Bjóða upp á ís úr brjóstamjólk mæðra frá Hveragerði Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. ágúst 2014 12:52 Búbís verður á boðstólnum þann 16. ágúst. Vísir/Getty Eftir um tvær vikur mun Kjörís bjóða upp á ís gerðan úr brjóstamjólk. Ísinn, sem er kallaður Búbís, verður á boðstólnum á Ísdeginum í Hveragerði sem fer fram þann 16. ágúst. „Já, þetta er ís unnin úr brjóstamjólk. Þetta er bara venjulegur ís, nema í staðinn fyrir að mjólkin komi úr kú kemur hún úr kvenmanni," segir Guðrún Hafsteinsdóttir, forstjóri Kjöríss. Nokkrar mæður úr Hveragerði gáfu mjólk í ísinn. „Eins og fólk væntanlega veit er Kjörís í Hveragerði. Við erum í nánu sambandi - kannski fullnánu - við íbúa bæjarins," segir Guðrún hlæjandi og heldur áfram: „Þegar það spurðist út að við ætluðum að bjóða upp á ís gerðan úr brjóstamjólk buðust nokkrar frábærar, hraustar og fallegar konur sem voru að fæða upprennandi Hvergerðinga til þess að gefa mjólk í verkefnið."Fékk hugmyndina eftir símahrekk Guðrún segir að hugmyndin hafi komið upp í fyrra eftir símahrekk frá útvarpsmönnum FM957. Í útvarpsþættinum Systkinin var hringt í Guðrúnu. Hrekkinn má heyra hér að ofan. „Þá hringdi kona í mig sem sagðist vilja gefa brjóstamjólk til þess að gera ís. Ég tók alveg rosalega vel í það þá og fannst hugmyndin alveg frábær. Þegar það kom í ljós að þetta var símahrekkur sagði ég útvarpsfólkinu að það hefði ekki átt að æsa mig svona upp," segir Guðrún sem fór strax af stað í að vinna í þessari hugmynd. „Já, ég segi alltaf að ég eigi iðulega síðasta orðið í öllu. Þannig var það líka í þessum símahrekk."Fullt af öðrum tegundum Hátíðin Ísdagurinn fer fram í Hveragerði þann 16. ágúst og hefst dagskráin klukkan eitt og stendur til fjögur. Boðið verður upp á ís með mjög óvenjulegum bragðtegundum. „Við verðum með ís úr Royal karmellubúðing, úr Skittles, harðfiskís, kotasæluís og svo ís tileinkaðan löndum og heimsálfum," segir Guðrún og heldur upptalningunni áfram: „Við verðum með ís tileinkaðan Elvis Presley sem á að standa fyrir Norður-Ameríku. Við bjóðum upp á ís tileinkaðan Rússlandi, Brasilíu og Íran. Kanaríís og svona mætti lengi telja."Brjóstamjólkin gerilsneydd Guðrún bendir á að brjóstamjólkin, sem notuð er í Búbísinn er gerilsneydd. „Ég vil líka taka fram að það er öllum valfrjálst að smakka ísinn. Það er enginn tilneyddur til að smakka. Hann er vitaskuld gerilsneyddur og unninn eftir kúnstarinnar reglum," segir hún. Guðrún hlakkar til að sjá sem flesta á þessari vinsælu hátíð. „Við bjóðum alla velkomna til okkar." Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Eftir um tvær vikur mun Kjörís bjóða upp á ís gerðan úr brjóstamjólk. Ísinn, sem er kallaður Búbís, verður á boðstólnum á Ísdeginum í Hveragerði sem fer fram þann 16. ágúst. „Já, þetta er ís unnin úr brjóstamjólk. Þetta er bara venjulegur ís, nema í staðinn fyrir að mjólkin komi úr kú kemur hún úr kvenmanni," segir Guðrún Hafsteinsdóttir, forstjóri Kjöríss. Nokkrar mæður úr Hveragerði gáfu mjólk í ísinn. „Eins og fólk væntanlega veit er Kjörís í Hveragerði. Við erum í nánu sambandi - kannski fullnánu - við íbúa bæjarins," segir Guðrún hlæjandi og heldur áfram: „Þegar það spurðist út að við ætluðum að bjóða upp á ís gerðan úr brjóstamjólk buðust nokkrar frábærar, hraustar og fallegar konur sem voru að fæða upprennandi Hvergerðinga til þess að gefa mjólk í verkefnið."Fékk hugmyndina eftir símahrekk Guðrún segir að hugmyndin hafi komið upp í fyrra eftir símahrekk frá útvarpsmönnum FM957. Í útvarpsþættinum Systkinin var hringt í Guðrúnu. Hrekkinn má heyra hér að ofan. „Þá hringdi kona í mig sem sagðist vilja gefa brjóstamjólk til þess að gera ís. Ég tók alveg rosalega vel í það þá og fannst hugmyndin alveg frábær. Þegar það kom í ljós að þetta var símahrekkur sagði ég útvarpsfólkinu að það hefði ekki átt að æsa mig svona upp," segir Guðrún sem fór strax af stað í að vinna í þessari hugmynd. „Já, ég segi alltaf að ég eigi iðulega síðasta orðið í öllu. Þannig var það líka í þessum símahrekk."Fullt af öðrum tegundum Hátíðin Ísdagurinn fer fram í Hveragerði þann 16. ágúst og hefst dagskráin klukkan eitt og stendur til fjögur. Boðið verður upp á ís með mjög óvenjulegum bragðtegundum. „Við verðum með ís úr Royal karmellubúðing, úr Skittles, harðfiskís, kotasæluís og svo ís tileinkaðan löndum og heimsálfum," segir Guðrún og heldur upptalningunni áfram: „Við verðum með ís tileinkaðan Elvis Presley sem á að standa fyrir Norður-Ameríku. Við bjóðum upp á ís tileinkaðan Rússlandi, Brasilíu og Íran. Kanaríís og svona mætti lengi telja."Brjóstamjólkin gerilsneydd Guðrún bendir á að brjóstamjólkin, sem notuð er í Búbísinn er gerilsneydd. „Ég vil líka taka fram að það er öllum valfrjálst að smakka ísinn. Það er enginn tilneyddur til að smakka. Hann er vitaskuld gerilsneyddur og unninn eftir kúnstarinnar reglum," segir hún. Guðrún hlakkar til að sjá sem flesta á þessari vinsælu hátíð. „Við bjóðum alla velkomna til okkar."
Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira