Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Bjarki Ármannsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2014 10:41 Hanna Birna Kristjándóttir og Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra undrast vinnubrögð Umboðsmanns Alþingis í lekamálinu svokallaða og segir nýjasta bréf hans til hennar samanstanda af aðdróttunum og tengingum sem bendi til þess að umboðsmaður hafi þegar mótað sér skoðun í málinu. Þá segist Hanna Birna ætla að taka persónulega ákvörðun um það á næstunni hvort hún muni halda áfram í stjórnmálum. Þetta og fleira kemur fram í yfirlýsingu sem ráðherra sendi frá sér í dag, í kjölfar þess að henni var afhent þriðja bréfið frá Umboðsmanni Alþingis í tengslum við lekamálið í gær. Hún segir ekkert nýtt koma fram í bréfinu en sparar ekki stóru orðin í garð umboðsmanns. Hún segist bæði „hugsi og sorgmædd“ yfir því hvernig ýmsar stofnanir komist upp með að setja fram dylgjur í garð hennar.Trúnaðarsamtöl sett í „óskiljanlegt samhengi“ Sem kunnugt er óskaði Umboðsmaður Alþingis eftir upplýsingum frá ráðherra um samskipti hennar við Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, á meðan embætti hans hafði til rannsóknar meintan leka á upplýsingum um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu. Ósk Umboðsmanns kom í kjölfar þess að fullyrt var í frétt DV að Stefán hefði sagt upp störfum sínum vegna óeðlilegra afskipta Hönnu Birnu af rannsókninni. Hanna Birna hefur alla tíð haldið því fram að hún hafi engum þrýstingi beitt lögreglustjóra og hún ítrekar það í yfirlýsingu sinni í dag. Hún segir hinsvegar að í nýjasta bréfi umboðsmanns sé birt einhvers konar yfirheyrsla yfir Stefáni þar sem „liðin trúnaðarsamtöl“ hennar og Stefáns séu sett í „óskiljanlegt samhengi.“ Jafnframt gagnrýnir hún þá ákvörðun Umboðsmanns að birta fjölmiðlum bréfið í dag og í framhaldi af því synjað beiðni ráðuneytisins um frest til að svara því. Orðrétt segir hún einnig: „Framsetning og vinnubrögð umboðsmanns í þessu máli eru þannig að mínu mati engu betri en margra þeirra blaðamanna sem hafa um málið fjallað og virðast hafa það eitt að markmiði að sanna sekt í máli sem nú er fyrir dómstólum eða gera eðlilegar áhyggjur ráðherra og ráðuneytis af öðrum mikilvægum trúnaðargögnum tortryggileg.“ Hér vísar Hanna Birna væntanlega til fréttaflutnings DV, en hún lét þau ummæli meðal annars falla í þættinum Sprengisandi nýlega að blaðamenn miðilsins hafi þegar dæmt í málinu. Þá hélt Reynir Traustason, ritstjóri DV, því nýlega fram að Hanna Birna hefði farið fram á það við hann að tveir blaðamenn yrðu reknir vegna skrifa þeirra um málið.Bréf innanríkisráðherra í heild sinni má lesa hér að neðan„Mér hefur nú borist þriðja bréfið frá umboðsmanni Alþingis vegna skoðunar hans á samskiptum mínum við lögreglustjórann í Reykjavík á því tímabili sem lögreglan rannsakaði ráðuneytið og starfsmenn þess. Umboðsmaður tók málið til meðferðar í kjölfar fullyrðinga DV um að lögreglustjóri hafi skipt um starfsvettvang vegna meints þrýstings frá undirritaðri við rannsókn málsins. Sem kunnugt er hefur umboðsmaður tvívegis áður óskað eftir upplýsingum um þessi samskipti mín og lögreglustjóra. Ég hef svarað þeim erindum samkvæmt bestu samvisku. Í millitíðinni hefur niðurstaða fengist í máið með því að aðstoðarmaður minn hefur verið ákærður fyrir meint brot á þagnaskyldu, en sú ákæra kemur í kjölfar fyrrnefndar rannsóknar sem enginn af þeim sem að henni stóðu eða á henni báru ábyrgð hafa nokkra fyrirvara á.