Menning

Snorri syngur þjóðsöng Ísraela í draggi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Listamaðurinn Snorri Ásmundsson hefur sent frá sér nýtt vídjóverk. Verkið er þjóðsöngur Ísraela í dansútgáfu og var það Árni Grétar, betur þekktur sem Futuregrapher, sem útsetti.

Í myndbandinu, sem sjá má hér fyrir neðan, má sjá Snorra í hlutverki Dönu International syngja þjóðsönginn, sem kallast Hatikva á hebresku og þýðir Vonin á íslensku.

Í myndbandinu er Snorri klæddur í glimmerkjól í anda Dönu sem sigraði Eurovision fyrir hönd Ísraela árið 1998. Þá er hann með dansara sér við hlið í hlutverkum strangtrúaðra gyðinga en þeir eru leiknir af Birgi Gíslasyni og Björgvini vini hans. Auður Ómarsdóttir kemur einnig fram í gervi múslima og Rebekka Moran í gervi kúrekastelpu.

Marteinn Thorsson, kvikmyndaleikstjóri sá um myndatöku og klippti verkið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.