Enski boltinn

United hafði betur gegn Vidic og félögum | Sjáðu vítaspyrnukeppnina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manchester United hafði betur gegn Internazionale á Champions Cup mótinu sem fer fram í Bandaríkjunum um þessa dagana.

Markalaust var að loknum venjulegum leiktíma. Ekki var farið í framlengingu, heldur beint í vítaspyrnukeppni, þar sem enska liðið hafði sigur, 5-3.

Í spilaranum hér að ofan má sjá allt það helsta úr leiknum og alla vítaspyrnukeppnina.

Ashley Young, Javier Hernandez, Tom Cleverley, Shinji Kagawa og Darren Fletcher skoruðu úr sínum spyrnum fyrir United, en Marco Andreolli skaut í slá úr fjórðu spyrnu Inter.  

Tvö stig fást fyrir sigur í vítaspyrnukeppni og United er því með fimm stig á toppi A-riðils.

Byrjunarlið Manchester United í fyrri hálfleik:

Anders Lindegaard; Chris Smalling, Phil Jones, Jonny Evans; Antonio Valencia, Darren Fletcher, Ander Herrara, Ashley Young; Juan Mata; Danny Welbeck, Wayne Rooney.

Byrjunarlið Manchester United í seinni hálfleik:

David De Gea; Michael Keane, Jonny Evans, Tyler Blackett; Ashley Young, Darren Fletcher, Tom Cleverley, Luke Shaw; Shinji Kagawa; Nani (76. Javier Hernandez), Wilfried Zaha.

Í hinum leik riðilsins mættust Real Madrid og Roma í Dallas.

Aðeins eitt mark var skorað í leiknum. Það gerði Fransesco Totti, fyrirliði Roma, á 58. mínútu.

Í lokaumferðinni á laugardaginn kemur mætast Roma og Inter annars vegar og Manchester United og Real Madrid hins vegar.


Tengdar fréttir

Champions Cup hefst í kvöld

International Champions Cup hefst í Bandaríkjunum í dag en mörg af stærstu liðum heims taka þátt í mótinu og má búast við skemmtilegum viðureignum.

Inter vann Real Madrid í vítaspyrnukeppni

Real Madrid og Inter Milan gerðu 1-1 jafntefli í seinni leik A-riðilsins á In­ternati­onal Champ­i­ons Cup og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Real bar sigur úr býtum. Í hinum leik vann Manchester United Roma, 3-2.

United vann Roma í fjörugum leik

Manchster United vann Roma á In­ternati­onal Champ­i­ons Cup í Bandaríkjunum í kvöld, en United afgreiddi leikinn í fyrri hálfleik. Lokatölur urðu 3-2, en staðan var 3-0 í hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×