„Það verður farið yfir öll ný gögn sem hafa borist undanfarinn sólarhring,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu.
Almannavarnardeild mun funda nú fyrir hádegi um stöðuna í Bárðarbungu. Skjálftavirkni í kringum svæðið er enn mikil en þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
Virknin gengur áfram í bylgjum en stærstu skjálftarnir urðu undir morgun og voru þeir allir undir 3 að stærð. Víðir segir að staðan verði endurmetin á fundinum.
„Við fundum þessa dagana tvisvar á hverjum degi en skjálftavirkin kemur enn í bylgjum. Það virðist ekki vera um neinar breytingar að ræða en þetta er enn mjög öflugt.“
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)