Enski boltinn

Aspas lánaður til Sevilla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Sóknarmaðurinn Iago Aspas hefur verið lánaður til spænska úrvalsdeildarfélagsins Sevilla til loka næstu leiktíðar.

Liverpool á Englandi keypti Aspas frá Celta Vigo fyrir tæpu ári síðan en hann kom aðeins við sögu í fimmtán leikjum með liðinu og skoraði í þeim eitt mark.

Félagið seldi nýverið annan sóknarmann, Luis Suarez, til Barcelona en er á góðri leið með að festa kaup á Loic Remy frá QPR og Divock Origi frá Lille.

Liverpool hefur þegar fengið þá Lazar Markovic, Adam Lallana og Rickie Lambert auk þess sem að Dejan Lovren hefur verið sterklega orðaður við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×