Silicor fær 35 megavött frá Orku náttúrunnar Haraldur Guðmundsson skrifar 16. júlí 2014 10:54 Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur lýst yfir formlegum stuðningi við byggingu sólarkísilverksmiðjunnar á Grundartanga. Visir/Pjetur Forsvarsmenn Orku náttúrunnar (ON), dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu á 35 megavöttum af raforku til fyrirhugaðs sólarkísilvers bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials. Í fréttatilkynningu ON segir að afhending eigi að hefjast árið 2016 og að engin áform um byggingu nýrra virkjana fylgi samkomulaginu. „Á næstu misserum renna út samningar um orkusölu til Landsvirkjunar, sem Orkuveita Reykjavíkur gerði á árunum 1997 og 2000. Með viljayfirlýsingunni er áformað að ráðstafa þeirri orku til sólarkísilversins. Leiði viljayfirlýsingin til samnings hækkar það verð sem Orka náttúrunnar fær fyrir rafmagnið,“ segir í tilkynningu ON. Í febrúar síðastliðnum, þegar greint var frá áformum Silicor, kom fram að verksmiðjan þyrfti 80 megavött í fullum afköstum. Kom þá einnig fram að fyrirtækið ætti í viðræðum við Landsvirkjun, sem Silicor staðfesti í gær. Viðræðurnar eru samkvæmt heimildum um kaup á þeim 45 megavöttum sem verksmiðjan þyrfti til viðbótar. „Landsvirkjun á í viðræðum við ýmsa aðila um raforkusölu til verkefna á Íslandi. Landsvirkjun hefur um nokkurra mánaða skeið unnið með Silicor Materials vegna sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Landsvirkjun tjáir sig ekki um gang viðræðna við einstaka aðila enda bundið trúnaði um það," segir í svari Landsvirkjunar við fyrirspurn fréttastofu. Arion banki annast fjármögnun á verkefninu. Bára Mjöll Þórðardóttir, starfsmaður á samskiptasviði bankans, segir fjármögnunina komna vel áleiðis. „En þó á eftir að aflétta ýmsum fyrirvörum. Þetta er spennandi verkefni og ánægjulegt fyrir bankann að taka þátt í,“ segir Bára. Eins og áður hefur komið fram hyggst Silicor framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári í 77 milljarða króna verksmiðju á Grundartanga. Fyrirtækið vonast til að framkvæmdir geti hafist síðar á þessu ári og að verksmiðjan taki til starfa árið 2016. Tengdar fréttir 80 MW þarf í verksmiðju Silicor á Grundartanga Silicor Materials þarf 80 megavött af raforku fyrir kísilverksmiðju á Grundartanga. Hefur rætt við Landsvirkjun frá því í haust og alla íslensku viðskiptabankana um fjármögnun. Ráðherra var kynnt verkefnið í sumar. 11. febrúar 2014 13:00 67 milljarða króna samningur undirritaður í dag Fulltrúar Thorsil ehf. og bandaríska fyrirtækisins Hunter Douglas Metals undirrituðu nú í hádeginu samning um sölu og dreifingu á kísil frá fyrirhuguðu kísilveri Thorsil í Helguvík. 28. maí 2014 13:11 Vilja reisa 77 milljarða kísilverksmiðju á Grundartanga Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials vill reisa verksmiðju á Grundartanga sem gæti framleitt um 16.000 tonn af kísil á ári. Verksmiðjan gæti skapað yfir fjögur hundruð störf. 10. febrúar 2014 06:45 Hvalfjarðarsveit vill 77 milljarða sólarkísilver Silicor Materials hefur óskað eftir ívilnunum vegna sólarkísilverksmiðju sem gæti risið á Grundartanga. Fulltrúar fyrirtækisins eru væntanlegir til landsins í næstu viku. 2. maí 2014 07:00 Skapar um 400 ný störf Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials hefur ákveðið að reisa sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Arionbanki muni annast fjármögnun verkefnisins, og að fyrir liggi viljayfirlýsing um kaup á orku frá Landsvirkjun og Orku Náttúrunnar (ON Power). 15. júlí 2014 22:57 Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Sjá meira
