Þýskaland heimsmeistari í fjórða sinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júlí 2014 00:01 Þjóðverjar lyfta heimsmeistarabikarnum. vísir/getty Þýskaland varð í kvöld heimsmeistari í knattspyrnu í fjórða skiptið í sögunni þegar liðið vann Argentínu, 1-0, í framlengdum úrslitaleik á Maracana-vellinum í Ríó í Brasilíu. Þjóðverjar urðu fyrir áfalli fyrir leik þegar miðjumaðurinn öflugi, SamiKhedira, meiddist í upphitun og gat ekki verið með. ChristophKramer byrjaði leikinn í hans stað. Kramer entist þó ekki lengi því hann fékk þungt höfuðhögg eftir um 25 mínútna leik. Hann hélt áfram í smá stund en var síðan borinn af velli á 32. mínútu, en augljóst var að hann vissi varla hvar hann var staddur.Gonzalo Higuaín átti að skora eftir ríflega 20 mínútna leik og koma Argentínu yfir. ToniKroos ætlaði að skalla boltann til baka á Neuer í markinu en Higuaín komst í milli þar sem sendingin var svo slök. Argentínumaðurinn hefði getað farið alla leið að marki og reynt sig gegn Neuer, en þess í stað ákvað hann að láta vaða af 20 metra færi. Skotið fór framhjá, ævintýrlega illa farið með gott færi. Leikurinn var opnari en menn bjuggust við. Argentínumenn beittu hættulegum skyndisóknum þar sem Messi var látinn bera boltann upp, en hann sótti stíft á BenediktHöwedes í vinstri bakverðinum hjá Þýskalandi.Götze skorar sigurmarkið.vísir/gettyÞjóðverjar áttu að komast yfir undir lok fyrri hálfleiks, en þá stangaði Höwedes boltann í stöngina af markteig eftir hornspyrnu. Vel uppsett kerfi hjá Þjóðverjum og Höwedes alveg dauðafrír en hann hitti ekki markið. Staðan var markalaus í hálfleik, en eftir tvær mínútur í þeim síðari fékk Messi dauðafæri til að koma Argentínu yfir. Hann var með boltann vinstra meginn í vítateig Þjóðverja, í frábæru skotfæri, en skaut framhjá. Umdeilt atvik kom upp á 56. mínútu þegar þýski markvörðurinn Manuel Neuer hlóp út að enda vítateigsins vinstra megin og kýldi langa sendingu Javiers Mascherano út af áður en Higuaín komst í boltann. Neuer skall harkalega á Higuaín sem lá eftir, en Argentínumaðurinn var dæmdur brotlegur. Vildu margir fá vítaspyrnu dæmda á markvörðinn, en NicolaRizzoli, ítalskur dómari leiksins, var ekki á sama máli. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og þurfti því að grípa til framlengingar. Eftir aðeins eina mínútu í henni fékk André Schürrle dauðafæri en SergioRomero varði skot hans. Sex mínútum síðar komst varamaðurinn RodrigoPalacio í algjört dauðafæri fyrir Argentínumenn. Höwedes missti boltann inn fyrir sig, algjörlega búinn á því af þreytu, og Palacio slapp einn á móti Neuer. Hann lyfti boltanum yfir markvörðinn en hitti ekki markið.Mario Götze fagnar sigurmarkinu.vísir/gettyÞað tók rúmar 112 mínútur að fá fyrsta markið í leikinn, en það skoruðu Þjóðverjar. Varamaðurinn André Schürrle komst upp vinstri kantinn og gaf fyrir markið á MarioGötze sem tók meistaralega við boltanum og skoraði með frábæru skoti, 1-0. Þetta reyndist sigurmarkið í leiknum. Þessi 22 ára gamli piltur frá Memmingen varð að þjóðhetju í Þýskalandi á svipstundu. Hann mun líklega ekki skora mikilvægara mark á ferlinum. Þetta er fjórði heimsmeistaratitill Þjóðverja, en liðið varð um leið það fyrsta frá Evrópu sem vinnur HM á amerískri grundu. Þýskaland hefur nú unnið fjóra titla og tapað fjórum sinnum í úrslitum. Líkt og 1990 þurfti Argentína að sætta sig við tap, en liðið er nú búið að tapa tvisvar sinnum í úrslitum í röð eftir að vinna í fyrstu tveimur úrslitaleikjunum sem það tók þátt í.vísir/getty HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sjá meira
