Pistill: Hver er þessi Alejandro Sabella? Arnar Björnsson skrifar 13. júlí 2014 14:15 Alejandro Sabella er búinn að koma Argentínu í úrslitaleikinn. vísir/getty Skreppum 28 ár aftur í tímann. Brasilíski dómarinn, Romualdo Arppi Filho, blæs í flautuna og flestir þeirra 114 þúsund áhorfenda á Azteca vellinum í Mexikóborg fagna lokaflautinu. Hetja Argentínumanna, JorgeBurruchaga, hleypur inná völlinn í áttina að aðalmanninum, Diego Maradona. Maradona er fyrirliðinn en Burruchaga tryggir Argentínu sigurmarkið en er skipt útaf skömmu fyrir lokaflautið. Dagurinn er 29. júní 1986, Argentínumenn eru heimsmeistararar, eftir 3-2 sigur, LotharMatthäus og Karl Heinz Rumenigge verða að játa sig sigraða. Þetta er annar HM-titill Argentínumanna, 8 árum áður varð titillinn þeirra eftir 3-1 sigur á Hollendingum í úrslitaleik. Þá skoruðu MarioKempes og DanielBertoni í framlengingunni og einræðisherrann í Argentínu, Jorge Videla fékk draum sinn uppfylltan. Og þá komum við að leiknum í dag. Einræðisherrann, Videla og hinn smávaxni fyrirliði Argentínu, DanielPassarella skipta nefnilega miklu máli í lífi þjálfara Argentínu, Alejandro JavierSabella. Hann hataði Videla en dáði Passarella.vísir/gettyÚrslitaleikurinn 1978 fór fram á El Monumental vellinum í Buenos Aires, heimavelli River Plate. Skammt þar frá voru um 20 þúsund Argentínumenn drepnir í átta ára blóðbaði í stjórnartíð Videla. Sósialistinn, Alejandro Sabella, hataði einræðisherrann en átti síðar eftir að verða aðstoðarmaður Carlos Bilardo í tvo áratugi. Eftir HM 1978 gengu tveir leikmenn úr Argentínska landsliðinu í raðir Tottenham, OssieArdiles og RickyVilla. Minni athygli vekur þegar Sheffield United kaupir landa þeirra Alejandro Sabella. HarryHaslam, knattspyrnustjóri Sheffield, vildi kaupa fyrirliðann, Diego Maradona, en ráðamönnum enska liðsins fannst 200 þúsund punda verðmiðinn of hár. Niðurstaðan varð því að sú að hinn 23 ára Sabella kom í staðinn á 160 þúsund pund. Maradona varð því eftir hjá Argentinos Juniors, 40 þúsund pund í viðbót hefðu skilað honum til Englands. Löngu seinna greindu reyndar þeir sem réðu málum hjá Argentinos Juniors að verðmiðinn á Maradona, þá 17 ára, hefði verið 600 þúsund pund en ekki 200 þúsund. Sabella stóð sig vel með Sheffield, á tveimur leiktíðum skoraði hann 8 mörk í 76 leikjum. Hann talaði litla ensku og aðstoðarþjálfarinn, Úrugvæjinn DannyBergara, sem sá um að túlka. Sabella, harðskeyttur miðjumaður, var þrjóskur og neitaði að æfa á föstudögum, daginn fyrir leik.vísir/gettyÞegar Sheffield féll var hann seldur til Leeds á 400 þúsund pund. Þar var hann leiktíðina 1980-1981 en eftir 2 mörk í 23 leikjum snéri hann heim til Argentínu, til Estudiantes þar sem hann lék í 5 ár og þjálfaði síðan liðið og gerði að Suður Ameríkumeisturum 2009. Eftir slæma byrjun í undankeppni HM var Sabella fenginn til að taka við landsliðinu. Liðið átti í basli og uppskeran úr þremur fyrstu leikjunum var aðeins fjögur stig. Fyrsta verkefni nýja þjálfarans var að gera Lionel Messi að fyrirliða. Í 1. leiknum voru Argentínumenn 0-1 undir í hálfleik gegn Kólumbíu. Þá breytti Sabella um leikaðferð, fór úr 5-2-3 í 4-3-3, Messi jafnaði og Sergio Aguero skoraði sigurmarkið. Sabella þykir harður í horn að taka og var gagnrýndur fyrir að velja ekki Carlos Tevez í landsliðið. Tevez nýtur mikilla vinsælda í Argentínu, ólst upp í úthverfi Buenos Aires í mikilli fátækt þar sem eiturlyfjavandamálin voru daglegt brauð. Þangað fór Sabella á sínum yngri árum til að hjálpa þeim fátæku.vísir/gettyLíkt og Carlos Bilardo gerði 1986 þegar hann ákvað að byggja liðið í kringum Diego Maradona, valdi Sabella að fara sömu leið, nú var Messi aðalmaðurinn. Sabella, sem dáir byltingjarhetjuna Ernesto "Che" Guevara, verður sextugur í nóvember og stýrir Argentínu í síðasta sinn í kvöld gegn geysisterkum Þjóðverjum. Af 32 þjálfurum á HM er hann í 22. sæti yfir launahæstu þjálfaranna. Hann er með 487 þúsund pund eða 95 milljónir króna í árslaun. Það er aðeins lítið brot af launum mótherja hans í kvöld, Joachim Löw. Löw er í sjötta sæti yfir þá launahæstu, sem ber 420 milljónir króna úr býtum á ári fyrir að þjálfa þýska landsliðið. Þetta eru auðvitað sultarlaun miðað við þann launahæsta því Fabio Capello fær 1,3 milljarða króna fyrir að þjálfa rússneska landsliðið. Og allt eru þetta smáaurar í samanburði við laun fótboltamannanna. Það tekur nefnilega Sabella þjálfara 50 ár að vinna fyrir árslaunum LionelMessi. