Íslenski boltinn

Óskar Örn fer ekki til Noregs

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Óskar verður með KR það sem eftir lifir sumri.
Óskar verður með KR það sem eftir lifir sumri. Vísir/Arnþór
„Gögnin fóru í gegn hjá okkur en ekki hjá Valerenga. KR kláraði allt sitt en það náðist ekki að klára þetta úti,“ staðfesti Jónas Kristinsson, framkvæmdarstjóri KR, í samtali við Vísi í kvöld.

„Við fórum strax í þetta eftir leikinn og að reyna að klára pappírsvinnuna. Við sendum öll okkar gögn í TMS kerfið sem er notað í þessu og við fáum svar að allt sé komið hjá okkur en þetta klikkaði á einhverju stigi úti.“

Óskar Örn verður því með KR það sem eftir lifir sumri en Jónas sagði tilfinningarnar blendnar.

„Það voru allir að reyna að koma þessu í gegn fyrir hans hönd. Við fengum símtal rétt fyrir hádegi í dag og það var bara of naumur tími. Okkur þykir þetta leitt hans vegna, þetta hefði verið frábært tækifæri fyrir hann á þessum aldri en auðvitað fögnum við því að hann sé áfram KR-ingur,“ sagði Jónas.


Tengdar fréttir

Óskar: Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti

"Þetta kom bara upp í dag og ég hafði engan tíma til að átta mig á þessu,“ segir Óskar Örn Hauksson sem mun ekki klára tímabilið með KR-ingum því KR hefur samþykkt að lána hann til norska úrvalsdeildarfélagsins Vålerenga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×