Enski boltinn

Rio í læknisskoðun hjá QPR í dag

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand. vísir/getty
Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins í knattspyrnu, gengst undir læknisskoðun hjá nýliðum QPR í dag samkvæmt heimildum Sky Sports.

Rio, sem er orðinn 35 ára gamall, hefur nú þegar rætt við HarryRedknapp, knattspyrnustjóra QPR, en miðvörðurinn eyddi síðasta mánuði í Brasilíu þar sem hann var í sérfræðingateymi BBC.

Ferdinand fékk ekki nýjan samning hjá Manchester United eftir að tímabilinu lauk, en þar var hann í ellefu ár og vann sex deildarmeistaratitla.

Redknapp er sagður ætla að styrkja hópinn enn frekar fyrir átökin í úrvalsdeildinni, en eins og flestir vita hefur Kolbeinn Sigþórsson verið orðaður við vistaskipti á Loftus Road að undanförnu.


Tengdar fréttir

Engu tilboði verið tekið í Kolbein

Bróðir Kolbeins Sigþórssonar hafði ekkert heyrt frá Ajax þegar Vísir heyrði í honum en samkvæmt heimildum SkySports komust félögin að samkomulagi fyrr í dag.

Ajax tekur tilboði QPR í Kolbein

Samkvæmt heimildum SkySports samþykkti Ajax tilboð QPR í Kolbein Sigþórsson í dag en samkvæmt heimildum Vísis ber enn töluvert á milli aðilanna í launaviðræðum.

Zamora áfram hjá QPR

Kolbeinn Sigþórsson er sagður með samningstilboð í höndunum frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×