Nokkurra klukkustunda fyrirvari yrði á eldgosi Gissur Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2014 11:37 Magnús Tumi Guðmundsson og skjálftavirknin á Vatnajökli. Jarðvísindamenn telja að sjá megi með nokkurra klukkustunda fyrirvara ef eldgos hefst á skjálftasvæðinu í Vatnajökli. Sterkasti skjálftinn í þessari hrinu varð í nótt og mældist fjögur stig. Skjálftinn varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum jöklinum. Hann fannst meðal annars á Akureyri. Ekki sjást þó merki um að kvika sé að leiðinni upp á yfirborðið. Þrátt fyrir að allir skjálftar sem hafa mælst eftir stóra skjálftann í nótt séu mun minni virðist ekkert lát vera á hrinunni að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræðum. „Það eru nú lítil merki um að það sé að draga úr þessu. Við fengum stærsta skjálftann í nótt þannig að við verðum bara að bíða og sjá hvernig þetta þróast. Það er augljóslega kvika á hreyfingu,“ segir Magnús Tumi. Hann segir engin merki þess að hreyfingar séu að leita nær yfirborðinu. „Það er ekki að sjá eða það skilst mér á þeim sem hafa verið að skoða, engin merki um óróa eða að skjálftarnir séu að færast upp á við,“ segir Magnús Tumi. Fyrst og fremst sé um innskotavirkni að ræða og engin merki um eldgos að svo stöddu. „En það er auðvitað ekki hægt að útiloka það. Maður myndi reikna með nokkurra klukkustunda fyrirvara.“ Frá miðnætti til klukkan sex í morgun höfðu um 250 skjálftar mælst við Bárðarbungu og Kistufell. Jarðvísindamenn flugu undir kvöld í gær yfir svæðið í þyrlu Gæslunnar til að meta aðstæður. Það ræðst svo á fundi Almannavarna, sem nú stendur, hvort svæðið verður aftur skoðað úr lofti í dag. Síðustu sjö ár hefur virkni í Bárðarbungu aukist jafnt og þétt. Í kjölfar gossins í Grímsvötnum árið 2011 datt hún tímabundið niður en fór fljótlega að aukast aftur. Skjálftahrina varð á svæðinu í maí í vor en hún var mun minni en hrinan núna er þegar orðin. Óvissuástand er enn í gildi og útiloka Almannavarnir ekki að atburðarrásin geti leitt til eldgoss undir jöklinum, með tilheyrandi flóðum. Þess vegna eru nokkrir hálendisvegir norðan Vatnajökuls enn lokaðir. Bárðarbunga Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Jarðvísindamenn telja að sjá megi með nokkurra klukkustunda fyrirvara ef eldgos hefst á skjálftasvæðinu í Vatnajökli. Sterkasti skjálftinn í þessari hrinu varð í nótt og mældist fjögur stig. Skjálftinn varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum jöklinum. Hann fannst meðal annars á Akureyri. Ekki sjást þó merki um að kvika sé að leiðinni upp á yfirborðið. Þrátt fyrir að allir skjálftar sem hafa mælst eftir stóra skjálftann í nótt séu mun minni virðist ekkert lát vera á hrinunni að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræðum. „Það eru nú lítil merki um að það sé að draga úr þessu. Við fengum stærsta skjálftann í nótt þannig að við verðum bara að bíða og sjá hvernig þetta þróast. Það er augljóslega kvika á hreyfingu,“ segir Magnús Tumi. Hann segir engin merki þess að hreyfingar séu að leita nær yfirborðinu. „Það er ekki að sjá eða það skilst mér á þeim sem hafa verið að skoða, engin merki um óróa eða að skjálftarnir séu að færast upp á við,“ segir Magnús Tumi. Fyrst og fremst sé um innskotavirkni að ræða og engin merki um eldgos að svo stöddu. „En það er auðvitað ekki hægt að útiloka það. Maður myndi reikna með nokkurra klukkustunda fyrirvara.“ Frá miðnætti til klukkan sex í morgun höfðu um 250 skjálftar mælst við Bárðarbungu og Kistufell. Jarðvísindamenn flugu undir kvöld í gær yfir svæðið í þyrlu Gæslunnar til að meta aðstæður. Það ræðst svo á fundi Almannavarna, sem nú stendur, hvort svæðið verður aftur skoðað úr lofti í dag. Síðustu sjö ár hefur virkni í Bárðarbungu aukist jafnt og þétt. Í kjölfar gossins í Grímsvötnum árið 2011 datt hún tímabundið niður en fór fljótlega að aukast aftur. Skjálftahrina varð á svæðinu í maí í vor en hún var mun minni en hrinan núna er þegar orðin. Óvissuástand er enn í gildi og útiloka Almannavarnir ekki að atburðarrásin geti leitt til eldgoss undir jöklinum, með tilheyrandi flóðum. Þess vegna eru nokkrir hálendisvegir norðan Vatnajökuls enn lokaðir.
Bárðarbunga Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira