ESB lítur enn á Ísland sem umsóknarríki Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2014 19:30 Evrópusambandið lítur enn á Ísland sem umsóknarríki og er reiðubúið að taka upp aðildarviðræður á nýjan leik um leið og Íslendingar kjósa að gera það. Það gæti hins vegar tekið um þrjú ár að ljúka samningum og fá þá staðfesta hjá öllum aðildarríkjum sambandsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur túlkað ummæli Jean-Claude Junker verðandi forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að aðildarríkjum þess verði ekki fjölgað á næstu fimm árum, með þeim hætti að aðildarferli Íslands að sambandinu væri lokið. Fréttastofan spurði Peter Stano talsmann Stefans Fule stækkunarstjóra Evrópusambandsins hver væri afstaða þess til aðildarviðræðna Íslands og hvort þær gætu hafist að nýju óskuðu íslensk stjórnvöld eftir því. Stano segir: „Íslensk stjórnvöld ákváðu í maí 2013 að gera hlé á aðildarviðræðunum. Óski íslensk stjórnvöld á einhverjum tímapunkti eftir því að hefja viðræðurnar á nýjan leik er framkvæmdastjórnin tilbúin til áframhaldandi viðræðna.“ Af þessum svörum er auglóst að Evrópusambandið lítur enn á Ísland sem umsóknarríki. Háttsettir embættismenn innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem fréttastofa ræddi við, segja að það muni taka að minnsta kosti tvö ár að klára aðildarviðræðurnar við Íslendinga, að því gefnu að samkomulag náist um erfiðasta málið, sjávarútvegsmálin. Þá tæki við staðfesting á aðildarsamningi á Íslandi og meðal 28 aðildarríkja Evrópusambandsins, sem reikna mætti með að tæki að minnsta kosti ár. Að því gefnu að ný ríkisstjórn að loknum kosningum árið 2017 myndi vilja ljúka aðildarviðræðunum, myndi þeim aldrei ljúka og aðildarsamningur staðfestur fyrr en að minnsta kosti ári eftir að fimm ára tímabilið sem Junker talar um væri runnið út árið 2019. Ríkisstjórnin gæti hins vegar lagt tillögu fyrir Alþingi um að slíta viðræðunum en um þann möguleika sagði utanríkisráðherra þetta í Bylgjufréttum í gær: „Það er eithvað sem menn þurfa bara að meta. Ég hef ákveðnar efasemdir um að þess þurfi í framhaldi af þessu. Ef það það er hins vegar þannig þá er ég að sjálfsögðu reiðubúinn til þess að fara með tillögu fyrir þingið. En við metum bara stöðuna. Það er ekkert sem liggur á í rauninni í þessu,“ sagði Gunnar Bragi. Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Sjá meira
Evrópusambandið lítur enn á Ísland sem umsóknarríki og er reiðubúið að taka upp aðildarviðræður á nýjan leik um leið og Íslendingar kjósa að gera það. Það gæti hins vegar tekið um þrjú ár að ljúka samningum og fá þá staðfesta hjá öllum aðildarríkjum sambandsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur túlkað ummæli Jean-Claude Junker verðandi forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að aðildarríkjum þess verði ekki fjölgað á næstu fimm árum, með þeim hætti að aðildarferli Íslands að sambandinu væri lokið. Fréttastofan spurði Peter Stano talsmann Stefans Fule stækkunarstjóra Evrópusambandsins hver væri afstaða þess til aðildarviðræðna Íslands og hvort þær gætu hafist að nýju óskuðu íslensk stjórnvöld eftir því. Stano segir: „Íslensk stjórnvöld ákváðu í maí 2013 að gera hlé á aðildarviðræðunum. Óski íslensk stjórnvöld á einhverjum tímapunkti eftir því að hefja viðræðurnar á nýjan leik er framkvæmdastjórnin tilbúin til áframhaldandi viðræðna.“ Af þessum svörum er auglóst að Evrópusambandið lítur enn á Ísland sem umsóknarríki. Háttsettir embættismenn innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem fréttastofa ræddi við, segja að það muni taka að minnsta kosti tvö ár að klára aðildarviðræðurnar við Íslendinga, að því gefnu að samkomulag náist um erfiðasta málið, sjávarútvegsmálin. Þá tæki við staðfesting á aðildarsamningi á Íslandi og meðal 28 aðildarríkja Evrópusambandsins, sem reikna mætti með að tæki að minnsta kosti ár. Að því gefnu að ný ríkisstjórn að loknum kosningum árið 2017 myndi vilja ljúka aðildarviðræðunum, myndi þeim aldrei ljúka og aðildarsamningur staðfestur fyrr en að minnsta kosti ári eftir að fimm ára tímabilið sem Junker talar um væri runnið út árið 2019. Ríkisstjórnin gæti hins vegar lagt tillögu fyrir Alþingi um að slíta viðræðunum en um þann möguleika sagði utanríkisráðherra þetta í Bylgjufréttum í gær: „Það er eithvað sem menn þurfa bara að meta. Ég hef ákveðnar efasemdir um að þess þurfi í framhaldi af þessu. Ef það það er hins vegar þannig þá er ég að sjálfsögðu reiðubúinn til þess að fara með tillögu fyrir þingið. En við metum bara stöðuna. Það er ekkert sem liggur á í rauninni í þessu,“ sagði Gunnar Bragi.
Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Sjá meira