Enski boltinn

Remy á leið til Liverpool

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Remy í leik með Frakklandi á HM í sumar
Remy í leik með Frakklandi á HM í sumar vísir/getty
Loic Remy hefur samþykkt 8 milljón punda tilboð enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool í leikmanninn sem er samningsbundinn QPR. Remy er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum frjálst að fara til félags í Meistaradeild Evrópu fyrir 8 milljónir punda.

Franski framherjinn mun ganga frá samningi við Liverpool í næstu viku nái hann og félagið saman um kaup og kjör.

Forráðamenn Liverpool hefur rætt við kollega sína hjá QPR og er félagið tilbúið að greiða milljónirnar 8 sem þarf fyrir Frakkann öfluga.

Remy sló í gegn hjá Newcastle á síðustu leiktíð þar sem hann var í láni. Hann skoraði 14 mörk í 26 deildarleikjum og vakti mikla athygli.

Remy verður fimmti leikmaðurinn í sumar til að ganga til liðs við Liverpool en áður fékk liðið Rickie Lambert, Adam Lallana, Emre Can og Lazar Markovic til liðs við sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×