Gylfi Þór: Erfitt að kveðja Tottenham Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2014 20:56 Gylfi Þór Sigurðsson hefur yfirgefið Tottenham eftir tvö tímabil í Lundúnum. vísir/getty „Þetta er bara fínt. Það er samt svolítið skrítið að vera nýr leikmaður á stað þar sem maður þekkir allt á alla," segir Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, í samtali við Vísi. Gylfi Þór gekk í kvöld í raðir Swansea á nýjan leik frá Tottenham, en hann skrifaði undir fjögurra ára samning við velska félagið eftir að standast læknisskoðun fyrr í dag. Gylfi var í herbúðum Swansea seinni hluta tímabilsins 2011/2012 og skoraði þá sjö mörk í 18 deildarleikjum, en frammistaða hans þá varð til þess að Tottenham keypti Hafnfirðinginn. Landsliðsmaðurinn var pollrólegur upp á hótelherbergi og nýbúinn að snæða þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum hljóðið í kvöld. „Það er svolítið síðan að þetta kom fyrst upp,“ segir Gylfi aðspurður um aðdragandann að vistaskiptunum. „Þetta byrjaði með áhuga frá Swansea sem varð svo alltaf meiri. Þetta hefur aðeins dregist á langinn undanfarna dagana því ég þurfti að ferðast frá Seattle.“Gylfi fagnar marki fyrir Swansea gegn WBA 2012.vísir/gettyGylfi þekkir augljóslega vel til hjá Swansea eftir að hafa dvalið í herbúðum liðsins í hálft ár. Það hefur misst tvo framliggjandi menn í sumar og borgar nú næstdýrustu upphæð í sögu félagsins fyrir Gylfa. Honum er ætlað stórt hlutverk á næstu leiktíð. „Það var einn af þeim hlutum sem spilaði inn í auk þess hvað ég var ánægður hérna síðast og hversu gel gekk. Ég þekki þjálfarann GaryMonk líka vel og þeir sýndu bara mikinn áhuga á að fá mig,“ segir Gylfi, en liðið hefur haldið áfram stefnu sinni að spila fallegan fótbolta og það líkar okkar manni. „Michael Laudrup hélt því áfram og liðið hefur gert það einnig undir stjórn Gary Monk. Það breytist ekkert. Þetta er lið sem vill spila boltanum og vera mikið í stuttum sendingum. Það er bara vonandi að það gangi vel áfram.“Gylfi Þór skoraði mark ársins hjá Spurs á síðustu leiktíð gegn Hull í deildabikarnum.vísir/gettyGylfi var tvö tímabil hjá Tottenham og upplifði góða tíma sem slæma. Hann þurfti að sætta sig við mikla bekkjarsetu á síðustu leiktíð, en hann hefur þó vitaskuld margt gott um Lundúnaliðið að segja. „Þessi tími er búinn að vera fínn. Manni finnst þetta hafa verið lengi að líða þó um séu að ræða aðeins tvö tímabil. Það var frábær upplifun til dæmis að spila í Lundúnaslag á móti Arsenal og Chelsea og að skora á móti Chelsea á heimavelli var frábært. Svo var gaman að spila í Evrópudeildinni og slá þar út lið eins og Inter. Ég átti margar góðar stundir hjá Tottenham og auðvitað er alltaf leiðinlegt að kveðja félag sem maður hefur notið þess að vera hjá. En ég tek þessa ákvörðun af fótboltalegum ástæðum,“ segir Gylfi. „Það yrði leiðinlegt að horfa til baka eftir fótboltaferilinn og hafa eytt of miklum tíma á bekknum. Það er eflaust það versta sem knattspyrnumaður gerir að hætta þannig vonandi fæ ég bara sem flestar mínútur og flesta leiki hjá Swansea.“Gylfi Þór í leik með Tottenham gegn Stoke.vísir/gettyTottenham keypti sæg af miðjumönnum síðustu tvö sumur sem skapaði mikla samkeppni fyrir Gylfa. Ekki hjálpaði til að hann var oft látinn spila úti á vinstri kantinum sem hann viðurkennir fúslega að honum líkar einfaldlega ekki. „Maður vissi auðvitað að samkeppnin yrði mikil, sérstaklega á miðjunni þar sem það gátu 4-5 leikmenn spilað mína stöðu fremst á miðjunni. En að spila á vinstri kantinum pirraði mig meira,“ segir Gylfi. „Eins og flestir vita líður mér best inn á miðjunni. Ég er ekkert þessi fljóta týpa á kantinum sem sprettar framhjá bakverði og negli fyrirgjöf inn á teiginn eins og Gareth Bale eða Andros Townsend. Ég er allt öðruvísi leikmaður. Vonandi fæ ég bara að spila sem númer tíu hjá Swansea eða sem númer átta inn á miðri miðjunni.“Í baráttunni við Rio Ferdinand með Swansea 2012.vísir/gettyTottenham er í æfingaferð í Bandaríkjunum og var Gylfi í Seattle þegar hann þurfti að fljúga til Swansea og ganga frá sínum málum. Hann náði að kveðja flesta leikmenn liðsins. „Þeir voru að fljúga til Toronto þegar ég var að fara þannig ég rétt náði að kveðja þá. Það var samt hefð fyrir því að mínir bestu félagar voru alltaf seldir; strákar eins og GarethBale, Jermaine Defoe og Tom Huddlestone. En við ungu strákarnir í liðinu höfum haldið hópinn og það var leiðinlegt að kveðja þá allt í einu,“ segir Gylfi sem er ekki eini maðurinn sem Swansea hefur keypt í sumar. „Það hafa verið keyptir góðir menn undanfarin ár og það var algjör snilld að fá BafétimbiGomis. Hann er sterkur leikmaður og svo yrði snilld að halda WilfriedBony. Swansea er búið að styrkja sig vel í þessum glugga og vonandi heldur það áfram,“ segir hann. Gylfi þekkir hvern krók og kima í Swansea eftir hálfs árs dvöl þar fyrir tveimur árum, en var eitthvað sérstakt sem hann gerði í kvöld; eitthvað sem hann saknaði? „Ekkert af viti ennþá. Ég fór bara á gamla ítalska veitingastaðinn sem ég fór oft á og fékk mér kjúklingapasta til að taka með upp á hótel,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór orðinn leikmaður Swansea Skrifaði undir fjöggurra ára samning við velska félagið. 23. júlí 2014 18:50 Gylfi Þór dýrasti íslenski knattspyrnumaður sögunnar Íslenski landsliðsmaðurinn verið seldur fyrir samtals fimm milljarða króna. 22. júlí 2014 22:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
„Þetta er bara fínt. Það er samt svolítið skrítið að vera nýr leikmaður á stað þar sem maður þekkir allt á alla," segir Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, í samtali við Vísi. Gylfi Þór gekk í kvöld í raðir Swansea á nýjan leik frá Tottenham, en hann skrifaði undir fjögurra ára samning við velska félagið eftir að standast læknisskoðun fyrr í dag. Gylfi var í herbúðum Swansea seinni hluta tímabilsins 2011/2012 og skoraði þá sjö mörk í 18 deildarleikjum, en frammistaða hans þá varð til þess að Tottenham keypti Hafnfirðinginn. Landsliðsmaðurinn var pollrólegur upp á hótelherbergi og nýbúinn að snæða þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum hljóðið í kvöld. „Það er svolítið síðan að þetta kom fyrst upp,“ segir Gylfi aðspurður um aðdragandann að vistaskiptunum. „Þetta byrjaði með áhuga frá Swansea sem varð svo alltaf meiri. Þetta hefur aðeins dregist á langinn undanfarna dagana því ég þurfti að ferðast frá Seattle.“Gylfi fagnar marki fyrir Swansea gegn WBA 2012.vísir/gettyGylfi þekkir augljóslega vel til hjá Swansea eftir að hafa dvalið í herbúðum liðsins í hálft ár. Það hefur misst tvo framliggjandi menn í sumar og borgar nú næstdýrustu upphæð í sögu félagsins fyrir Gylfa. Honum er ætlað stórt hlutverk á næstu leiktíð. „Það var einn af þeim hlutum sem spilaði inn í auk þess hvað ég var ánægður hérna síðast og hversu gel gekk. Ég þekki þjálfarann GaryMonk líka vel og þeir sýndu bara mikinn áhuga á að fá mig,“ segir Gylfi, en liðið hefur haldið áfram stefnu sinni að spila fallegan fótbolta og það líkar okkar manni. „Michael Laudrup hélt því áfram og liðið hefur gert það einnig undir stjórn Gary Monk. Það breytist ekkert. Þetta er lið sem vill spila boltanum og vera mikið í stuttum sendingum. Það er bara vonandi að það gangi vel áfram.