Enski boltinn

Liverpool á eftir Isco

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Samkvæmt heimildum SkySports hefur Liverpool áhuga á að fá spænska sóknartengiliðin Isco á láni frá Real Madrid.

Isco þurfti að þola mikla bekkjarsetu á síðasta tímabili hjá Carlo Ancelotti þjálfara Real Madrid og er líklegt að kaup félagsins á James Rodriguez frá Monaco og Toni Kroos fram Bayern Munchen dragi enn úr tækifærum hans.

SkySports greinir frá því að Liverpool hafi sent inn fyrirspurn um að fá Isco á láni til eins árs. Isco er þó talinn vilja vera áfram hjá Real Madrid og berjast um stöðu í liðinu en aðeins tvö ár eru síðan Isco var valinn efnilegasti leikmaður Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×