Enski boltinn

Grikkirnir unnu í vítaspyrnukeppni | Liverpool komið í úrslitaleikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Vísir/Getty
Manchester City og Olympiacos mættust í kvöld í B-riðli á Champions Cup sem haldið er í Bandaríkjunum þessa daganna. Leikurinn fór fram á TCF Bank Stadium í Minneapolis.

Stevan Jovetić kom City yfir á 35. mínútu með sínu fimmta marki á mótinu, en Dimitris Diamantakos jafnaði metin tveimur mínútum seinna.

Alexsandar Kolarov kom Englandsmeisturunum yfir á ný með marki úr vítaspyrnu á 53. mínútu, en Diamantakos jafnaði aftur á 65. mínútu.

Staðan var 2-2 að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem grísku meistararnir höfðu betur.

Staðan var jöfn eftir fyrstu fimm spyrnurnar og eftir fyrstu umferð í bráðabana. Í annarri umferð klúðraði Micah Richards hins vegar sinni spyrnu á meðan Thanasis Papazoglou skoraði úr sinni og tryggði Grikkjunum sigur.

City, Olympiacos og Liverpool eru því öll með fimm stig í riðlinum, en ljóst er að Liverpool mun enda í toppsætinu þar sem liðið hefur betur í innbyrðisviðureignum bæði gegn Englands- og Grikklandsmeisturunum.

Liverpool mætir AC Milan í síðasta leik riðilsins seinna í kvöld. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, en útsendingin hefst klukkan 22:40.




Tengdar fréttir

Champions Cup hefst í kvöld

International Champions Cup hefst í Bandaríkjunum í dag en mörg af stærstu liðum heims taka þátt í mótinu og má búast við skemmtilegum viðureignum.

Inter vann Real Madrid í vítaspyrnukeppni

Real Madrid og Inter Milan gerðu 1-1 jafntefli í seinni leik A-riðilsins á In­ternati­onal Champ­i­ons Cup og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Real bar sigur úr býtum. Í hinum leik vann Manchester United Roma, 3-2.

United vann Roma í fjörugum leik

Manchster United vann Roma á In­ternati­onal Champ­i­ons Cup í Bandaríkjunum í kvöld, en United afgreiddi leikinn í fyrri hálfleik. Lokatölur urðu 3-2, en staðan var 3-0 í hálfleik.

Sigur hjá Inter í Ítalíuslag

Inter bar sigurorð af Roma með tveimur mörkum gegn engu í A-riðli á Champions Cup sem fer fram í Bandaríkjunum þessa daganna. Leikið var á Lincoln Financial Field í Philadelphia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×