Íslenski boltinn

Albert Brynjar lánaður til Fylkis

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Albert var á sinni þriðju leiktíð með FH
Albert var á sinni þriðju leiktíð með FH vísir/stefán
Knattspyrnudeildir FH og Fylkis sendu seint í gær frá sér fréttatilkynningu þar sem kom fram að FH hafi lánað framherjan Albert Brynjar Ingason til Fylkis í Pepsí deild karla í fótbolta.

Albert Brynjar hefur lítið fengið að spreyta sig hjá FH eftir að hann kom frá Fylki. Hann mun án efa hjálpa Fylki mikið í fallbaráttunni en Fylkir hefur sárlega vantað markaskorara eftir að Viðar Örn Kjartansson fór til Noregs í vor.

Samningur Alberts við FH var ekki á skrá hjá KSÍ vegna mistaka en hann var gerður löglegur og sendur til KSÍ. Í kjölfarið náðu FH og Fylkir samkomulagi um að lána leikmanninn.

Í fréttatilkynningunni segir að bæði félögin og Albert Brynjar séu mjög ánægð með þessa niðurstöðu og vilja sjá önnur félög fara að þessu fordæmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×