Þýskaland varð í kvöld heimsmeistari í knattspyrnu í fjórða skiptið í sögunni þegar liðið vann Argentínu, 1-0, í framlengdum úrslitaleik á Maracana-vellinum í Ríó í Brasilíu. Þjóðverjar urðu fyrir áfalli fyrir leik þegar miðjumaðurinn öflugi, SamiKhedira, meiddist í upphitun og gat ekki verið með. ChristophKramer byrjaði leikinn í hans stað. Kramer entist þó ekki lengi því hann fékk þungt höfuðhögg eftir um 25 mínútna leik. Hann hélt áfram í smá stund en var síðan borinn af velli á 32. mínútu, en augljóst var að hann vissi varla hvar hann var staddur.Gonzalo Higuaín átti að skora eftir ríflega 20 mínútna leik og koma Argentínu yfir. ToniKroos ætlaði að skalla boltann til baka á Neuer í markinu en Higuaín komst í milli þar sem sendingin var svo slök. Argentínumaðurinn hefði getað farið alla leið að marki og reynt sig gegn Neuer, en þess í stað ákvað hann að láta vaða af 20 metra færi. Skotið fór framhjá, ævintýrlega illa farið með gott færi. Leikurinn var opnari en menn bjuggust við. Argentínumenn beittu hættulegum skyndisóknum þar sem Messi var látinn bera boltann upp, en hann sótti stíft á BenediktHöwedes í vinstri bakverðinum hjá Þýskalandi.Götze skorar sigurmarkið.vísir/gettyÞjóðverjar áttu að komast yfir undir lok fyrri hálfleiks, en þá stangaði Höwedes boltann í stöngina af markteig eftir hornspyrnu. Vel uppsett kerfi hjá Þjóðverjum og Höwedes alveg dauðafrír en hann hitti ekki markið. Staðan var markalaus í hálfleik, en eftir tvær mínútur í þeim síðari fékk Messi dauðafæri til að koma Argentínu yfir. Hann var með boltann vinstra meginn í vítateig Þjóðverja, í frábæru skotfæri, en skaut framhjá. Umdeilt atvik kom upp á 56. mínútu þegar þýski markvörðurinn Manuel Neuer hlóp út að enda vítateigsins vinstra megin og kýldi langa sendingu Javiers Mascherano út af áður en Higuaín komst í boltann. Neuer skall harkalega á Higuaín sem lá eftir, en Argentínumaðurinn var dæmdur brotlegur. Vildu margir fá vítaspyrnu dæmda á markvörðinn, en NicolaRizzoli, ítalskur dómari leiksins, var ekki á sama máli. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og þurfti því að grípa til framlengingar. Eftir aðeins eina mínútu í henni fékk André Schürrle dauðafæri en SergioRomero varði skot hans. Sex mínútum síðar komst varamaðurinn RodrigoPalacio í algjört dauðafæri fyrir Argentínumenn. Höwedes missti boltann inn fyrir sig, algjörlega búinn á því af þreytu, og Palacio slapp einn á móti Neuer. Hann lyfti boltanum yfir markvörðinn en hitti ekki markið.Mario Götze fagnar sigurmarkinu.vísir/gettyÞað tók rúmar 112 mínútur að fá fyrsta markið í leikinn, en það skoruðu Þjóðverjar. Varamaðurinn André Schürrle komst upp vinstri kantinn og gaf fyrir markið á MarioGötze sem tók meistaralega við boltanum og skoraði með frábæru skoti, 1-0. Þetta reyndist sigurmarkið í leiknum. Þessi 22 ára gamli piltur frá Memmingen varð að þjóðhetju í Þýskalandi á svipstundu. Hann mun líklega ekki skora mikilvægara mark á ferlinum. Þetta er fjórði heimsmeistaratitill Þjóðverja, en liðið varð um leið það fyrsta frá Evrópu sem vinnur HM á amerískri grundu. Þýskaland hefur nú unnið fjóra titla og tapað fjórum sinnum í úrslitum. Líkt og 1990 þurfti Argentína að sætta sig við tap, en liðið er nú búið að tapa tvisvar sinnum í úrslitum í röð eftir að vinna í fyrstu tveimur úrslitaleikjunum sem það tók þátt í.vísir/getty
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sjá meira