Fótbolti

Fyrsti heimsmeistaratitilinn eftir sameininguna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þýskaland varð heimsmeistari í fjórða sinn í kvöld eftir sigur á Argentínu í úrslitaleik.
Þýskaland varð heimsmeistari í fjórða sinn í kvöld eftir sigur á Argentínu í úrslitaleik. Vísir/Getty
Þýskaland fagnaði í kvöld sínum fjórða heimsmeistaratitli, en Þjóðverjar hafa nú unnið bikarinn eftirsótta jafnoft og Ítalía. Brasilía er þó enn sigursælasta þjóðin á HM frá upphafi með fimm titla.

Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem Þjóðverjar verða heimsmeistarar eftir sameiningu Þýskalands í október 1990, en nokkrum mánuðum fyrr hafði V-Þýskaland orðið heimsmeistari eftir 1-0 sigur á Argentínu í úrslitaleik, líkt og nú. Andreas Brehme skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu.

Þjóðverjar urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn árið 1954 eftir 3-2 sigur á Ungverjalandi í frægum úrslitaleik sem gengur jafnan undir heitinu "Kraftaverkið í Bern".

Það blés ekki byrlega fyrir Þjóðverjum í byrjun þess leiks, en eftir átta mínútna leik var staðan orðin 2-0, Ungverjum í vil.

Þjóðverjar sneru hins vegar dæminu sér í vil og tvö mörk frá Helmut Rahn og eitt frá Max Morlock tryggðu Þjóðverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil.

V-Þýskaland endurtók leikinn svo tuttugu árum seinna á heimavelli. Þjóðverjar báru þá sigurorð af Hollendingum í úrslitaleik.

Holland komst yfir strax á annarri mínútu með marki Johans Neeskens úr vítaspyrnu, en Paul Breitner jafnaði fyrir Þýskaland á 25. mínútu með marki af vítapunktinum.

Það var síðan Gerd Müller skoraði sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikhlé.

Þjóðverjar fögnuðu svo sínum þriðja heimsmeistaratitli árið 1990, eins og fyrr sagði.

Það liðu því 24 ár milli þriðja og fjórða heimsmeistaratitils Þjóðverja sem er jafnlangur tími og leið hjá bæði Brasilíu og Ítalíu.


Tengdar fréttir

Úrvalslið Argentínu á HM

Í tilefni af úrslitaleik Argentínu og Þýskalands í kvöld setti Vísir saman úrvalslið beggja þjóða á HM í gegnum tíðina.

Schweinsteiger: Fullir tilhlökkunar

Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Bayern München og þýska landsliðsins, er bjartsýnn fyrir úrslitaleikinn gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu sem fer fram í kvöld á Maracana vellinum í Rio de Janeiro.

Úrvalslið Þýskalands á HM

Í tilefni af úrslitaleik Argentínu og Þýskalands í kvöld setti Vísir saman úrvalslið beggja þjóða á HM í gegnum tíðina.

Messi valinn besti leikmaðurinn á HM

Lionel Messi fékk Gullboltann fyrir að vera besti leikmaður HM í Brasilíu. Þetta var tilkynnt eftir úrslitaleik Þýskalands og Argentínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×