“Gylfi Þór skoraði mark ársins hjá Spurs á síðustu leiktíð gegn Hull í deildabikarnum.vísir/gettyGylfi var tvö tímabil hjá Tottenham og upplifði góða tíma sem slæma. Hann þurfti að sætta sig við mikla bekkjarsetu á síðustu leiktíð, en hann hefur þó vitaskuld margt gott um Lundúnaliðið að segja. „Þessi tími er búinn að vera fínn. Manni finnst þetta hafa verið lengi að líða þó um séu að ræða aðeins tvö tímabil. Það var frábær upplifun til dæmis að spila í Lundúnaslag á móti Arsenal og Chelsea og að skora á móti Chelsea á heimavelli var frábært. Svo var gaman að spila í Evrópudeildinni og slá þar út lið eins og Inter. Ég átti margar góðar stundir hjá Tottenham og auðvitað er alltaf leiðinlegt að kveðja félag sem maður hefur notið þess að vera hjá. En ég tek þessa ákvörðun af fótboltalegum ástæðum,“ segir Gylfi. „Það yrði leiðinlegt að horfa til baka eftir fótboltaferilinn og hafa eytt of miklum tíma á bekknum. Það er eflaust það versta sem knattspyrnumaður gerir að hætta þannig vonandi fæ ég bara sem flestar mínútur og flesta leiki hjá Swansea.“Gylfi Þór í leik með Tottenham gegn Stoke.vísir/gettyTottenham keypti sæg af miðjumönnum síðustu tvö sumur sem skapaði mikla samkeppni fyrir Gylfa. Ekki hjálpaði til að hann var oft látinn spila úti á vinstri kantinum sem hann viðurkennir fúslega að honum líkar einfaldlega ekki. „Maður vissi auðvitað að samkeppnin yrði mikil, sérstaklega á miðjunni þar sem það gátu 4-5 leikmenn spilað mína stöðu fremst á miðjunni. En að spila á vinstri kantinum pirraði mig meira,“ segir Gylfi. „Eins og flestir vita líður mér best inn á miðjunni. Ég er ekkert þessi fljóta týpa á kantinum sem sprettar framhjá bakverði og negli fyrirgjöf inn á teiginn eins og Gareth Bale eða Andros Townsend. Ég er allt öðruvísi leikmaður. Vonandi fæ ég bara að spila sem númer tíu hjá Swansea eða sem númer átta inn á miðri miðjunni.“Í baráttunni við Rio Ferdinand með Swansea 2012.vísir/gettyTottenham er í æfingaferð í Bandaríkjunum og var Gylfi í Seattle þegar hann þurfti að fljúga til Swansea og ganga frá sínum málum. Hann náði að kveðja flesta leikmenn liðsins. „Þeir voru að fljúga til Toronto þegar ég var að fara þannig ég rétt náði að kveðja þá. Það var samt hefð fyrir því að mínir bestu félagar voru alltaf seldir; strákar eins og GarethBale, Jermaine Defoe og Tom Huddlestone. En við ungu strákarnir í liðinu höfum haldið hópinn og það var leiðinlegt að kveðja þá allt í einu,“ segir Gylfi sem er ekki eini maðurinn sem Swansea hefur keypt í sumar. „Það hafa verið keyptir góðir menn undanfarin ár og það var algjör snilld að fá BafétimbiGomis. Hann er sterkur leikmaður og svo yrði snilld að halda WilfriedBony. Swansea er búið að styrkja sig vel í þessum glugga og vonandi heldur það áfram,“ segir hann. Gylfi þekkir hvern krók og kima í Swansea eftir hálfs árs dvöl þar fyrir tveimur árum, en var eitthvað sérstakt sem hann gerði í kvöld; eitthvað sem hann saknaði? „Ekkert af viti ennþá. Ég fór bara á gamla ítalska veitingastaðinn sem ég fór oft á og fékk mér kjúklingapasta til að taka með upp á hótel,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór orðinn leikmaður Swansea Skrifaði undir fjöggurra ára samning við velska félagið. 23. júlí 2014 18:50 Gylfi Þór dýrasti íslenski knattspyrnumaður sögunnar Íslenski landsliðsmaðurinn verið seldur fyrir samtals fimm milljarða króna. 22. júlí 2014 22:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Gylfi Þór orðinn leikmaður Swansea Skrifaði undir fjöggurra ára samning við velska félagið. 23. júlí 2014 18:50
Gylfi Þór dýrasti íslenski knattspyrnumaður sögunnar Íslenski landsliðsmaðurinn verið seldur fyrir samtals fimm milljarða króna. 22. júlí 2014 22:15