Þjálfari Halldórs Orra hafnaði Celtic Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. ágúst 2014 10:30 Ronny Deila tókst að láta slá sig tvisvar úr Meistaradeildinni í einni forkeppni. vísir/getty Fáir menn eru óvinsælli hjá stórum hluta Glasgow-borgar en Norðmaðurinn RonnyDeila, knattspyrnustjóri Celtic. Skoska liðinu tókst að láta slá sig aftur úr Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi þegar það tapaði fyrir Maribor frá Slóveníu, 1-0, á heimavelli, en fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Celtic var í raun hent úr keppninni af pólska stórliðinu Legia Varsjá í þriðju umferð forkeppninnar, en Legia vann einvígi liðanna sannfærandi, 6-1. Celtic slapp þó með skrekkinn því Legia var fellt úr keppninni þar sem það spilaði á leikmanni sem var í banni. „Það er aðeins eitt sem hægt er að segja: Við vorum ekki nógu góðir og áttum ekki skilið að fara í Meistaradeildina,“ sagði Ronny Deila hreinskilinn eftir leik.Þjálfari og leikmenn Maribor fagna við lokaflautið í gær, en Deila er íbygginn á svip.vísir/gettyDeila, sem gerði Strömsgodset að norskum meisturum síðasta haust, tók við Celtic í sumar eftir að Neil Lennon sagði starfi sínu lausu. Hann var þó ekki fyrsti kostur Celtic og er nú sagður valtur í sessi eftir þetta klúður í Meistaradeildinni. Celtic reyndi fyrst að RoyKeane sem hafnaði starfinu og gerðist síðar aðstoðarþjálfari Aston Villa, en nú hefur HenrikLarson, sænska goðsögnin sem spilaði með Celtic við góðan orðstír, staðfest að honum var borðið starfið. Skoskir miðlar fullyrtu þetta í sumar, en Larson neitaði þeim fréttum ávallt. Hann þjálfar sænska úrvalsdeildarliðið Falkenbergs FF þar sem Stjörnumaðurinn HalldórOrriBjörnsson spilar, en nú hefur hann loks staðfest að honum bauðst starfið. „Já, ég hafnaði Celtic-starfinu í sumar. Ég hugsaði mig um, en á endanum ákvað ég að vera áfram hjá Falkenbergs,“ sagði Henrik Larson við The Sun. Larson er nú á ný orðaður við starfið í skoskum miðlum í morgun, en margir stuðningsmenn Celtic vilja losna við Deila og hafa boðað til mótmæla fyrir utan völl félagsins. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Fáir menn eru óvinsælli hjá stórum hluta Glasgow-borgar en Norðmaðurinn RonnyDeila, knattspyrnustjóri Celtic. Skoska liðinu tókst að láta slá sig aftur úr Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi þegar það tapaði fyrir Maribor frá Slóveníu, 1-0, á heimavelli, en fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Celtic var í raun hent úr keppninni af pólska stórliðinu Legia Varsjá í þriðju umferð forkeppninnar, en Legia vann einvígi liðanna sannfærandi, 6-1. Celtic slapp þó með skrekkinn því Legia var fellt úr keppninni þar sem það spilaði á leikmanni sem var í banni. „Það er aðeins eitt sem hægt er að segja: Við vorum ekki nógu góðir og áttum ekki skilið að fara í Meistaradeildina,“ sagði Ronny Deila hreinskilinn eftir leik.Þjálfari og leikmenn Maribor fagna við lokaflautið í gær, en Deila er íbygginn á svip.vísir/gettyDeila, sem gerði Strömsgodset að norskum meisturum síðasta haust, tók við Celtic í sumar eftir að Neil Lennon sagði starfi sínu lausu. Hann var þó ekki fyrsti kostur Celtic og er nú sagður valtur í sessi eftir þetta klúður í Meistaradeildinni. Celtic reyndi fyrst að RoyKeane sem hafnaði starfinu og gerðist síðar aðstoðarþjálfari Aston Villa, en nú hefur HenrikLarson, sænska goðsögnin sem spilaði með Celtic við góðan orðstír, staðfest að honum var borðið starfið. Skoskir miðlar fullyrtu þetta í sumar, en Larson neitaði þeim fréttum ávallt. Hann þjálfar sænska úrvalsdeildarliðið Falkenbergs FF þar sem Stjörnumaðurinn HalldórOrriBjörnsson spilar, en nú hefur hann loks staðfest að honum bauðst starfið. „Já, ég hafnaði Celtic-starfinu í sumar. Ég hugsaði mig um, en á endanum ákvað ég að vera áfram hjá Falkenbergs,“ sagði Henrik Larson við The Sun. Larson er nú á ný orðaður við starfið í skoskum miðlum í morgun, en margir stuðningsmenn Celtic vilja losna við Deila og hafa boðað til mótmæla fyrir utan völl félagsins.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira