Þýskaland heimsmeistari í fjórða sinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júlí 2014 00:01 Þjóðverjar lyfta heimsmeistarabikarnum. vísir/getty Þýskaland varð í kvöld heimsmeistari í knattspyrnu í fjórða skiptið í sögunni þegar liðið vann Argentínu, 1-0, í framlengdum úrslitaleik á Maracana-vellinum í Ríó í Brasilíu. Þjóðverjar urðu fyrir áfalli fyrir leik þegar miðjumaðurinn öflugi, SamiKhedira, meiddist í upphitun og gat ekki verið með. ChristophKramer byrjaði leikinn í hans stað. Kramer entist þó ekki lengi því hann fékk þungt höfuðhögg eftir um 25 mínútna leik. Hann hélt áfram í smá stund en var síðan borinn af velli á 32. mínútu, en augljóst var að hann vissi varla hvar hann var staddur.Gonzalo Higuaín átti að skora eftir ríflega 20 mínútna leik og koma Argentínu yfir. ToniKroos ætlaði að skalla boltann til baka á Neuer í markinu en Higuaín komst í milli þar sem sendingin var svo slök. Argentínumaðurinn hefði getað farið alla leið að marki og reynt sig gegn Neuer, en þess í stað ákvað hann að láta vaða af 20 metra færi. Skotið fór framhjá, ævintýrlega illa farið með gott færi. Leikurinn var opnari en menn bjuggust við. Argentínumenn beittu hættulegum skyndisóknum þar sem Messi var látinn bera boltann upp, en hann sótti stíft á BenediktHöwedes í vinstri bakverðinum hjá Þýskalandi.Götze skorar sigurmarkið.vísir/gettyÞjóðverjar áttu að komast yfir undir lok fyrri hálfleiks, en þá stangaði Höwedes boltann í stöngina af markteig eftir hornspyrnu. Vel uppsett kerfi hjá Þjóðverjum og Höwedes alveg dauðafrír en hann hitti ekki markið. Staðan var markalaus í hálfleik, en eftir tvær mínútur í þeim síðari fékk Messi dauðafæri til að koma Argentínu yfir. Hann var með boltann vinstra meginn í vítateig Þjóðverja, í frábæru skotfæri, en skaut framhjá. Umdeilt atvik kom upp á 56. mínútu þegar þýski markvörðurinn Manuel Neuer hlóp út að enda vítateigsins vinstra megin og kýldi langa sendingu Javiers Mascherano út af áður en Higuaín komst í boltann. Neuer skall harkalega á Higuaín sem lá eftir, en Argentínumaðurinn var dæmdur brotlegur. Vildu margir fá vítaspyrnu dæmda á markvörðinn, en NicolaRizzoli, ítalskur dómari leiksins, var ekki á sama máli. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og þurfti því að grípa til framlengingar. Eftir aðeins eina mínútu í henni fékk André Schürrle dauðafæri en SergioRomero varði skot hans. Sex mínútum síðar komst varamaðurinn RodrigoPalacio í algjört dauðafæri fyrir Argentínumenn. Höwedes missti boltann inn fyrir sig, algjörlega búinn á því af þreytu, og Palacio slapp einn á móti Neuer. Hann lyfti boltanum yfir markvörðinn en hitti ekki markið.Mario Götze fagnar sigurmarkinu.vísir/gettyÞað tók rúmar 112 mínútur að fá fyrsta markið í leikinn, en það skoruðu Þjóðverjar. Varamaðurinn André Schürrle komst upp vinstri kantinn og gaf fyrir markið á MarioGötze sem tók meistaralega við boltanum og skoraði með frábæru skoti, 1-0. Þetta reyndist sigurmarkið í leiknum. Þessi 22 ára gamli piltur frá Memmingen varð að þjóðhetju í Þýskalandi á svipstundu. Hann mun líklega ekki skora mikilvægara mark á ferlinum. Þetta er fjórði heimsmeistaratitill Þjóðverja, en liðið varð um leið það fyrsta frá Evrópu sem vinnur HM á amerískri grundu. Þýskaland hefur nú unnið fjóra titla og tapað fjórum sinnum í úrslitum. Líkt og 1990 þurfti Argentína að sætta sig við tap, en liðið er nú búið að tapa tvisvar sinnum í úrslitum í röð eftir að vinna í fyrstu tveimur úrslitaleikjunum sem það tók þátt í.vísir/getty HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjá meira
Þýskaland varð í kvöld heimsmeistari í knattspyrnu í fjórða skiptið í sögunni þegar liðið vann Argentínu, 1-0, í framlengdum úrslitaleik á Maracana-vellinum í Ríó í Brasilíu. Þjóðverjar urðu fyrir áfalli fyrir leik þegar miðjumaðurinn öflugi, SamiKhedira, meiddist í upphitun og gat ekki verið með. ChristophKramer byrjaði leikinn í hans stað. Kramer entist þó ekki lengi því hann fékk þungt höfuðhögg eftir um 25 mínútna leik. Hann hélt áfram í smá stund en var síðan borinn af velli á 32. mínútu, en augljóst var að hann vissi varla hvar hann var staddur.Gonzalo Higuaín átti að skora eftir ríflega 20 mínútna leik og koma Argentínu yfir. ToniKroos ætlaði að skalla boltann til baka á Neuer í markinu en Higuaín komst í milli þar sem sendingin var svo slök. Argentínumaðurinn hefði getað farið alla leið að marki og reynt sig gegn Neuer, en þess í stað ákvað hann að láta vaða af 20 metra færi. Skotið fór framhjá, ævintýrlega illa farið með gott færi. Leikurinn var opnari en menn bjuggust við. Argentínumenn beittu hættulegum skyndisóknum þar sem Messi var látinn bera boltann upp, en hann sótti stíft á BenediktHöwedes í vinstri bakverðinum hjá Þýskalandi.Götze skorar sigurmarkið.vísir/gettyÞjóðverjar áttu að komast yfir undir lok fyrri hálfleiks, en þá stangaði Höwedes boltann í stöngina af markteig eftir hornspyrnu. Vel uppsett kerfi hjá Þjóðverjum og Höwedes alveg dauðafrír en hann hitti ekki markið. Staðan var markalaus í hálfleik, en eftir tvær mínútur í þeim síðari fékk Messi dauðafæri til að koma Argentínu yfir. Hann var með boltann vinstra meginn í vítateig Þjóðverja, í frábæru skotfæri, en skaut framhjá. Umdeilt atvik kom upp á 56. mínútu þegar þýski markvörðurinn Manuel Neuer hlóp út að enda vítateigsins vinstra megin og kýldi langa sendingu Javiers Mascherano út af áður en Higuaín komst í boltann. Neuer skall harkalega á Higuaín sem lá eftir, en Argentínumaðurinn var dæmdur brotlegur. Vildu margir fá vítaspyrnu dæmda á markvörðinn, en NicolaRizzoli, ítalskur dómari leiksins, var ekki á sama máli. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og þurfti því að grípa til framlengingar. Eftir aðeins eina mínútu í henni fékk André Schürrle dauðafæri en SergioRomero varði skot hans. Sex mínútum síðar komst varamaðurinn RodrigoPalacio í algjört dauðafæri fyrir Argentínumenn. Höwedes missti boltann inn fyrir sig, algjörlega búinn á því af þreytu, og Palacio slapp einn á móti Neuer. Hann lyfti boltanum yfir markvörðinn en hitti ekki markið.Mario Götze fagnar sigurmarkinu.vísir/gettyÞað tók rúmar 112 mínútur að fá fyrsta markið í leikinn, en það skoruðu Þjóðverjar. Varamaðurinn André Schürrle komst upp vinstri kantinn og gaf fyrir markið á MarioGötze sem tók meistaralega við boltanum og skoraði með frábæru skoti, 1-0. Þetta reyndist sigurmarkið í leiknum. Þessi 22 ára gamli piltur frá Memmingen varð að þjóðhetju í Þýskalandi á svipstundu. Hann mun líklega ekki skora mikilvægara mark á ferlinum. Þetta er fjórði heimsmeistaratitill Þjóðverja, en liðið varð um leið það fyrsta frá Evrópu sem vinnur HM á amerískri grundu. Þýskaland hefur nú unnið fjóra titla og tapað fjórum sinnum í úrslitum. Líkt og 1990 þurfti Argentína að sætta sig við tap, en liðið er nú búið að tapa tvisvar sinnum í úrslitum í röð eftir að vinna í fyrstu tveimur úrslitaleikjunum sem það tók þátt í.vísir/getty
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjá meira