Bjóða upp á ís úr brjóstamjólk mæðra frá Hveragerði Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. ágúst 2014 12:52 Búbís verður á boðstólnum þann 16. ágúst. Vísir/Getty Eftir um tvær vikur mun Kjörís bjóða upp á ís gerðan úr brjóstamjólk. Ísinn, sem er kallaður Búbís, verður á boðstólnum á Ísdeginum í Hveragerði sem fer fram þann 16. ágúst. „Já, þetta er ís unnin úr brjóstamjólk. Þetta er bara venjulegur ís, nema í staðinn fyrir að mjólkin komi úr kú kemur hún úr kvenmanni," segir Guðrún Hafsteinsdóttir, forstjóri Kjöríss. Nokkrar mæður úr Hveragerði gáfu mjólk í ísinn. „Eins og fólk væntanlega veit er Kjörís í Hveragerði. Við erum í nánu sambandi - kannski fullnánu - við íbúa bæjarins," segir Guðrún hlæjandi og heldur áfram: „Þegar það spurðist út að við ætluðum að bjóða upp á ís gerðan úr brjóstamjólk buðust nokkrar frábærar, hraustar og fallegar konur sem voru að fæða upprennandi Hvergerðinga til þess að gefa mjólk í verkefnið."Fékk hugmyndina eftir símahrekk Guðrún segir að hugmyndin hafi komið upp í fyrra eftir símahrekk frá útvarpsmönnum FM957. Í útvarpsþættinum Systkinin var hringt í Guðrúnu. Hrekkinn má heyra hér að ofan. „Þá hringdi kona í mig sem sagðist vilja gefa brjóstamjólk til þess að gera ís. Ég tók alveg rosalega vel í það þá og fannst hugmyndin alveg frábær. Þegar það kom í ljós að þetta var símahrekkur sagði ég útvarpsfólkinu að það hefði ekki átt að æsa mig svona upp," segir Guðrún sem fór strax af stað í að vinna í þessari hugmynd. „Já, ég segi alltaf að ég eigi iðulega síðasta orðið í öllu. Þannig var það líka í þessum símahrekk."Fullt af öðrum tegundum Hátíðin Ísdagurinn fer fram í Hveragerði þann 16. ágúst og hefst dagskráin klukkan eitt og stendur til fjögur. Boðið verður upp á ís með mjög óvenjulegum bragðtegundum. „Við verðum með ís úr Royal karmellubúðing, úr Skittles, harðfiskís, kotasæluís og svo ís tileinkaðan löndum og heimsálfum," segir Guðrún og heldur upptalningunni áfram: „Við verðum með ís tileinkaðan Elvis Presley sem á að standa fyrir Norður-Ameríku. Við bjóðum upp á ís tileinkaðan Rússlandi, Brasilíu og Íran. Kanaríís og svona mætti lengi telja."Brjóstamjólkin gerilsneydd Guðrún bendir á að brjóstamjólkin, sem notuð er í Búbísinn er gerilsneydd. „Ég vil líka taka fram að það er öllum valfrjálst að smakka ísinn. Það er enginn tilneyddur til að smakka. Hann er vitaskuld gerilsneyddur og unninn eftir kúnstarinnar reglum," segir hún. Guðrún hlakkar til að sjá sem flesta á þessari vinsælu hátíð. „Við bjóðum alla velkomna til okkar." Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Eftir um tvær vikur mun Kjörís bjóða upp á ís gerðan úr brjóstamjólk. Ísinn, sem er kallaður Búbís, verður á boðstólnum á Ísdeginum í Hveragerði sem fer fram þann 16. ágúst. „Já, þetta er ís unnin úr brjóstamjólk. Þetta er bara venjulegur ís, nema í staðinn fyrir að mjólkin komi úr kú kemur hún úr kvenmanni," segir Guðrún Hafsteinsdóttir, forstjóri Kjöríss. Nokkrar mæður úr Hveragerði gáfu mjólk í ísinn. „Eins og fólk væntanlega veit er Kjörís í Hveragerði. Við erum í nánu sambandi - kannski fullnánu - við íbúa bæjarins," segir Guðrún hlæjandi og heldur áfram: „Þegar það spurðist út að við ætluðum að bjóða upp á ís gerðan úr brjóstamjólk buðust nokkrar frábærar, hraustar og fallegar konur sem voru að fæða upprennandi Hvergerðinga til þess að gefa mjólk í verkefnið."Fékk hugmyndina eftir símahrekk Guðrún segir að hugmyndin hafi komið upp í fyrra eftir símahrekk frá útvarpsmönnum FM957. Í útvarpsþættinum Systkinin var hringt í Guðrúnu. Hrekkinn má heyra hér að ofan. „Þá hringdi kona í mig sem sagðist vilja gefa brjóstamjólk til þess að gera ís. Ég tók alveg rosalega vel í það þá og fannst hugmyndin alveg frábær. Þegar það kom í ljós að þetta var símahrekkur sagði ég útvarpsfólkinu að það hefði ekki átt að æsa mig svona upp," segir Guðrún sem fór strax af stað í að vinna í þessari hugmynd. „Já, ég segi alltaf að ég eigi iðulega síðasta orðið í öllu. Þannig var það líka í þessum símahrekk."Fullt af öðrum tegundum Hátíðin Ísdagurinn fer fram í Hveragerði þann 16. ágúst og hefst dagskráin klukkan eitt og stendur til fjögur. Boðið verður upp á ís með mjög óvenjulegum bragðtegundum. „Við verðum með ís úr Royal karmellubúðing, úr Skittles, harðfiskís, kotasæluís og svo ís tileinkaðan löndum og heimsálfum," segir Guðrún og heldur upptalningunni áfram: „Við verðum með ís tileinkaðan Elvis Presley sem á að standa fyrir Norður-Ameríku. Við bjóðum upp á ís tileinkaðan Rússlandi, Brasilíu og Íran. Kanaríís og svona mætti lengi telja."Brjóstamjólkin gerilsneydd Guðrún bendir á að brjóstamjólkin, sem notuð er í Búbísinn er gerilsneydd. „Ég vil líka taka fram að það er öllum valfrjálst að smakka ísinn. Það er enginn tilneyddur til að smakka. Hann er vitaskuld gerilsneyddur og unninn eftir kúnstarinnar reglum," segir hún. Guðrún hlakkar til að sjá sem flesta á þessari vinsælu hátíð. „Við bjóðum alla velkomna til okkar."
Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira