Fótbolti

Fjórir Þjóðverjar tilnefndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kroos, Lahm og Müller eru tilnefndir.
Kroos, Lahm og Müller eru tilnefndir. Vísir/Getty
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur tilkynnt hvaða tíu leikmenn koma til greina sem besti leikmaður HM í Brasilíu.

Meðal þeirra tilnefndu eru fjórir Þjóðverjar en þeir mæta Argentínu í úrslitaleik keppninnar á sunnudagskvöld.

Þrír Argentínumenn eru tilnefndir en úr liði Brasilíu kemst aðeins einn á blað - Neymar. Hið sama má segja um Holland en aðeins Arjen Robben hlaut náð fyrir augum FIFA.

Þrír eru tilnefndir sem besti markvörðurinn og þrír sem besti ungi leikmaður keppninnar.

Besti leikmaðurinn:

Angel Di Maria, Argentínu

Mats Hummels, Þýskalandi

Toni Kroos, Þýskalandi

Phillip Lahm, Þýskalandi

Javier Mascherano, Argentínu

Lionel Messi, Argentínu

Thomas Müller, Þýskalandi

Neymar, Brasilíu

Arjen Robben, Hollandi

James Rodriguez, Kólumbíu

Besti markvörðurinn:

Manuel Neuer, Þýskalandi

Sergio Romero, Argentínu

Keylor Navas, Kostaríku

Besti ungi leikmaðurinn:

Memphis Depay, Hollandi

Paul Pogba, Frakklandi

Raphael Varane, Frakklandi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×