Skítur og skeini við Laufskálavörðu Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júlí 2014 22:09 VÍSIR/VILHELM/KRISTÍN „Ég var með hóp af túristum við Laufskálavörðu í dag þegar ég gekk fram á fullt af pappír. Ég ætlaði mér að tína hann upp – eins og maður gerir til að hafa snyrtilegt í kringum sig – en ég var fljót að láta það vera þegar ég sá að þetta var bara skítur og kúkur á víð og dreif um náttúruna,“ segir Kristín Ólöf Steinþórsdóttir leiðsögumaður í samtali við Vísi. Alþekkt er að fólk gangi örna sinna í guðsgrænni náttúrunni en Kristín segir að í kjölfar hinnar miklu fjölgunar ferðamanna sem hefur átt sér stað á síðustu árum hafi óþrifnaður aukist svo um munar. Sumstaðar sé vandamálið allt að því orðið stjórnlaust. „Ég vann lengi sem landvörður í Öskju og þar vorum við samstarfsfélagar mínir allt sumarið að týna salernispappír. Svo hefur alltaf verið mikið af klósettpappír á hálendinu, en þar er auðvitað töluvert lengra á salernið. Maður spyr sig: Þarf virkilega að setja upp klósett alls staðar?“ segir Kristín kímin. Hér má sjá hluta óþrifnaðarins við LaufskálavörðuMYND/Kristín ÓLÖFHún telur vandann vera margþættari en svo að hann megi leysa með kömrum einum saman. Til að mynda þurfi að koma erlendum ferðamönnum í skilning um að grotnun lífrænna efna í íslenskri náttúru er hægari en gengur og gerist erlendis og er því pappír og annar úrgangur lengur að hverfa en margir útlendingar ættu að venjast. Einnig mættu aðilar ferðaþjónustunnar vera duglegri við að brýna fyrir viðskiptavinum sínum hvar greiða þurfi fyrir aðgang að salerni og hvar ekki. Kristín tekur máli sínu til stuðnings dæmi af vegasjoppu í Skaftafelli sem hafi opið fram yfir miðnætti og taki á móti öllum þeim sem vilja nýta sér salernisaðstöðuna – gjaldlaust. Þrátt fyrir það hætta margir erlendir ferðamenn sér ekki inn í verslunina og pissa þess í stað á veggi og stéttina fyrir utan. „Svo mætti ríkistjórnin auðvitað beita sér fyrir varanlegum lausnum umræðunni um gjaldtöku á ferðamannastaði,“ bætir Kristín við. Ekki er langt síðan að Ólafur H. Jónsson sló svipað tón eftir að lögbann var sett á gjaldheimtu við Kröflu og við hverina austan Námaskarðs: „Allmannarétturinn er gjörsamlega horfinn þegar fyrirtæki skipuleggja og selja ferðir inn á annarra manna land og taka hagnað af ferðunum. Hinsvegar fær landeiegandinn ekkert í sinn snúð og tekur ekkert fyrir að eiga landið. Þar situr hann eftir með sárt ennið, situr eftir með ónýtt land og kúk og piss úti um alla móa. Þetta er staðreyndin í dag.“ Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Ég var með hóp af túristum við Laufskálavörðu í dag þegar ég gekk fram á fullt af pappír. Ég ætlaði mér að tína hann upp – eins og maður gerir til að hafa snyrtilegt í kringum sig – en ég var fljót að láta það vera þegar ég sá að þetta var bara skítur og kúkur á víð og dreif um náttúruna,“ segir Kristín Ólöf Steinþórsdóttir leiðsögumaður í samtali við Vísi. Alþekkt er að fólk gangi örna sinna í guðsgrænni náttúrunni en Kristín segir að í kjölfar hinnar miklu fjölgunar ferðamanna sem hefur átt sér stað á síðustu árum hafi óþrifnaður aukist svo um munar. Sumstaðar sé vandamálið allt að því orðið stjórnlaust. „Ég vann lengi sem landvörður í Öskju og þar vorum við samstarfsfélagar mínir allt sumarið að týna salernispappír. Svo hefur alltaf verið mikið af klósettpappír á hálendinu, en þar er auðvitað töluvert lengra á salernið. Maður spyr sig: Þarf virkilega að setja upp klósett alls staðar?“ segir Kristín kímin. Hér má sjá hluta óþrifnaðarins við LaufskálavörðuMYND/Kristín ÓLÖFHún telur vandann vera margþættari en svo að hann megi leysa með kömrum einum saman. Til að mynda þurfi að koma erlendum ferðamönnum í skilning um að grotnun lífrænna efna í íslenskri náttúru er hægari en gengur og gerist erlendis og er því pappír og annar úrgangur lengur að hverfa en margir útlendingar ættu að venjast. Einnig mættu aðilar ferðaþjónustunnar vera duglegri við að brýna fyrir viðskiptavinum sínum hvar greiða þurfi fyrir aðgang að salerni og hvar ekki. Kristín tekur máli sínu til stuðnings dæmi af vegasjoppu í Skaftafelli sem hafi opið fram yfir miðnætti og taki á móti öllum þeim sem vilja nýta sér salernisaðstöðuna – gjaldlaust. Þrátt fyrir það hætta margir erlendir ferðamenn sér ekki inn í verslunina og pissa þess í stað á veggi og stéttina fyrir utan. „Svo mætti ríkistjórnin auðvitað beita sér fyrir varanlegum lausnum umræðunni um gjaldtöku á ferðamannastaði,“ bætir Kristín við. Ekki er langt síðan að Ólafur H. Jónsson sló svipað tón eftir að lögbann var sett á gjaldheimtu við Kröflu og við hverina austan Námaskarðs: „Allmannarétturinn er gjörsamlega horfinn þegar fyrirtæki skipuleggja og selja ferðir inn á annarra manna land og taka hagnað af ferðunum. Hinsvegar fær landeiegandinn ekkert í sinn snúð og tekur ekkert fyrir að eiga landið. Þar situr hann eftir með sárt ennið, situr eftir með ónýtt land og kúk og piss úti um alla móa. Þetta er staðreyndin í dag.“
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira