Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2024 19:17 Tiger Woods var léttur í bragði á blaðamannafundi á Bahamaeyjum. Getty/Kevin C. Cox Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods segist enn hafa eldmóðinn til þess að keppa, þrátt fyrir ítrekuð meiðsli en ljóst er að hann fer meiddur inn í nýtt ár. Woods hefur unnið fimmtán risamót á einstökum ferli sínum en þessi 48 ára kylfingur hefur ekki keppt síðan á The Open í júlí. Það var þriðja risamótið í röð þar sem honum mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn. Þrátt fyrir ítrekuð meiðsli er Woods ekki hættur að keppa. „Ég er ekki enn kominn á þann stað aftur að vera klár í keppni. Þegar ég get aftur keppt á efsta stigi þá mun ég gera það,“ sagði Woods á Hero World Challenge á Bahamaeyjum. „Ég hef enn eldmóðinn til að keppa. Eini munurinn er að líkaminn jafnar sig ekki með sama hætti og áður,“ sagði Woods. Woods fór í bakaðgerð í september, í sjötta sinn, en bakmeiðsli hans hafa valdið honum verk í fæti. „Ég hélt að bakið færi ekki eins og það gerði á þessu ári. Þetta var ansi sársaukafullt undir lokin og ég þurfti aðgerð til að draga úr sársaukanum sem leiddi niður í fótinn. Mér finnst eins og ég sé að verða sterkari, ég er að verða liðugri, en ég enn langt í land með að geta keppt á móti þessum mönnum,“ sagði Woods. Golf Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Woods hefur unnið fimmtán risamót á einstökum ferli sínum en þessi 48 ára kylfingur hefur ekki keppt síðan á The Open í júlí. Það var þriðja risamótið í röð þar sem honum mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn. Þrátt fyrir ítrekuð meiðsli er Woods ekki hættur að keppa. „Ég er ekki enn kominn á þann stað aftur að vera klár í keppni. Þegar ég get aftur keppt á efsta stigi þá mun ég gera það,“ sagði Woods á Hero World Challenge á Bahamaeyjum. „Ég hef enn eldmóðinn til að keppa. Eini munurinn er að líkaminn jafnar sig ekki með sama hætti og áður,“ sagði Woods. Woods fór í bakaðgerð í september, í sjötta sinn, en bakmeiðsli hans hafa valdið honum verk í fæti. „Ég hélt að bakið færi ekki eins og það gerði á þessu ári. Þetta var ansi sársaukafullt undir lokin og ég þurfti aðgerð til að draga úr sársaukanum sem leiddi niður í fótinn. Mér finnst eins og ég sé að verða sterkari, ég er að verða liðugri, en ég enn langt í land með að geta keppt á móti þessum mönnum,“ sagði Woods.
Golf Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira