Enski boltinn

Liverpool fær hægri bakvörð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manquillo við undirskriftina.
Manquillo við undirskriftina. Vísir/Getty
Liverpool hefur fengið hægri bakvörðinn Javier Manquillo á láni frá Spánarmeisturum Atletico Madrid. Lánssamningurinn er til tveggja ára, en Liverpool á möguleika á að kaupa Spánverjann eftir fyrra árið.

„Ég er mjög ánægður að hafa samið við lið eins og Liverpool,“ sagði Manquillo þegar hann skrifaði undir samninginn við Bítlaborgarliðið.

„Þetta er eitt af stærstu félögum í Evrópu. Hvaða fótboltamaður sem er myndi vilja spila hér,“ sagði Manquillo ennfremur.

Manquillo, sem er tvítugur að aldri, lék þrjá leiki með Atletico Madrid á síðasta tímabili.

Hann er sjöundi leikmaðurinn sem Brendan Rodgers fær til Liverpool í sumar.


Tengdar fréttir

Liverpool vann í Charlotte

Liverpool og AC Milan mættust í kvöld í lokaleik riðlakeppninnar á Champions Cup




Fleiri fréttir

Sjá meira


×