Fótbolti

Sigur í fyrsta leik Ólafs

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson. Vísir/Vilhelm
Ólafur Kristjánsson stýrði liði Nordsjaelland til sigurs í fyrsta leik sínum sem þjálfari félagsins í dag. Nordsjaelland lenti undir snemma leiks en náði að snúa leiknum sér í hag.

Leikurinn í dag var fyrsti leikurinn á tímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni og var um nágrannaslag að ræða gegn Vestsjaelland.

Ekki byrjaði fyrsti leikurinn vel því Vestsjaelland komst 2-0 yfir í upphafi leiksins og þá brenndi Kim Aabech, leikmaður Norsjaelland, af vítapunktinum stuttu síðar. Aabech bætti hinsvegar upp fyrir vítið stuttu síðar þegar hann minnkaði muninn með góðum skalla af fjærstöng.

Það var hinsvegar Uffe Bech sem var hetja Norsjaelland í dag. Uffe hefur aðeins tekist að skora fjögur mörk fyrir félagið á undanförnum tveimur árum en hann sneri taflinu við fyrir Norsjaelland með tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Það síðara kom aðeins tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma og tryggði Norsjaelland stigin þrjú í fyrsta leik Ólafs.

Það verður strembið verkefni næstu helgi er lærisveinar Ólafs mæta FC Kaupmannahöfn á Parken í höfuðborginni en Ólafi hlýtur að hafa létt töluvert að hafa náð þremur stigum í fyrsta leik tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×