Stefán Eiríksson tvíræður á Twitter Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2014 15:06 Stefán deildi laginu á Twitter-síðu sinni á laugardag. Tilviljun? VÍSIR/STEFÁN „Þetta hefur lengi verið uppáhaldslagið mitt með Bítlunum og ekki skemmir fyrir að í texta lagsins er minnst á mann sem er að hætta í löggunni,“ segir Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri, um lag Bítlanna „She Came In Through the Bathroom Window“ sem hann deildi á Twitter-síðu sinni á laugardag. Uppsögn Stefáns hjá lögreglunni hefur mikið verið til umfjöllunar að undanförnu og þá sérstaklega í tengslum við meinta ástæðu hennar. DV hélt því fram í dag að hana megi rekja til afskipta innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, af rannsókn lögreglunnar á ráðuneyti hennar í Lekamálinu svokallaða.Því hafa ýmsar spurningar vaknað um af hverju Stefán hafi deilt þessu tiltekna lagi með fylgjendum sínum á Twitter af þeim rúmlega tvö hundruð sem Bítlarnir gáfu út á meðan þeir voru starfandi - og þá sérstaklega í ljósi texta þess.Hér má sjá texta lagsins í heild sinni.Fyrsta erindi lagsins er til að mynda á þessa leið:She came in through the bathroom windowProtected by a silver spoonBut now she sucks her thumb and wandersBy the banks of her own lagoonog síðar í laginu syngur Paul McCartney:And so I quit the police departmentAnd got myself a steady jobAnd though she tried her best to help meShe could steal but she could not rob Ekki um algjöra tilviljun að ræða Stefán segir í samtali við Vísi að varlega skuli fara í það að túlka færslu hans á Twitter meira en þurfa þykir. Honum þyki lagið einfaldlega skemmtilegt. Hann skellti upp úr þegar blaðamaður spurði hann hvort stelpan með silfurskeiðina í texta lagsins væri vísun til sjálfstæðiskonunnar Hönnu Birnu. „Nei, það held ég nú ekki,“ segir Stefán en bætti við að þó væri ekki algjör tilviljun að hann hafi deilt laginu á þessum tímapunkti. „Það er maður sem hættir í lögreglunni í laginu, rétt eins og ég.“ Hér að neðan má hlýða á lag Bítlanna og sjá færslu Stefáns Eiríkssonar.Hér kemur eitt af mínum uppáhaldslögum með Bítlunum. https://t.co/wHbBgHKXpp— Stefán Eiríksson (@logreglustjori) July 26, 2014 Tengdar fréttir Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
„Þetta hefur lengi verið uppáhaldslagið mitt með Bítlunum og ekki skemmir fyrir að í texta lagsins er minnst á mann sem er að hætta í löggunni,“ segir Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri, um lag Bítlanna „She Came In Through the Bathroom Window“ sem hann deildi á Twitter-síðu sinni á laugardag. Uppsögn Stefáns hjá lögreglunni hefur mikið verið til umfjöllunar að undanförnu og þá sérstaklega í tengslum við meinta ástæðu hennar. DV hélt því fram í dag að hana megi rekja til afskipta innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, af rannsókn lögreglunnar á ráðuneyti hennar í Lekamálinu svokallaða.Því hafa ýmsar spurningar vaknað um af hverju Stefán hafi deilt þessu tiltekna lagi með fylgjendum sínum á Twitter af þeim rúmlega tvö hundruð sem Bítlarnir gáfu út á meðan þeir voru starfandi - og þá sérstaklega í ljósi texta þess.Hér má sjá texta lagsins í heild sinni.Fyrsta erindi lagsins er til að mynda á þessa leið:She came in through the bathroom windowProtected by a silver spoonBut now she sucks her thumb and wandersBy the banks of her own lagoonog síðar í laginu syngur Paul McCartney:And so I quit the police departmentAnd got myself a steady jobAnd though she tried her best to help meShe could steal but she could not rob Ekki um algjöra tilviljun að ræða Stefán segir í samtali við Vísi að varlega skuli fara í það að túlka færslu hans á Twitter meira en þurfa þykir. Honum þyki lagið einfaldlega skemmtilegt. Hann skellti upp úr þegar blaðamaður spurði hann hvort stelpan með silfurskeiðina í texta lagsins væri vísun til sjálfstæðiskonunnar Hönnu Birnu. „Nei, það held ég nú ekki,“ segir Stefán en bætti við að þó væri ekki algjör tilviljun að hann hafi deilt laginu á þessum tímapunkti. „Það er maður sem hættir í lögreglunni í laginu, rétt eins og ég.“ Hér að neðan má hlýða á lag Bítlanna og sjá færslu Stefáns Eiríkssonar.Hér kemur eitt af mínum uppáhaldslögum með Bítlunum. https://t.co/wHbBgHKXpp— Stefán Eiríksson (@logreglustjori) July 26, 2014
Tengdar fréttir Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16