Enski boltinn

Gylfi stóðst læknisskoðun hjá Swansea

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór í búningi Swansea í apríl 2012.
Gylfi Þór í búningi Swansea í apríl 2012. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skrifar undir samning við úrvalsdeildarliðið Swansea í dag eða á morgun, en hann stóðs læknisskoðun hjá velska félaginu í morgun.

Ólafur Már Sigurðsson, bróðir Gylfa, greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni, en Gylfi kemur til Swansea frá Tottenham þar sem hann hefur spilað undanfarin tvö ár.

Gylfi var á mála hjá Swansea seinni hluta ársins 2012 á láni frá Hoffenheim, en vegna frammistöðu hans þar keypti Tottenham hann fyrir átta milljónir punda.

Swansea borgar tíu milljónir punda fyrir Gylfa, en eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi er hann dýrasti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×