Bandarískir hermenn komnir til Íraks Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2014 23:28 Jasaídar á göngu yfir Tígrísá þar sem liggja landamæri til Sýrlands. Vísir/AFP Bandarískir sérsveitarmenn eru nú komnir að Sindjar-fjöllum í Írak þar sem þeir vinna að því að koma tugþúsund Jasaídum til aðstoðar í kjölfar uppgangs samtakanna Íslamskt ríki (IS) á síðustu vikum. Sérsveitarmennirnir hafa nýtt síðustu klukkustundir í að vega og meta þær aðstæður sem Jasaídar og hjálparsamtök standa frammi fyrir en hersveitir Kúrda eiga nú í átökum við vígamenn IS-samtakanna í norðurhluta Íraks sem hafa ráðist hatrammlega að minnihlutahópum af annarri trú. Ljóst er að mikið verkefni er fyrir höndum hjá sérsveitarmönnunum en talið er að um 30 þúsund Jasaídar hafist við í Sindjar-fjöllum. Uppi eru hugmyndir um að mynda loftbrú til og frá fjöllunum til að flytja bæði fólk og hjálpargögn. Lendingaraðstæður eru þó ekki upp á marga fiska og því þurfa björgunar- og hersveitir að reiða sig á þyrlur til flutninganna sem hafa takmarkaða flutningsgetu. Á vef Sky News er haft eftir talsmanni Sameinuðu þjóðanna að fólkið sé uppgefið og þjáist af vökvaskorti, og margir hafi fengið hitaslag eftir að hafa ferðast fótgangandi í 40-45 gráðu hita í þrjá sólarhringa. Fregnirnar af sérsveitarmönnunum koma í kjölfar tíðinda af rúmlega 130 bandarískum hernaðarráðgjöfum sem sendir voru til Kúrdahéraðanna í Írak í morgun. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Chuck Hagel, ítrekaði þó að hermennirnir taki ekki þátt í bardögum. Hópur sérsveitarmannanna sem nú hefur verið sendur bætist þannig í hóp 380 annarra sem þegar hafa verið að störfum í landinu síðustu vikurnar. Tengdar fréttir Frakkar senda Kúrdum vopn Frakklandsforseti tilkynnti um ákvörðunina í hádeginu og hafa stjórnvöld í Írak þegar veitt samþykki sitt. 13. ágúst 2014 12:53 Hundruðir þúsunda á flótta Sameinuðu þjóðirnar segja tugþúsundir manna, kvenna og barna enn hafast við, við þröngan kost á Sinjar fjalli og þurfa lífsnauðsylega á aðstoð að halda. 12. ágúst 2014 20:00 Obama ánægður með nýjan forsætisráðherra Íraka Obama Bandaríkjaforseti segir að skipun Haider al-Abadi í embætti forsætisráðherra í Írak sé skref fram á við sem lofi góðu. Uppgangur herskáu samtakanna sem kalla sig Íslamska ríkið og ráða nú lögum og lofum á stórum landssvæðum í Írak og í Sýrlandi hafa aukið mjög á óvissuna um framtíð Íraks. 12. ágúst 2014 08:23 Björguðu óttaslegnum flóttamönnum um borð í þyrlu Fréttamaður og myndatökumaður CNN slógust í för með írakska flughernum fyrr í vikunni. 13. ágúst 2014 15:32 Styður aðgerðir Bandaríkjanna í Írak Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins leggur blessun sína yfir loftárásir í Írak 13. ágúst 2014 17:08 Bandarískir ráðgjafar komnir til Íraks Rúmlega 130 bandarískir hernaðarráðgjafar eru nú komnir til Kúrdahéraðanna í Írak. Þetta segir Chuck Hagel varnarmálaráðherra landsins. Hann ítrekar þó að hermennirnir taki ekki þátt í bardögum heldur séu þeir að meta ástandið og þörfina á neyðaraðstoð en samtökin sem kalla sig Íslamska ríkið ráða yfir stórum hlutum svæðisins og eru talin hafa ráðist hatrammlega að minnihlutahópum af annarri trú. 13. ágúst 2014 08:34 35 þúsund flóttamenn hafa komist frá Sinjar-fjalli Um 35 þúsund flóttamenn hafa