Látinn sleikja frunsu og drekka smjörsýru Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2014 17:19 Frá Vogum á Vatnsleysuströnd. VÍSIR/GVA Mennirnir fimm, sem hæstiréttur úrskurðaði í gæsluvarðhald vegna grófrar líkamsárásar og frelsissviptingu á átján ára pilti í heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd þann 6. ágúst síðastliðinn, eru sagðir hafa haldið fórnarlambi sínu í sex til átta klukkustundir á meðan þeir gengu harkalega í skrokk á honum. Brot þeirra eru talin varða fangelsisrefsingu allt að 16 ára fangelsi. Í greinargerð lögreglustjóra segir að pilturinn hafi komið á lögreglustöðina í Grafarholti og tilkynnt lögreglu að hann hafi orðið fyrir líkamsárás og verið í svo mikilli geðshræringu að hann hafi verið óskýrsluhæfur að mati lögreglu. Kvaðst hann hafa verið tekinn og farið með hann út á land þar sem hann hafi verið pyntaður og honum hótað. Þá hafi lögreglan flutt piltinn á slysadeild þar sem læknir hafi tekið á móti honum. Að sögn vakthafandi læknis hafði pilturinn þar sömu sögu að segja, hann kvað þá hafa kýlt hann, sparkað í hann, notað rafbyssu, bitið hann, hann neyddur til að drekka smjörsýru og látinn sleikja frunsu á öðrum manni. Pilturinn hafi verið með litla rauða bletti á líkamanum sem að sögn læknis geti komið saman við frásögn hans um að beitt hafi verið rafbyssu. Þá hafi hann verið með marblett við vinstra auga, roða yfir andliti, rauða dökka rák á hálsi og marga blóðbletti. Þá hafi hann einnig verið með margar rauðar rákir víða um bakið eftir högg eða núning. Mennirnir sem námu hann á brott hafi hótað að nauðga honum, hafi tekið úlpuna hans og úr. Hann kvað þá hafa sparkað í hausinn á sér, skorið sig í magann og á bakið. Þá hafi hann verið sprautaður með efni í lærið.Maðurinn lagði fram kæru og lögreglan hafi þá gert leit í húsinu sem fórnarlambið sagði að atburðir hefðu átt sér stað. Fjögur þeirra grunuðu voru þar innanhúss og voru þau öll handtekin. Við húsleit hafi eitthvað fundist af fíkniefnum, ætluð smjörsýra, haglabyssa, rafbyssa, meint þýfi, sprautunálar, blóðdropar á gólfi og úlpa eins og þolandinn hafði lýst. Rannsókn málsins er á frumstigi en hafa þau grunuðu verið dæmd í gæsluvarðhald og einangrun til 27. þessa mánaðar. Tengdar fréttir Fjórir í haldi vegna frelsissviptingar og grófs ofbeldis 18 ára maður var sviptur frelsinu á höfuðborgarsvæðinu og fluttur í heimahús í Vogunum þar sem hann var beittur grófu ofbeldi. 15. ágúst 2014 09:25 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Mennirnir fimm, sem hæstiréttur úrskurðaði í gæsluvarðhald vegna grófrar líkamsárásar og frelsissviptingu á átján ára pilti í heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd þann 6. ágúst síðastliðinn, eru sagðir hafa haldið fórnarlambi sínu í sex til átta klukkustundir á meðan þeir gengu harkalega í skrokk á honum. Brot þeirra eru talin varða fangelsisrefsingu allt að 16 ára fangelsi. Í greinargerð lögreglustjóra segir að pilturinn hafi komið á lögreglustöðina í Grafarholti og tilkynnt lögreglu að hann hafi orðið fyrir líkamsárás og verið í svo mikilli geðshræringu að hann hafi verið óskýrsluhæfur að mati lögreglu. Kvaðst hann hafa verið tekinn og farið með hann út á land þar sem hann hafi verið pyntaður og honum hótað. Þá hafi lögreglan flutt piltinn á slysadeild þar sem læknir hafi tekið á móti honum. Að sögn vakthafandi læknis hafði pilturinn þar sömu sögu að segja, hann kvað þá hafa kýlt hann, sparkað í hann, notað rafbyssu, bitið hann, hann neyddur til að drekka smjörsýru og látinn sleikja frunsu á öðrum manni. Pilturinn hafi verið með litla rauða bletti á líkamanum sem að sögn læknis geti komið saman við frásögn hans um að beitt hafi verið rafbyssu. Þá hafi hann verið með marblett við vinstra auga, roða yfir andliti, rauða dökka rák á hálsi og marga blóðbletti. Þá hafi hann einnig verið með margar rauðar rákir víða um bakið eftir högg eða núning. Mennirnir sem námu hann á brott hafi hótað að nauðga honum, hafi tekið úlpuna hans og úr. Hann kvað þá hafa sparkað í hausinn á sér, skorið sig í magann og á bakið. Þá hafi hann verið sprautaður með efni í lærið.Maðurinn lagði fram kæru og lögreglan hafi þá gert leit í húsinu sem fórnarlambið sagði að atburðir hefðu átt sér stað. Fjögur þeirra grunuðu voru þar innanhúss og voru þau öll handtekin. Við húsleit hafi eitthvað fundist af fíkniefnum, ætluð smjörsýra, haglabyssa, rafbyssa, meint þýfi, sprautunálar, blóðdropar á gólfi og úlpa eins og þolandinn hafði lýst. Rannsókn málsins er á frumstigi en hafa þau grunuðu verið dæmd í gæsluvarðhald og einangrun til 27. þessa mánaðar.
Tengdar fréttir Fjórir í haldi vegna frelsissviptingar og grófs ofbeldis 18 ára maður var sviptur frelsinu á höfuðborgarsvæðinu og fluttur í heimahús í Vogunum þar sem hann var beittur grófu ofbeldi. 15. ágúst 2014 09:25 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Fjórir í haldi vegna frelsissviptingar og grófs ofbeldis 18 ára maður var sviptur frelsinu á höfuðborgarsvæðinu og fluttur í heimahús í Vogunum þar sem hann var beittur grófu ofbeldi. 15. ágúst 2014 09:25