Í þessu þriðja bréfi umboðsmanns kemur efnislega ekkert nýtt fram. Það samanstendur af lýsingu umboðsmanns á samtali hans eða einhvers konar yfirheyrslu yfir lögreglustjóra, þar sem liðin trúnaðarsamtöl hans við mig og aðra eru sett í óskiljanlegt samhengi og þar sem engum öðrum var gefinn kostur á að tjá sig um málið eða hafa á því skoðun. Umboðsmaður lét þess getið við afhendingu bréfsins í gær að hann myndi birta það fjölmiðlum strax í dag og í framhaldi af því var beiðni ráðuneytisins um frest til að svara synjað, sem hlýtur að vekja spurningar um tilgang umrædds bréfs. Framsetning og vinnubrögð umboðsmanns í þessu máli eru þannig að mínu mati engu betri en margra þeirra blaðamanna sem hafa um málið fjallað og virðast hafa það eitt að markmiði að sanna sekt í máli sem nú er fyrir dómstólum eða gera eðlilegar áhyggjur ráðherra og ráðuneytis af öðrum mikilvægum trúnaðargögnum tortryggileg. Ég undrast þessi vinnubrögð umboðsmanns, ætla ekki að reyna að útskýra þau eða hafa á þeim aðra opinbera skoðun en þá að vera bæði hugsi og sorgmædd yfir því á hvaða stað ýmsar stofnanir landsins eru og hvernig þær geta ólíkt lýðræðislega kjörnum fulltrúum eða dómstólum sett fram eigin dylgjur og dóma án rökstuðnings eða réttarhalda. Ég tel einnig að öll atburðarásin í kringum þetta mál, sem manna á meðal er kallað lekamálið, hefði miklu frekar átt að gefa umboðsmanni tilefni til vangaveltna um stöðu og sjálfstæði lýðræðislega kjörinna einstaklinga gegn einstaka stofnunum í stjórnkerfinu – heldur en því að gera samskipti sem báðir aðilar hafa sagt fullkomlega eðlileg tortryggileg með einhliða skoðun.Þannig samanstendur bréf umboðsmanns Alþingis af aðdróttunum og tengingum sem ekki er hægt að túlka með öðrum hætti en umboðsmaður hafi þegar mótað sér skoðun í málinu og vilji með athugun sinni renna stoðum undir hana. Sú skoðun er bæði ósanngjörn og röng.Aðalatriði málsins er, líkt og ítrekað hefur komið fram, að ég beitti engan óeðlilegum þrýstingi við rannsókn þessa máls, en óskaði eðlilegra upplýsinga um fyrirkomulag hennar, umfang og tímalengd. Kjósi umboðsmaður að draga þau orð mín í efa, má benda á að þetta sama hefur komið fram í opinberum ummælum lögreglustjórans sjálfs og er staðfest í þeirri yfirheyrslu sem í bréfi umboðsmanns er birt yfir honum. Að auki hefur rannsókninni sem fyrr segir nú lyktað með ákæru, en líkt og umboðsmanni má vera ljóst hefði ríkissaksóknari vísað málinu aftur til lögreglu ef eitthvað benti til þess að rannsóknin hefði ekki verið fullnægjandi eða farið fram undir óeðlilegum afskiptum eða þrýstingi. Það var hins vegar ekki gert.Ég hef ekkert að fela í samskiptum mínum við lögreglustjórann í Reykjavík, en harma að umboðsmaður skuli með framsetningu sinni gera tilraun til að draga upp óeðlilega mynd af eðlilegum samskiptum og starfsskyldum okkar beggja. Sú lögfræðilega ráðgjöf sem ég fékk jafnt innan ráðuneytis sem utan var á þann veg að umrædd samskipti væru eðlilegur hluti af starfsskyldum ráðherra, enda bæri mér að standa vörð um fleiri hagsmuni en þetta einstaka mál sem fyrrnefnd rannsókn náði til. Þess utan upplýsti lögreglustjórinn mig um það að hann væri ekki sá sem stýrði rannsókninni eða hefði með henni umsjón, auk þess sem við vorum ítrekað sammála um að samskipti okkar vegna þessa byggðu á gagnkvæmum skilningi á því að þau myndu öðru nær auðvelda rannsókn lögreglu. Þeir sem að henni komu, þ.m.t. hann sjálfur, hafa þó viðurkennt að hún hafi fyrir tilverknað annarra en hans orðið umfangsmeiri og tímafrekari en hann hugði í byrjun, þegar hann upplýsti mig um að rannsóknin tæki að öllum líkindum innan við mánuð. Þá taldi hann málið hvorki umfangsmikið né flókið, auk þess sem hann undraðist þá ákvörðun ríkissaksóknara að taka það til sérstakrar skoðunar, þar sem ógrynni sambærilegra mála væru reglulega í fjölmiðlum en væru aldrei rannsökuð sem sakamál.Á seinni stigum var mér hins vegar tilkynnt að í þessari rannsókn myndi ekkert meðalhóf gilda, aðstaða lögreglu í málinu væri erfið og opinber umræða um það væri einfaldlega þannig að rannsakendur yrðu að sýna fram á að þeir hefðu ,,gengið alla leið” eins og það var orðað. Sérstaklega yrði að ganga hart fram gagnvart aðstoðarmönnum ráðherra, þar sem komið hefðu fram í ákveðnum fjölmiðlum aðdróttanir um aðkomu þeirra. Með þeim rökum voru öll trúnaðargögn, hvort sem þau voru pólitísk eða persónuleg, skoðuð samhliða því sem þeim var gefin staða sakborninga og vinnutæki þeirra skoðuð og skönnuð; þ.m.t tölvur, símar, aðgangskort, málaskrár og fleira. Margskonar greiningar á þessum trúnaðargögnum tóku yfir miklu fleiri gögn en þau sem tengd voru umræddu máli og náðu yfir miklu lengri tíma en rannsóknin sjálf tók til. Í því samhengi var t.d lagt hald á símaupplýsingar aðstoðarmanna yfir 10 mánaða tímabil, þrátt fyrir að rannsókn málsins snérist um atburði eins sólarhrings og annar þeirra hefði ekki einu sinni verið í störfum fyrir ráðuneytið þá. Öllum þessum óskum lögreglu var vel tekið og beiðnum þeirra svarað fljótt og örugglega.Líkt og fram kom síðar í gögnum hæstaréttar um málið, leiddi sú skoðun ekki í ljós að nein trúnaðargögn hefðu verið send úr tölvukerfi ráðuneytisins, en engu að síður var haldið áfram og blaðamenn í fjórgang færðir fyrir dómara í þeirri viðleitni að fá þá til að gefa upp heimildarmenn sína. Og þegar það skilar heldur ekki niðurstöðu og rannsóknargögn málsins staðfestu ekki þá afhendingu gagna sem kæran fjallar um, er engu að síður gefin út formleg ákæra þar sem forsendur sektar virðast einkum vera samtöl aðstoðarmanns við fjölmiðla á tímum sem rannsakendur telja óheppilegan. Margir lögmenn hafa nú þegar bent á að ákæran standist illa þær kröfur sem gera á og brjóti jafnvel á mannréttindum þess ákærða.En þrátt fyrir þá niðurstöðu og skýra afstöðu allra sem að málinu koma til þess að rannsóknin hafi farið fram eftir öllum settum reglum og enginn hafi með nokkrum hætti reynt að hafa áhrif á hana, felur þriðja bréf umboðsmanns Alþingis til mín um málið í sér að hann telji enn ekki nóg að gert og málið eigi eina ferðina enn ekki að fá að fara sína eðlilegu leið í kerfinu án þess að felldir séu á öðrum vígstöðum órökstuddir dómar. Og þegar svo er komið er augljóst að undir því verður ekki lengur setið án þess að til eðlilegra varna sé gripið.Umboðsmanni er í bréfi sínu tíðrætt um erfiða stöðu mína sem ráðherra. Allt er það rétt og ég hef sjálf ítrekað sagt að það hljóti að vera verkefni stjórnvalda og Alþingis að skoða hvernig best og eðlilegast sé að vinna úr því innan stjórnarráðsins þegar upp koma slík kærumál, sem ætla má að í framíðinni verði tíðari en áður.Málið hefur vissulega verið erfitt fyrir mig en umboðsmaður, líkt og fleiri sem um málið hafa fjallað, virðast hins vegar ekki átta sig á því að mín pólitísku óþægindi hafa aldrei snúið að því að upplýst verði um hvort og hvernig trúnaðargagn fór frá ráðuneytinu. Ég hef viljað upplýsa um það frá upphafi og fá úr því skorið hvort umrætt gagn hafi farið frá ráðuneytinu eða verið tekið þaðan ófrjálsri hendi og síðar verið átt við það. Það hefur heldur ekki verið pólítískt óþægilegt fyrir mig að sæta rannsókn enda hef ég aldrei afhent trúnaðargagn úr ráðuneytinu, hef enga staðfestingu um að það hafi verið gert af mínu samstarfsfólki, en mun hvorki verja það né láta það viðgangast hafi slíkt gerst.Pólitískir erfileikar mínir og óþægindi vegna málsins tengjast miklu frekar því að mér er ekkert kærara í mínum störfum en að gæta hagsmuna almennings og standa skil á þeim verkum gagnvart fólkinu í landinu. Í þessu máli hef ég hvorki getað né mátt gera það vegna þess að hefðin er sú að ráðherra geti illa, stöðu sinnar vegna, gagnrýnt eða haft opinberlega efasemdir um það kerfi sem hann er í forsvari fyrir og ber ábyrgð á. Sú staðreynd hefur verið mér erfiðust, bæði pólitískt og persónulega.Nú þegar ríkisstjórnin hefur með formlegum hætti orðið við beiðni minni um að verkefni dómstóla og ákæruvalds færist tímabundið til annars ráðherra – hef ég fengið aukið svigrúm til að tjá mig um þetta mál sem og önnur sem ég tel kalla á breytingar og umbætur í okkar réttarfari.Ég mun nýta það svigrúm næstu misseri til að skýra betur en ég hef áður getað hvernig þetta smáa mál í stórum verkahring ráðuneytisins hefur orðið að farsakenndu stórmáli og hvernig það horfir við mér pólitískt – en einnig til að taka persónulega ákvörðun um það með mínum nánustu hvort stjórnmálin eru minn framtíðarstaður eða hvort baráttan fyrir betra samfélagi verði betur háð utan kerfisins en innan þess.“ Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54 Lekamálið: Ánægðir með skýringar Hönnu Birnu Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra gerði grein fyrir sinni hlið á „lekamálinu“ svo kallaða á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í gær. 20. ágúst 2014 09:18 Dómsmálaráðuneytið undir sitjandi ráðherra Ekki verður búið til sérstakt ráðuneyti. 21. ágúst 2014 19:45 Hanna Birna krafin um skýrari svör Umboðsmaður Alþingis hefur ritað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, og óskað eftir nánari upplýsingum og gögnum um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. 6. ágúst 2014 14:31 Býður umboðsmanni Alþingis í heimsókn Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ítrekar að enginn af fjórum fundum hennar með Stefáni Eiríkssyni, fyrrverandi lögreglustjóra í Reykjavík, hafi verið haldinn sérstaklega til að ræða rannsóknina á lekamálinu. 15. ágúst 2014 17:13 Morgunblaðið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Morgunblaðið hefur beðið Tryggva Gunnarsson umboðsmann Alþingis og lesendur blaðsins afsökunar á að hafa fullyrt í Reykjavíkurbréfi sunnudagsblaðsins að Tryggvi hafi skrifað tiltekið bréf. 12. júlí 2014 16:56 Umboðsmaður Alþingis óskar eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Umboðsmaður hefur kallað eftir upplýsingum um meint afskipti innanríkisráðherra af rannsókn lögreglunnar á Lekamálinu svokallaða í kjölfar fréttaflutnings og samtala hans við lögreglustjóra og ríkissaksóknara. 30. júlí 2014 13:07 Lekamálið: Breytingarnar kynntar ráðherrum í fyrramálið Í kjölfarið verður forseta Íslands tillagan að breytingunni send forseta Íslands til staðfestingar. 25. ágúst 2014 17:46 Íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu Þingmenn stjórnarandstöðunnar íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra þegar þing kemur saman í haust. Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá ráðherra varðandi meint afskipti hennar af rannsókn lögreglu á lekamálinu. 31. júlí 2014 13:04 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra undrast vinnubrögð Umboðsmanns Alþingis í lekamálinu svokallaða og segir nýjasta bréf hans til hennar samanstanda af aðdróttunum og tengingum sem bendi til þess að umboðsmaður hafi þegar mótað sér skoðun í málinu. Þá segist Hanna Birna ætla að taka persónulega ákvörðun um það á næstunni hvort hún muni halda áfram í stjórnmálum. Þetta og fleira kemur fram í yfirlýsingu sem ráðherra sendi frá sér í dag, í kjölfar þess að henni var afhent þriðja bréfið frá Umboðsmanni Alþingis í tengslum við lekamálið í gær. Hún segir ekkert nýtt koma fram í bréfinu en sparar ekki stóru orðin í garð umboðsmanns. Hún segist bæði „hugsi og sorgmædd“ yfir því hvernig ýmsar stofnanir komist upp með að setja fram dylgjur í garð hennar.Trúnaðarsamtöl sett í „óskiljanlegt samhengi“ Sem kunnugt er óskaði Umboðsmaður Alþingis eftir upplýsingum frá ráðherra um samskipti hennar við Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, á meðan embætti hans hafði til rannsóknar meintan leka á upplýsingum um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu. Ósk Umboðsmanns kom í kjölfar þess að fullyrt var í frétt DV að Stefán hefði sagt upp störfum sínum vegna óeðlilegra afskipta Hönnu Birnu af rannsókninni. Hanna Birna hefur alla tíð haldið því fram að hún hafi engum þrýstingi beitt lögreglustjóra og hún ítrekar það í yfirlýsingu sinni í dag. Hún segir hinsvegar að í nýjasta bréfi umboðsmanns sé birt einhvers konar yfirheyrsla yfir Stefáni þar sem „liðin trúnaðarsamtöl“ hennar og Stefáns séu sett í „óskiljanlegt samhengi.“ Jafnframt gagnrýnir hún þá ákvörðun Umboðsmanns að birta fjölmiðlum bréfið í dag og í framhaldi af því synjað beiðni ráðuneytisins um frest til að svara því. Orðrétt segir hún einnig: „Framsetning og vinnubrögð umboðsmanns í þessu máli eru þannig að mínu mati engu betri en margra þeirra blaðamanna sem hafa um málið fjallað og virðast hafa það eitt að markmiði að sanna sekt í máli sem nú er fyrir dómstólum eða gera eðlilegar áhyggjur ráðherra og ráðuneytis af öðrum mikilvægum trúnaðargögnum tortryggileg.“ Hér vísar Hanna Birna væntanlega til fréttaflutnings DV, en hún lét þau ummæli meðal annars falla í þættinum Sprengisandi nýlega að blaðamenn miðilsins hafi þegar dæmt í málinu. Þá hélt Reynir Traustason, ritstjóri DV, því nýlega fram að Hanna Birna hefði farið fram á það við hann að tveir blaðamenn yrðu reknir vegna skrifa þeirra um málið.Bréf innanríkisráðherra í heild sinni má lesa hér að neðan„Mér hefur nú borist þriðja bréfið frá umboðsmanni Alþingis vegna skoðunar hans á samskiptum mínum við lögreglustjórann í Reykjavík á því tímabili sem lögreglan rannsakaði ráðuneytið og starfsmenn þess. Umboðsmaður tók málið til meðferðar í kjölfar fullyrðinga DV um að lögreglustjóri hafi skipt um starfsvettvang vegna meints þrýstings frá undirritaðri við rannsókn málsins. Sem kunnugt er hefur umboðsmaður tvívegis áður óskað eftir upplýsingum um þessi samskipti mín og lögreglustjóra. Ég hef svarað þeim erindum samkvæmt bestu samvisku. Í millitíðinni hefur niðurstaða fengist í máið með því að aðstoðarmaður minn hefur verið ákærður fyrir meint brot á þagnaskyldu, en sú ákæra kemur í kjölfar fyrrnefndar rannsóknar sem enginn af þeim sem að henni stóðu eða á henni báru ábyrgð hafa nokkra fyrirvara á.