Enski boltinn

Gylfi: Hef tekið framförum undanfarin tvö ár

Kristinn Páll Teitsson skrifar
„Það er gott að ná að skora tvö mörk strax í fyrsta leik en þetta snýst aðallega um að koma sér í stand fyrir tímabilið,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea City í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Ég velti mér lítið upp úr þessu fyrst, ég var leikmaður Tottenham og var bara að einbeita mér að undirbúningstímabilinu en staðan breyttist skyndilega. Ég hlakka mjög mikið til þess að byrja hjá Swansea, ég vildi spila meira á miðjunni og ég fæ vonandi að gera það hér,“ sagði Gylfi sem hefur tekið framförum á síðustu tveimur tímabilum.

„Ég hef bætt mig sem leikmaður á undanförnum tveimur árum. Ég öðlaðist mikla reynslu af því að spila með jafn stórum klúbb og Tottenham og leikjum í Evrópu á síðustu tveimur tímabilum. Síðast þegar ég var hér var ég nýr í deildinni en nú hef ég leikið hér í smá tíma og ég get vonandi sýnt öllum að mér hefur farið fram á síðustu tímabilum,“ sagði Gylfi en viðtalið má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×