Innlent

Fimmti maðurinn handtekinn vegna líkamsárásarinnar í Vogum

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá Vogum á Vatnsleysuströnd.
Frá Vogum á Vatnsleysuströnd. Vísir/GVA
Einn maður til viðbótar hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á grófri líkamsárás og frelsissviptingu á átján ára pilti þann 6. ágúst síðastliðinn. Þegar höfðu fjórir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna árásarinnar sem átti sér stað í Vogum á Vatnsleysuströnd. Lítið liggur fyrir um tildrög árásarinnar, enda málið enn í rannsókn.

Þá hefur maðurinn sem grunaður er um að hafa stungið annan mann fjórum sinnum í brjóstholið á Frakkastíg þann 9. ágúst verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna almannahagsmuna. Hann mun sæta gæsluvarðhaldi til 27. ágústs.

Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir að rannsókn þessara tveggja mála miði vel en getur ekkert fullyrt um hvenær þau verði send áfram til ríkissaksóknara.

Hann segir lögreglu ekki hafa orðið vara við aukinn fjölda alvarlegra líkamsárása á höfuðborgarsvæðinu, en einnig er til rannsóknar árás í Rimahverfinu í júlí þar sem hópur manna réðst að manni og barði nokkuð illa.

„Þetta kemur svona oft í hviðum og svo gerist ekkert í einhvern tíma,“ segir Friðrik. „Þetta er ekki marktæk fjölgun á svona stuttu tímabili. Ég hef svo sem ekki tekið saman fjöldann það sem af er árinu en þetta er ekkert sem við tökum eftir.“


Tengdar fréttir

Nokkur vitni stigið fram

Lögreglan í Grafarvogi hefur rætt við nokkur vitni að árás á karlmann á fertugsaldri í Rimahverfinu þann 12. júlí. Var maðurinn barinn með golfkylfum.

Sýndi ógnandi tilburði á Bar 7

Erlendur karlmaður var útskrifaður af sjúkrahúsi um miðnætti í gær eftir að hafa verið stunginn eftir slagsmál í miðbænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×