Innlent

Viðbúnaðarstig áfram appelsínugult

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Yfirlitsmynd sem sýnir staðsetningu Bárðarbungu og Eyjafjallajökuls þar sem gaus árið 2010.
Yfirlitsmynd sem sýnir staðsetningu Bárðarbungu og Eyjafjallajökuls þar sem gaus árið 2010.
Ákveðið hefur verið að breyta ekki viðvörunarstigi fyrirflugmálayfirvöld vegna jarðhræringanna í og við Bárðarbungu, og er það áfram appelsínugult. Veðurstofa Íslands greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er enn stöðug og heldur áfram til austurs. Viðbúnaður vegna skjálftahrinunnar miðast við að vera við öllu búin – eldgos getur hafist hratt ef til þess kemur en enn er alls óvíst hvort það verður.


Tengdar fréttir

Stærsti skjálftinn til þessa

Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri.

Næstum 3000 skjálftar á þremur dögum

Skjálftarnir hafa færst til norðurs og austurs að undanförnu. Flestir skjálftarnir hafa til þessa átt upptök sín á um 5 til 10 kílómetra dýpi og engar vísbendingar eru um að þeir séu að færast ofar.

Vefmyndavél komið fyrir við Bárðarbungu

Áhugasamir netverjar geta nú fylgst með öllum helstu hreyfingum Bárðarbungu í beinni á netinu en vefmyndavél var komið upp á Grímsfjalli í Vatnajökli í gær




Fleiri fréttir

Sjá meira


×