Innlent

Hanna svarar í dag

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Stefán var að rannsaka Lekamálið svokallaða.
Stefán var að rannsaka Lekamálið svokallaða.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ætlar að svara fyrirspurnum umboðsmanns Alþingis í dag um meint afskipti hennar af rannsókn lögreglu á lekamálinu.

Þetta staðfesti Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, í samtali við fréttastofu í morgun. Svörin verða birt á vefsíðu ráðuneytisins um leið og þau verða send umboðsmanni.

DV fullyrti í vikunni að Stefán Eiríkisson, fyrrverandi lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, hafi ákveðið að láta af embætti útaf afskiptum ráðherra af rannsókn lögreglu. Umboðsmaður ákvað í kjölfar fréttaflutnings DV að óska eftir svörum frá ráðherra útaf málinu



Tengdar fréttir

Píratar vilja fund um lekamálið

Þingmaður Pírata hefur óskað eftir því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd leiti svara við því hvort ráðherra hafi haft óeðlileg afskipti af störfum lögreglunnar.

„Protected by a silver spoon…“

Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri, er klár maður eins og hann hefur sannað í Útsvari. Líklega hefur honum þó aldrei tekist betur upp en með birtingu Bítlalagsins Bathroom Window á Twitter í vikunni.

Íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu

Þingmenn stjórnarandstöðunnar íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra þegar þing kemur saman í haust. Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá ráðherra varðandi meint afskipti hennar af rannsókn lögreglu á lekamálinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×