Enski boltinn

Coutinho fær nýjan samning

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Coutinho reynir skot í leiknum gegn Manchester United í nótt.
Coutinho reynir skot í leiknum gegn Manchester United í nótt. Vísir/Getty
Liverpool mun bjóða Brasilíumanninum Philippe Coutinho nýjan samning. Þetta segir Brendan Rodgers, þjálfari liðsins.

„Við stefnum að því að bjóða Philippe nýjan samning í sumar,“ sagði Rodgers.

„Þetta er allt í vinnslu. Hann er mikilvægur fyrir félagið. Hann hefur sýnt þá hæfileika sem hann býr yfir hjá Liverpool, og tekið miklum framförum,“ bætti þjálfarinn við, en Coutinho sem gekk í raðir Liverpool frá Inter í janúar 2013 fyrir átta milljónir punda.

„Hann fer að nálgast sín bestu ár sem fótboltamaður. Hann er 22 ára og vonandi verður hann orðinn mikilvægur hlekkur í brasilíska landsliðinu þegar næsta heimsmeistaramót hefst.

„Ég trúi því að hann muni eiga sín bestu ár hjá Liverpool,“ sagði þjálfarinn sem bætti við að Brasilíumaðurinn væri í frábæru formi eftir sumarið.

Coutinho skoraði fimm mörk og átti sjö stoðsendingar í 33 deildarleikjum á síðustu leiktíð.


Tengdar fréttir

Liverpool vann í Charlotte

Liverpool og AC Milan mættust í kvöld í lokaleik riðlakeppninnar á Champions Cup

1-0 tap Liverpool

Marco Boriello tryggði Roma 1-0 sigur á LIverpool í æfingaleik í nótt.

Liverpool tapaði fyrsta leik undirbúningstímabilsins

Liverpool tapaði fyrsta leik undirbúningstímabilsins gegn Bröndby í Danmörku þrátt fyrir að leikmenn á borð við Agger, Coutinho, Skrtel, Allen og Lucas hafi leikið með liðinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×