Enski boltinn

Gylfi góður í sigurleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi átti þátt í tveimur marka Swansea í dag.
Gylfi átti þátt í tveimur marka Swansea í dag. Vísir/Getty
Swansea City vann 3-1 sigur á Reading í æfingaleik í dag. Leikurinn fór fram á Madejski Stadium, heimavelli Reading.

Wayne Routhledge kom Swensea yfir á 23. mínútu. Gylfi Þór Sigurðsson sendi þá boltann á Wilfried Bony sem sendi Routhledge í gegnum vörn Reading.

Hann lék á Alex McCarthy í marki Reading og skoraði í autt markið. Um tíu mínútum fyrr hafði Bony skotið boltanum í slána úr vítaspyrnu.

Routhledge bætti svo öðru marki Swansea við á 25. mínútu eftir sendingu frá Gylfa sem lék allan leikinn fyrir Svanina í dag.

Nick Blackman minnkaði muninn tveimur mínútum fyrir hálfleik með frábæru skoti. Staðan var 2-1 fram á 65. mínútu þegar Bafétimbi Gomis skoraði þriðja mark Swansea.

Fleiri urðu mörkin ekki og Svanirnir fögnuðu 3-1 sigri.


Tengdar fréttir

Gylfi: Hef tekið framförum undanfarin tvö ár

Gylfi Þór Sigurðsson telur að hann hafi tekið framförum sem fótboltamaður þrátt fyrir að hann hafi ekki fengið að leika sína stöðu hjá Tottenham. Gylfi var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Monk himinlifandi með Gylfa

Gary Monk, þjálfari Swansea, er himinlifandi með að hafa fengið Gylfa Þór Sigurðsson til liðs við Swansea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×