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Schweinsteiger: Fullir tilhlökkunar Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Bayern München og þýska landsliðsins, er bjartsýnn fyrir úrslitaleikinn gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu sem fer fram í kvöld á Maracana vellinum í Rio de Janeiro. 13. júlí 2014 11:22 Messi: Mikilvægasti leikur lífs okkar Argentína mætir Þýskalandi í úrslitum HM 2014 í knattspyrnu í kvöld. 13. júlí 2014 12:30 Argentína hefur beðið í 24 löng ár eftir hefndinni Sömu lið og mættust í úrslitum HM 1990 spila í úrslitum HM í ár og Argentínumenn munu ekki sætta sig við annað tap gegn þýskum. 13. júlí 2014 10:00 Varamarkvörður Monaco hefur ekki brugðist Argentínu Sergio Romero fékk traustið þrátt fyrir að spila ekkert með félagsliði sínu og hefur staðið sig vel. 13. júlí 2014 13:30 Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Í beinni: Fiorentina - Juventus | Gerir Albert gömlu konunni grikk? Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Sjá meira
Skreppum 28 ár aftur í tímann. Brasilíski dómarinn, Romualdo Arppi Filho, blæs í flautuna og flestir þeirra 114 þúsund áhorfenda á Azteca vellinum í Mexikóborg fagna lokaflautinu. Hetja Argentínumanna, JorgeBurruchaga, hleypur inná völlinn í áttina að aðalmanninum, Diego Maradona. Maradona er fyrirliðinn en Burruchaga tryggir Argentínu sigurmarkið en er skipt útaf skömmu fyrir lokaflautið. Dagurinn er 29. júní 1986, Argentínumenn eru heimsmeistararar, eftir 3-2 sigur, LotharMatthäus og Karl Heinz Rumenigge verða að játa sig sigraða. Þetta er annar HM-titill Argentínumanna, 8 árum áður varð titillinn þeirra eftir 3-1 sigur á Hollendingum í úrslitaleik. Þá skoruðu MarioKempes og DanielBertoni í framlengingunni og einræðisherrann í Argentínu, Jorge Videla fékk draum sinn uppfylltan. Og þá komum við að leiknum í dag. Einræðisherrann, Videla og hinn smávaxni fyrirliði Argentínu, DanielPassarella skipta nefnilega miklu máli í lífi þjálfara Argentínu, Alejandro JavierSabella. Hann hataði Videla en dáði Passarella.vísir/gettyÚrslitaleikurinn 1978 fór fram á El Monumental vellinum í Buenos Aires, heimavelli River Plate. Skammt þar frá voru um 20 þúsund Argentínumenn drepnir í átta ára blóðbaði í stjórnartíð Videla. Sósialistinn, Alejandro Sabella, hataði einræðisherrann en átti síðar eftir að verða aðstoðarmaður Carlos Bilardo í tvo áratugi. Eftir HM 1978 gengu tveir leikmenn úr Argentínska landsliðinu í raðir Tottenham, OssieArdiles og RickyVilla. Minni athygli vekur þegar Sheffield United kaupir landa þeirra Alejandro Sabella. HarryHaslam, knattspyrnustjóri Sheffield, vildi kaupa fyrirliðann, Diego Maradona, en ráðamönnum enska liðsins fannst 200 þúsund punda verðmiðinn of hár. Niðurstaðan varð því að sú að hinn 23 ára Sabella kom í staðinn á 160 þúsund pund. Maradona varð því eftir hjá Argentinos Juniors, 40 þúsund pund í viðbót hefðu skilað honum til Englands. Löngu seinna greindu reyndar þeir sem réðu málum hjá Argentinos Juniors að verðmiðinn á Maradona, þá 17 ára, hefði verið 600 þúsund pund en ekki 200 þúsund. Sabella stóð sig vel með Sheffield, á tveimur leiktíðum skoraði hann 8 mörk í 76 leikjum. Hann talaði litla ensku og aðstoðarþjálfarinn, Úrugvæjinn DannyBergara, sem sá um að túlka. Sabella, harðskeyttur miðjumaður, var þrjóskur