nú komist af Sinjar-fjalli þar sem þúsundum flóttamanna hefur verið haldið í herkví af samtökunum IS, Íslamskt ríki. Flóttamennirnir, sem flestir eru Jasídar, hafa farið fótgangandi til Kúrdistan í norðurhluta Íraks í gegnum Sýrland, en ferðin tekur um þrjá daga. 12. ágúst 2014 18:15 Bandaríkjastjórn íhugar að senda fleiri hernaðarráðgjafa til Íraks Að sögn bandarískra embættismanna íhugar Bandaríkjastjórn að senda fleiri hernaðarráðgjafa til Íraks, í því skyni að herða baráttuna gegn samtökunum IS, Íslamskt ríki, sem nú ógna minnihlutahópum í landinu og Kúrdum 12. ágúst 2014 22:22 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Bandarískir sérsveitarmenn eru nú komnir að Sindjar-fjöllum í Írak þar sem þeir vinna að því að koma tugþúsund Jasaídum til aðstoðar í kjölfar uppgangs samtakanna Íslamskt ríki (IS) á síðustu vikum. Sérsveitarmennirnir hafa nýtt síðustu klukkustundir í að vega og meta þær aðstæður sem Jasaídar og hjálparsamtök standa frammi fyrir en hersveitir Kúrda eiga nú í átökum við vígamenn IS-samtakanna í norðurhluta Íraks sem hafa ráðist hatrammlega að minnihlutahópum af annarri trú. Ljóst er að mikið verkefni er fyrir höndum hjá sérsveitarmönnunum en talið er að um 30 þúsund Jasaídar hafist við í Sindjar-fjöllum. Uppi eru hugmyndir um að mynda loftbrú til og frá fjöllunum til að flytja bæði fólk og hjálpargögn. Lendingaraðstæður eru þó ekki upp á marga fiska og því þurfa björgunar- og hersveitir að reiða sig á þyrlur til flutninganna sem hafa takmarkaða flutningsgetu. Á vef Sky News er haft eftir talsmanni Sameinuðu þjóðanna að fólkið sé uppgefið og þjáist af vökvaskorti, og margir hafi fengið hitaslag eftir að hafa ferðast fótgangandi í 40-45 gráðu hita í þrjá sólarhringa. Fregnirnar af sérsveitarmönnunum koma í kjölfar tíðinda af rúmlega 130 bandarískum hernaðarráðgjöfum sem sendir voru til Kúrdahéraðanna í Írak í morgun. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Chuck Hagel, ítrekaði þó að hermennirnir taki ekki þátt í bardögum. Hópur sérsveitarmannanna sem nú hefur verið sendur bætist þannig í hóp 380 annarra sem þegar hafa verið að störfum í landinu síðustu vikurnar.
Tengdar fréttir Frakkar senda Kúrdum vopn Frakklandsforseti tilkynnti um ákvörðunina í hádeginu og hafa stjórnvöld í Írak þegar veitt samþykki sitt. 13. ágúst 2014 12:53 Hundruðir þúsunda á flótta Sameinuðu þjóðirnar segja tugþúsundir manna, kvenna og barna enn hafast við, við þröngan kost á Sinjar fjalli og þurfa lífsnauðsylega á aðstoð að halda. 12. ágúst 2014 20:00 Obama ánægður með nýjan forsætisráðherra Íraka Obama Bandaríkjaforseti segir að skipun Haider al-Abadi í embætti forsætisráðherra í Írak sé skref fram á við sem lofi góðu. Uppgangur herskáu samtakanna sem kalla sig Íslamska ríkið og ráða nú lögum og lofum á stórum landssvæðum í Írak og í Sýrlandi hafa aukið mjög á óvissuna um framtíð Íraks. 12. ágúst 2014 08:23 Björguðu óttaslegnum flóttamönnum um borð í þyrlu Fréttamaður og myndatökumaður CNN slógust í för með írakska flughernum fyrr í vikunni. 