Paul, ræða við þau lið sem hafa áhuga á að fá besta körfuboltamann heims í sínar raðir. LeBron hefur aldrei verið hæstlaunaði leikmaðurinn í sínu liði á ellefu ára ferli í NBA-deildinni. Svo virðist þó sem að hann sé ekki lengur tilbúinn til að fá lægri laun og styrkja liðið í kringum sig. Sú ábyrgð gæti nú fallið á liðsfélaga hans; DwayneWade og Chris Bosh. Það er ef LeBron heldur tryggð við Miami Heat. Sjö lið eru það langt undir launaþakinu í dag að þau geti boðið leikmanninum þessar 20,7 milljónir dala á fyrsta ári. Það eru Miami Heat, Dallas Mavericks, Los Angeles Lakers, Phoenix Suns, Utah Jazz, Philadelphia 76ers og Orlando Magic. NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
LeBron James verður laus allra mála frá Miami Heat í dag þegar markaðurinn með samningslausa leikmenn hefst í NBA-deildinni í körfubolta. Hann ætlar sér að fara aðra leið núna en þegar hann var laus undan samningi hjá Cleveland árið 2010. Lið sem hafa samband við James verður sagt að hann vilji ekkert minna en stærsta samning sem mögulega má bjóða honum, að því fram kemur í frétt ESPN. LeBron tók á sig launalækkun þegar hann gekk í raðir Miami fyrir fjórum árum, en hann fékk 19 milljónir dala fyrir síðasta tímabil hjá Heat. Það lið sem semur við LeBron núna þarf að greiða honum um 20,7 milljónir dala á fyrsta ári en samningar í NBA-deildinni hækka með hverju ári og gæti hann því endað nær 30 milljónum fyrir hvert ár líkt og núverandi samningur KobeBryants. LeBron mun ekki hitta nein lið að þessu sinni líkt og hann gerði fyrir „ákvörðunina“ fyrir fjórum árum. Þess í stað mun umboðsmaður hans, Rich Paul, ræða við þau lið sem hafa áhuga á að fá besta körfuboltamann heims í sínar raðir. LeBron hefur aldrei verið hæstlaunaði leikmaðurinn í sínu liði á ellefu ára ferli í NBA-deildinni. Svo virðist þó sem að hann sé ekki lengur tilbúinn til að fá lægri laun og styrkja liðið í kringum sig. Sú ábyrgð gæti nú fallið á liðsfélaga hans; DwayneWade og Chris Bosh. Það er ef LeBron heldur tryggð við Miami Heat. Sjö lið eru það langt undir launaþakinu í dag að þau geti boðið leikmanninum þessar 20,7 milljónir dala á fyrsta ári. Það eru Miami Heat, Dallas Mavericks, Los Angeles Lakers, Phoenix Suns, Utah Jazz, Philadelphia 76ers og Orlando Magic.
NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira