Erlent

Rússar banna innflutning á matvælum frá Vesturlöndum

vísir/afp
Rússar hafa ákveðið að setja víðtækt bann á innflutning á matvælum frá Evrópusambandinu, Bandaríkjunum og nokkrum öðrum vestrænum ríkjum. Þessar ráðstafanir eru hugsaðar sem andsvar við viðskiptabanni sem vesturveldin settu á Rússa vegna ólgunar í Úkraínu og stuðnings Rússa við uppreisnarmenn þar í landi. BBC greinir frá.

Dmitry Medvedev forsætisráðherra Rússlands segir að bann verði sett á innflutning ávaxta, grænmetis, kjöts, sjávar- og mjólkurafurða. Ekki er ljóst hvort bannið muni ná til matvæla frá Íslandi. Einnig hefur úkraínskum flugfélögum verið bannað að fljúga í rússneskri lofthelgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×