Enski boltinn

Gylfi Þór orðinn leikmaður Swansea

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór með búning Swansea á Liberty-vellinum í dag.
Gylfi Þór með búning Swansea á Liberty-vellinum í dag. mynd/swanseacityfc.co.uk
Gylfi Þór Sigurðsson er genginn í raðir úrvalsdeildarliðsins Swansea, en hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu í dag og skrifaði undir fjögurra ára samning.

Gylfi kemur til Swansea frá Tottenham og fara bakvörðurinn BenDavies og markvörðurinn Michel Vorm til Spurs á móti. Verðmæti Gylfa er talið tíu milljónir punda eða jafnvirði tveggja milljarða íslenskra króna.

Gylfi var í láni hjá Swansea seinni hluta leiktíðarinnar 2011/2012 og skoraði þá sjö mörk í nítján deildar- og bikarleikjum. Frammistaða hans þar varð til þess að Tottenham keypti Hafnfirðinginn.

Swansea hafnaði í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, en það kom upp í deildina fyrir þreur árum. Gylfi er fimmti leikmaðurinn sem liðið fær til sín í sumar og er sá næstdýrasti í sögu félagsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×