Forsvarsmenn Orku náttúrunnar (ON), dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu á 35 megavöttum af raforku til fyrirhugaðs sólarkísilvers bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials. Í fréttatilkynningu ON segir að afhending eigi að hefjast árið 2016 og að engin áform um byggingu nýrra virkjana fylgi samkomulaginu. „Á næstu misserum renna út samningar um orkusölu til Landsvirkjunar, sem Orkuveita Reykjavíkur gerði á árunum 1997 og 2000. Með viljayfirlýsingunni er áformað að ráðstafa þeirri orku til sólarkísilversins. Leiði viljayfirlýsingin til samnings hækkar það verð sem Orka náttúrunnar fær fyrir rafmagnið,“ segir í tilkynningu ON. Í febrúar síðastliðnum, þegar greint var frá áformum Silicor, kom fram að verksmiðjan þyrfti 80 megavött í fullum afköstum. Kom þá einnig fram að fyrirtækið ætti í viðræðum við Landsvirkjun, sem Silicor staðfesti í gær. Viðræðurnar eru samkvæmt heimildum um kaup á þeim 45 megavöttum sem verksmiðjan þyrfti til viðbótar. „Landsvirkjun á í viðræðum við ýmsa aðila um raforkusölu til verkefna á Íslandi. Landsvirkjun hefur um nokkurra mánaða skeið unnið með Silicor Materials vegna sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Landsvirkjun tjáir sig ekki um gang viðræðna við einstaka aðila enda bundið trúnaði um það," segir í svari Landsvirkjunar við fyrirspurn fréttastofu. Arion banki annast fjármögnun á verkefninu. Bára Mjöll Þórðardóttir, starfsmaður á samskiptasviði bankans, segir fjármögnunina komna vel áleiðis. „En þó á eftir að aflétta ýmsum fyrirvörum. Þetta er spennandi verkefni og ánægjulegt fyrir bankann að taka þátt í,“ segir Bára. Eins og áður hefur komið fram hyggst Silicor framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári í 77 milljarða króna verksmiðju á Grundartanga. Fyrirtækið vonast til að framkvæmdir geti hafist síðar á þessu ári og að verksmiðjan taki til starfa árið 2016.
Tengdar fréttir 80 MW þarf í verksmiðju Silicor á Grundartanga Silicor Materials þarf 80 megavött af raforku fyrir kísilverksmiðju á Grundartanga. Hefur rætt við Landsvirkjun frá því í haust og alla íslensku viðskiptabankana um fjármögnun. Ráðherra var kynnt verkefnið í sumar. 11. febrúar 2014 13:00 67 milljarða króna samningur undirritaður í dag Fulltrúar Thorsil ehf. og bandaríska fyrirtækisins Hunter Douglas Metals undirrituðu nú í hádeginu samning um sölu og dreifingu á kísil frá fyrirhuguðu kísilveri Thorsil í Helguvík. 28. maí 2014 13:11 Vilja reisa 77 milljarða kísilverksmiðju á Grundartanga Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials vill reisa verksmiðju á Grundartanga sem gæti framleitt um 16.000 tonn af kísil á ári. Verksmiðjan gæti skapað yfir fjögur hundruð störf. 10. febrúar 2014 06:45 Hvalfjarðarsveit vill 77 milljarða sólarkísilver Silicor Materials hefur óskað eftir ívilnunum vegna sólarkísilverksmiðju sem gæti risið á Grundartanga. Fulltrúar fyrirtækisins eru væntanlegir til landsins í næstu viku. 2. maí 2014 07:00 Skapar um 400 ný störf Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials hefur ákveðið að reisa sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Arionbanki muni annast fjármögnun verkefnisins, og að fyrir liggi viljayfirlýsing um kaup á orku frá Landsvirkjun og Orku Náttúrunnar (ON Power). 15. júlí 2014 22:57 Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Sjá meira
80 MW þarf í verksmiðju Silicor á Grundartanga Silicor Materials þarf 80 megavött af raforku fyrir kísilverksmiðju á Grundartanga. Hefur rætt við Landsvirkjun frá því í haust og alla íslensku viðskiptabankana um fjármögnun. Ráðherra var kynnt verkefnið í sumar. 11. febrúar 2014 13:00
67 milljarða króna samningur undirritaður í dag Fulltrúar Thorsil ehf. og bandaríska fyrirtækisins Hunter Douglas Metals undirrituðu nú í hádeginu samning um sölu og dreifingu á kísil frá fyrirhuguðu kísilveri Thorsil í Helguvík. 28. maí 2014 13:11
Vilja reisa 77 milljarða kísilverksmiðju á Grundartanga Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials vill reisa verksmiðju á Grundartanga sem gæti framleitt um 16.000 tonn af kísil á ári. Verksmiðjan gæti skapað yfir fjögur hundruð störf. 10. febrúar 2014 06:45
Hvalfjarðarsveit vill 77 milljarða sólarkísilver Silicor Materials hefur óskað eftir ívilnunum vegna sólarkísilverksmiðju sem gæti risið á Grundartanga. Fulltrúar fyrirtækisins eru væntanlegir til landsins í næstu viku. 2. maí 2014 07:00
Skapar um 400 ný störf Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials hefur ákveðið að reisa sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Arionbanki muni annast fjármögnun verkefnisins, og að fyrir liggi viljayfirlýsing um kaup á orku frá Landsvirkjun og Orku Náttúrunnar (ON Power). 15. júlí 2014 22:57