13. ágúst 2014 15:32 Styður aðgerðir Bandaríkjanna í Írak Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins leggur blessun sína yfir loftárásir í Írak 13. ágúst 2014 17:08 Bandarískir ráðgjafar komnir til Íraks Rúmlega 130 bandarískir hernaðarráðgjafar eru nú komnir til Kúrdahéraðanna í Írak. Þetta segir Chuck Hagel varnarmálaráðherra landsins. Hann ítrekar þó að hermennirnir taki ekki þátt í bardögum heldur séu þeir að meta ástandið og þörfina á neyðaraðstoð en samtökin sem kalla sig Íslamska ríkið ráða yfir stórum hlutum svæðisins og eru talin hafa ráðist hatrammlega að minnihlutahópum af annarri trú. 13. ágúst 2014 08:34 35 þúsund flóttamenn hafa komist frá Sinjar-fjalli Um 35 þúsund flóttamenn hafa nú komist af Sinjar-fjalli þar sem þúsundum flóttamanna hefur verið haldið í herkví af samtökunum IS, Íslamskt ríki. Flóttamennirnir, sem flestir eru Jasídar, hafa farið fótgangandi til Kúrdistan í norðurhluta Íraks í gegnum Sýrland, en ferðin tekur um þrjá daga. 12. ágúst 2014 18:15 Bandaríkjastjórn íhugar að senda fleiri hernaðarráðgjafa til Íraks Að sögn bandarískra embættismanna íhugar Bandaríkjastjórn að senda fleiri hernaðarráðgjafa til Íraks, í því skyni að herða baráttuna gegn samtökunum IS, Íslamskt ríki, sem nú ógna minnihlutahópum í landinu og Kúrdum 12. ágúst 2014 22:22 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Frakkar senda Kúrdum vopn Frakklandsforseti tilkynnti um ákvörðunina í hádeginu og hafa stjórnvöld í Írak þegar veitt samþykki sitt. 13. ágúst 2014 12:53
Hundruðir þúsunda á flótta Sameinuðu þjóðirnar segja tugþúsundir manna, kvenna og barna enn hafast við, við þröngan kost á Sinjar fjalli og þurfa lífsnauðsylega á aðstoð að halda. 12. ágúst 2014 20:00
Obama ánægður með nýjan forsætisráðherra Íraka Obama Bandaríkjaforseti segir að skipun Haider al-Abadi í embætti forsætisráðherra í Írak sé skref fram á við sem lofi góðu. Uppgangur herskáu samtakanna sem kalla sig Íslamska ríkið og ráða nú lögum og lofum á stórum landssvæðum í Írak og í Sýrlandi hafa aukið mjög á óvissuna um framtíð Íraks. 12. ágúst 2014 08:23
Björguðu óttaslegnum flóttamönnum um borð í þyrlu Fréttamaður og myndatökumaður CNN slógust í för með írakska flughernum fyrr í vikunni. 13. ágúst 2014 15:32
Styður aðgerðir Bandaríkjanna í Írak Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins leggur blessun sína yfir loftárásir í Írak 13. ágúst 2014 17:08
Bandarískir ráðgjafar komnir til Íraks Rúmlega 130 bandarískir hernaðarráðgjafar eru nú komnir til Kúrdahéraðanna í Írak. Þetta segir Chuck Hagel varnarmálaráðherra landsins. Hann ítrekar þó að hermennirnir taki ekki þátt í bardögum heldur séu þeir að meta ástandið og þörfina á neyðaraðstoð en samtökin sem kalla sig Íslamska ríkið ráða yfir stórum hlutum svæðisins og eru talin hafa ráðist hatrammlega að minnihlutahópum af annarri trú. 13. ágúst 2014 08:34
35 þúsund flóttamenn hafa komist frá Sinjar-fjalli Um 35 þúsund flóttamenn hafa nú komist af Sinjar-fjalli þar sem þúsundum flóttamanna hefur verið haldið í herkví af samtökunum IS, Íslamskt ríki. Flóttamennirnir, sem flestir eru Jasídar, hafa farið fótgangandi til Kúrdistan í norðurhluta Íraks í gegnum Sýrland, en ferðin tekur um þrjá daga. 12. ágúst 2014 18:15
Bandaríkjastjórn íhugar að senda fleiri hernaðarráðgjafa til Íraks Að sögn bandarískra embættismanna íhugar Bandaríkjastjórn að senda fleiri hernaðarráðgjafa til Íraks, í því skyni að herða baráttuna gegn samtökunum IS, Íslamskt ríki, sem nú ógna minnihlutahópum í landinu og Kúrdum 12. ágúst 2014 22:22