Hvaða þrjá tekur Tom Watson með til Skotlands? Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. ágúst 2014 10:30 Sjö kylfingar úr bandaríska liðinu tóku ísfötuáskoruninni á dögunum. vísir/getty Ryder-bikarinn í golfi fer fram á Gleneagles-vellinum í Skotlandi í lok september og styttist nú í að leikmannahópar Bandaríkjanna og Evrópu verði klárir. Það er fyrir löngu ljóst hvaða níu kylfingar komast í bandaríska liðið samkvæmt stigalistanum, en TomWatson, fyrirliði Bandaríkjanna í ár, á enn eftir að velja þá þrjá síðustu með fyrirliðavalréttinum. Hann tilkynnir endanlega hóp á þriðjudaginn og er Deutsche Bank-meistaramótið sem hefst í dag því síðasta tækifærið til að sýna sig fyrir þá kylfinga sem standa á barmi þess að komast í liðið.Hunter Mahan, sem vann Barclays-mótið um síðustu helgi, þykir nú mjög líklegur til að vera einn af þeim þremur sem Watson velur, en hann var ekki inn í myndinni hjá flestum golfsérfræðingum fyrir síðustu helgi.Tom Watson var fyrirliði í sigurliði Bandaríkjanna á Englandi 1993.vísir/gettyÁ vefsíðu PGA-mótaraðarinnar eru fimm sérfræðingar fengnir til að spá hvaða þrjá kylfinga Watson mun velja og hvaða tveir aðrir eru inn í myndinni. Allir fimm eru sammála um að Hunter Mahan og KeeganBradley verði valdir, þrír bæta svo við BrandtSnedeker, en einn vill meina að WebbSimpson fái tækifærið og annar að BrendonTodd verði í tólf manna hópnum. Þeir sem eru öruggir í bandaríska liðið eru: Bubba Watson, RickieFowler, JimFuryk, Jimmy Walker, Phil Mickelson, MattKuchar, JordanSpieth, PatrickReed og ZachJohnson. Hverjir sem verða valdir eiga erfitt verkefni fyrir höndum því Evrópa hefur drottnað yfir Ryder-bikarnum undanfarna tvo áratugi. Evrópa er búin að vinna síðustu tvo Ryder-bikara og sjö af síðustu níu frá árinu 1995. Fyrir tveimur árum var bandaríska liðið með örugga forystu fyrir lokadaginn, en tapaði á ótrúlegan hátt í einu eftirminnilegasta móti síðari ára.Útsending frá fyrsta degiDeutsche Bank-meistaramótsins í FedEx-bikarnum hefst á golfstöðinni klukkan 18.30. Golf Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ryder-bikarinn í golfi fer fram á Gleneagles-vellinum í Skotlandi í lok september og styttist nú í að leikmannahópar Bandaríkjanna og Evrópu verði klárir. Það er fyrir löngu ljóst hvaða níu kylfingar komast í bandaríska liðið samkvæmt stigalistanum, en TomWatson, fyrirliði Bandaríkjanna í ár, á enn eftir að velja þá þrjá síðustu með fyrirliðavalréttinum. Hann tilkynnir endanlega hóp á þriðjudaginn og er Deutsche Bank-meistaramótið sem hefst í dag því síðasta tækifærið til að sýna sig fyrir þá kylfinga sem standa á barmi þess að komast í liðið.Hunter Mahan, sem vann Barclays-mótið um síðustu helgi, þykir nú mjög líklegur til að vera einn af þeim þremur sem Watson velur, en hann var ekki inn í myndinni hjá flestum golfsérfræðingum fyrir síðustu helgi.Tom Watson var fyrirliði í sigurliði Bandaríkjanna á Englandi 1993.vísir/gettyÁ vefsíðu PGA-mótaraðarinnar eru fimm sérfræðingar fengnir til að spá hvaða þrjá kylfinga Watson mun velja og hvaða tveir aðrir eru inn í myndinni. Allir fimm eru sammála um að Hunter Mahan og KeeganBradley verði valdir, þrír bæta svo við BrandtSnedeker, en einn vill meina að WebbSimpson fái tækifærið og annar að BrendonTodd verði í tólf manna hópnum. Þeir sem eru öruggir í bandaríska liðið eru: Bubba Watson, RickieFowler, JimFuryk, Jimmy Walker, Phil Mickelson, MattKuchar, JordanSpieth, PatrickReed og ZachJohnson. Hverjir sem verða valdir eiga erfitt verkefni fyrir höndum því Evrópa hefur drottnað yfir Ryder-bikarnum undanfarna tvo áratugi. Evrópa er búin að vinna síðustu tvo Ryder-bikara og sjö af síðustu níu frá árinu 1995. Fyrir tveimur árum var bandaríska liðið með örugga forystu fyrir lokadaginn, en tapaði á ótrúlegan hátt í einu eftirminnilegasta móti síðari ára.Útsending frá fyrsta degiDeutsche Bank-meistaramótsins í FedEx-bikarnum hefst á golfstöðinni klukkan 18.30.
Golf Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira