Sport

UFC Dublin: Myndir úr vigtuninni

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Gunnar Nelson fékk frábærar viðtökur.
Gunnar Nelson fékk frábærar viðtökur. Vísir/Kjartan Páll Sæmundsson
Eins og fram hefur komið náðu Gunnar Nelson og Zak Cummings tilsettri þyngd fyrir bardagann annað kvöld. Báðir vigtuðu þeir sig inn í kringum 77 kg fyrr í dag en sjá má myndir úr vigtuninni hér að neðan.

Mikil læti ríktu í höllinni þegar Gunnar gekk inn og var honum tekið sem heimamanni. Mestu lætin voru þó þegar Conor McGregor mætti í salinn. McGregor mætir Brasilíumanninum Diego Brandao og var þeim ansi heitt í hamsi. Myndbrot af Gunnari, Zak Cummings, Conor McGregor og Diego Brandao úr vigtuninni má sjá hér.

Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld.  Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00.  Fáðu þér áskrift áwww.365.is.

Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.

Zak Cummings í vigtuninni.Vísir/Kjartan Páll Sæmundsson
Gunnar Nelson og Zak Cummings andspænis hvor öðrum.Vísir/Kjartan Páll Sæmundsson
Conor McGregor er stórstjarna í heimalandinu.Vísir/Kjartan Páll Sæmundsson
Conor McGregor á vigtinni á meðan Diego Brandao horfir á.Vísir/Kjartan Páll Sæmundsson
Það var heitt í hamsi milli McGregor og Brandao.Vísir/Kjartan Páll Sæmundsson
Conor McGregor.Vísir/Kjartan Páll Sæmundsson
MMA

Tengdar fréttir

Sjáðu vigtun Gunnars | Myndband

Gunnar Nelson mætir Bandaríkjamanninum Zak Cummings á UFC-kvöldi í Dyflinni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld.

Uppselt á vigtunina í dag

Áhuginn fyrir UFC-kvöldinu í Dublin á morgun er með hreinum ólíkindum. Í dag verða kapparnir vigtaðir og í fyrsta sinn var selt inn á viðburðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×