Fótbolti

Tölfræði úr leik Þýskalands og Argentínu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bastian Schweinsteiger og Lionel Messi eigast við í úrslitaleiknum.
Bastian Schweinsteiger og Lionel Messi eigast við í úrslitaleiknum. Vísir/Getty
Þýskaland varð heimsmeistari í fjórða sinn í kvöld eftir sigur á Argentínu í framlengdum leik á Maracana vellinum í Ríó de Janeiro.

Hér að neðan má sjá nokkra tölfræðimola tengda leiknum:

  • Mario Götze er yngsti leikmaðurinn (22 ára og 39 daga gamall) til að skora mark í úrslitaleik HM síðan samlandi hans, Wolfgang Weber, skoraði í úrslitaleiknum gegn Englandi 1966. Þess má geta að Götze var ekki fæddur þegar Þýskaland varð síðast heimsmeistari árið 1990.
  • Götze er jafnframt fyrsti varamaðurinn sem skorar sigurmark í úrslitaleik HM.
  • Þetta var í fyrsta sinn sem Argentína á ekki skot á markið í leik á HM síðan í úrslitaleiknum gegn V-Þýskalandi 1990.
  • Argentínumenn voru aðeins sjö mínútur undir á öllu heimsmeistaramótinu. Það voru síðustu sjö mínútur úrslitaleiksins.
  • Þetta var í þriðja skiptið í röð sem lið frá Evrópu verður heimsmeistari.
  • Þýskaland skoraði 18 mörk á HM, sem er það mesta sem eitt lið hefur skorað síðan Brasilía skoraði 18 mörk í S-Kóreu og Japan 2002.
  • 171 mark var skorað á HM í Brasilíu, sem er jöfnun á metinu frá Frakklandi 1998.
  • Átta leikir á HM í Brasilíu fóru í framlengingu sem er met.
  • Þýskaland hefur spilað í átta úrslitaleikjum á HM, sem er met.
  • Þýskaland hefur komist í úrslitaleik á HM a.m.k. einu sinni á hverjum af síðustu sjö áratugum.
  • Sami Khedira, miðjumaður Þýskalands, varð 10. leikmaðurinn til að vinna HM og Meistaradeild Evrópu á sama tímabilinu.

Tengdar fréttir

Úrvalslið Argentínu á HM

Í tilefni af úrslitaleik Argentínu og Þýskalands í kvöld setti Vísir saman úrvalslið beggja þjóða á HM í gegnum tíðina.

Schweinsteiger: Fullir tilhlökkunar

Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Bayern München og þýska landsliðsins, er bjartsýnn fyrir úrslitaleikinn gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu sem fer fram í kvöld á Maracana vellinum í Rio de Janeiro.

Úrvalslið Þýskalands á HM

Í tilefni af úrslitaleik Argentínu og Þýskalands í kvöld setti Vísir saman úrvalslið beggja þjóða á HM í gegnum tíðina.

Messi valinn besti leikmaðurinn á HM

Lionel Messi fékk Gullboltann fyrir að vera besti leikmaður HM í Brasilíu. Þetta var tilkynnt eftir úrslitaleik Þýskalands og Argentínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×