og neitaði að æfa á föstudögum, daginn fyrir leik.vísir/gettyÞegar Sheffield féll var hann seldur til Leeds á 400 þúsund pund. Þar var hann leiktíðina 1980-1981 en eftir 2 mörk í 23 leikjum snéri hann heim til Argentínu, til Estudiantes þar sem hann lék í 5 ár og þjálfaði síðan liðið og gerði að Suður Ameríkumeisturum 2009. Eftir slæma byrjun í undankeppni HM var Sabella fenginn til að taka við landsliðinu. Liðið átti í basli og uppskeran úr þremur fyrstu leikjunum var aðeins fjögur stig. Fyrsta verkefni nýja þjálfarans var að gera Lionel Messi að fyrirliða. Í 1. leiknum voru Argentínumenn 0-1 undir í hálfleik gegn Kólumbíu. Þá breytti Sabella um leikaðferð, fór úr 5-2-3 í 4-3-3, Messi jafnaði og Sergio Aguero skoraði sigurmarkið. Sabella þykir harður í horn að taka og var gagnrýndur fyrir að velja ekki Carlos Tevez í landsliðið. Tevez nýtur mikilla vinsælda í Argentínu, ólst upp í úthverfi Buenos Aires í mikilli fátækt þar sem eiturlyfjavandamálin voru daglegt brauð. Þangað fór Sabella á sínum yngri árum til að hjálpa þeim fátæku.vísir/gettyLíkt og Carlos Bilardo gerði 1986 þegar hann ákvað að byggja liðið í kringum Diego Maradona, valdi Sabella að fara sömu leið, nú var Messi aðalmaðurinn. Sabella, sem dáir byltingjarhetjuna Ernesto "Che" Guevara, verður sextugur í nóvember og stýrir Argentínu í síðasta sinn í kvöld gegn geysisterkum Þjóðverjum. Af 32 þjálfurum á HM er hann í 22. sæti yfir launahæstu þjálfaranna. Hann er með 487 þúsund pund eða 95 milljónir króna í árslaun. Það er aðeins lítið brot af launum mótherja hans í kvöld, Joachim Löw. Löw er í sjötta sæti yfir þá launahæstu, sem ber 420 milljónir króna úr býtum á ári fyrir að þjálfa þýska landsliðið. Þetta eru auðvitað sultarlaun miðað við þann launahæsta því Fabio Capello fær 1,3 milljarða króna fyrir að þjálfa rússneska landsliðið. Og allt eru þetta smáaurar í samanburði við laun fótboltamannanna. Það tekur nefnilega Sabella þjálfara 50 ár að vinna fyrir árslaunum LionelMessi.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Schweinsteiger: Fullir tilhlökkunar Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Bayern München og þýska landsliðsins, er bjartsýnn fyrir úrslitaleikinn gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu sem fer fram í kvöld á Maracana vellinum í Rio de Janeiro. 13. júlí 2014 11:22 Messi: Mikilvægasti leikur lífs okkar Argentína mætir Þýskalandi í úrslitum HM 2014 í knattspyrnu í kvöld. 13. júlí 2014 12:30 Argentína hefur beðið í 24 löng ár eftir hefndinni Sömu lið og mættust í úrslitum HM 1990 spila í úrslitum HM í ár og Argentínumenn munu ekki sætta sig við annað tap gegn þýskum. 13. júlí 2014 10:00 Varamarkvörður Monaco hefur ekki brugðist Argentínu Sergio Romero fékk traustið þrátt fyrir að spila ekkert með félagsliði sínu og hefur staðið sig vel. 13. júlí 2014 13:30 Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Í beinni: Fiorentina - Juventus | Gerir Albert gömlu konunni grikk? Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Sjá meira
Schweinsteiger: Fullir tilhlökkunar Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Bayern München og þýska landsliðsins, er bjartsýnn fyrir úrslitaleikinn gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu sem fer fram í kvöld á Maracana vellinum í Rio de Janeiro. 13. júlí 2014 11:22
Messi: Mikilvægasti leikur lífs okkar Argentína mætir Þýskalandi í úrslitum HM 2014 í knattspyrnu í kvöld. 13. júlí 2014 12:30
Argentína hefur beðið í 24 löng ár eftir hefndinni Sömu lið og mættust í úrslitum HM 1990 spila í úrslitum HM í ár og Argentínumenn munu ekki sætta sig við annað tap gegn þýskum. 13. júlí 2014 10:00
Varamarkvörður Monaco hefur ekki brugðist Argentínu Sergio Romero fékk traustið þrátt fyrir að spila ekkert með félagsliði sínu og hefur staðið sig vel. 13. júlí 2014 13:30
Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00