Erlent

Úgandskir dómstólar ógilda lög gegn samkynhneigð

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VÍSIR/AFP
Dómstólar í Úganda ógiltu í morgun lög um hvers kyns áróður fyrir samkynhneigð.

Samkynhneigð er þó ennþá ólögleg í landinu en hin nýju lög sneru að umfjöllun um samkynhneigð í úgöndskum fréttamiðlum.

Löggjöf landsins kveður sem fyrr á um 14 ára fangelsisvist fyrir fyrsta brot og heimilar lífstíðardóm fyrir „síendurtekna samkynhneigð“.

Lagasetningin sem ógilt var í morgun fól í sér bann við hvers kyns umfjöllun um samkynhneigð og „áróður“ fyrir hinum „samkynheigða lífstíl“. Lagasetningin tók einnig til lesbískra kvenna sem er ekki algilt í lagasetningu um samkynhnegið í landinu.

Dómstólar töldu að lögin höfðu verið samþykkt án ákvörðunarbærs meirihluta en fáir þingmenn voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna um lögin í desember á síðasta ári. Forseti landsins, Yoveri Museveni, skrifaði svo undir lögin í febrúar síðastliðnum.

Fyrri uppköst af lögunum gerðu það einnig ólölegt að tilkynna ekki samkynheigða til yfirvalda en klausan var síðar fjarlægð.

Alþjóðasamfélagið brást harkalega við þegar forseti landsins skar upp herör gegn samkynhneigð í upphafi árs og mýmargar þjóðir drógu úr þróunaraðstoð sinni til Úganda í kjölfar herferðar Musevenis




Fleiri fréttir

Sjá meira


×