Í þessu þriðja bréfi umboðsmanns kemur efnislega ekkert nýtt fram. Það samanstendur af lýsingu umboðsmanns á samtali hans eða einhvers konar yfirheyrslu yfir lögreglustjóra, þar sem liðin trúnaðarsamtöl hans við mig og aðra eru sett í óskiljanlegt samhengi og þar sem engum öðrum var gefinn kostur á að tjá sig um málið eða hafa á því skoðun. Umboðsmaður lét þess getið við afhendingu bréfsins í gær að hann myndi birta það fjölmiðlum strax í dag og í framhaldi af því var beiðni ráðuneytisins um frest til að svara synjað, sem hlýtur að vekja spurningar um tilgang umrædds bréfs. Framsetning og vinnubrögð umboðsmanns í þessu máli eru þannig að mínu mati engu betri en margra þeirra blaðamanna sem hafa um málið fjallað og virðast hafa það eitt að markmiði að sanna sekt í máli sem nú er fyrir dómstólum eða gera eðlilegar áhyggjur ráðherra og ráðuneytis af öðrum mikilvægum trúnaðargögnum tortryggileg. Ég undrast þessi vinnubrögð umboðsmanns, ætla ekki að reyna að útskýra þau eða hafa á þeim aðra opinbera skoðun en þá að vera bæði hugsi og sorgmædd yfir því á hvaða stað ýmsar stofnanir landsins eru og hvernig þær geta ólíkt lýðræðislega kjörnum fulltrúum eða dómstólum sett fram eigin dylgjur og dóma án rökstuðnings eða réttarhalda. Ég tel einnig að öll atburðarásin í kringum þetta mál, sem manna á meðal er kallað lekamálið, hefði miklu frekar átt að gefa umboðsmanni tilefni til vangaveltna um stöðu og sjálfstæði lýðræðislega kjörinna einstaklinga gegn einstaka stofnunum í stjórnkerfinu – heldur en því að gera samskipti sem báðir aðilar hafa sagt fullkomlega eðlileg tortryggileg með einhliða skoðun.Þannig samanstendur bréf umboðsmanns Alþingis af aðdróttunum og tengingum sem ekki er hægt að túlka með öðrum hætti en umboðsmaður hafi þegar mótað sér skoðun í málinu og vilji með athugun sinni renna stoðum undir hana. Sú skoðun er bæði ósanngjörn og röng.Aðalatriði málsins er, líkt og ítrekað hefur komið fram, að ég beitti engan óeðlilegum þrýstingi við rannsókn þessa máls, en óskaði eðlilegra upplýsinga um fyrirkomulag hennar, umfang og tímalengd. Kjósi umboðsmaður að draga þau orð mín í efa, má benda á að þetta sama hefur komið fram í opinberum ummælum lögreglustjórans sjálfs og er staðfest í þeirri yfirheyrslu sem í bréfi umboðsmanns er birt yfir honum. Að auki hefur rannsókninni sem fyrr segir nú lyktað með ákæru, en líkt og umboðsmanni má vera ljóst hefði ríkissaksóknari vísað málinu aftur til lögreglu ef eitthvað benti til þess að rannsóknin hefði ekki verið fullnægjandi eða farið fram undir óeðlilegum afskiptum eða þrýstingi. Það var hins vegar ekki gert.Ég hef ekkert að fela í samskiptum mínum við lögreglustjórann í Reykjavík, en harma að umboðsmaður skuli með framsetningu sinni gera tilraun til að draga upp óeðlilega mynd af eðlilegum samskiptum og starfsskyldum okkar beggja. Sú lögfræðilega ráðgjöf sem ég fékk jafnt innan ráðuneytis sem utan var á þann veg að umrædd samskipti væru eðlilegur hluti af starfsskyldum ráðherra, enda bæri mér að standa vörð um fleiri hagsmuni en þetta einstaka mál sem fyrrnefnd rannsókn náði til. Þess utan upplýsti lögreglustjórinn mig um það að hann væri ekki sá sem stýrði rannsókninni eða hefði með henni umsjón, auk þess sem við vorum ítrekað sammála um að samskipti okkar vegna þessa byggðu á gagnkvæmum skilningi á því að þau myndu öðru nær auðvelda rannsókn lögreglu. Þeir sem að henni komu, þ.m.t. hann sjálfur, hafa þó viðurkennt að hún hafi fyrir tilverknað annarra en hans orðið umfangsmeiri og tímafrekari en hann hugði í byrjun, þegar hann upplýsti mig um að rannsóknin tæki að öllum líkindum innan við mánuð. Þá taldi hann málið hvorki umfangsmikið né flókið, auk þess sem hann undraðist þá ákvörðun ríkissaksóknara að taka það til sérstakrar skoðunar, þar sem ógrynni sambærilegra mála væru reglulega í fjölmiðlum en væru aldrei rannsökuð sem sakamál.Á seinni stigum var mér hins vegar tilkynnt að í þessari rannsókn myndi ekkert meðalhóf gilda, aðstaða lögreglu í málinu væri erfið og opinber umræða um það væri einfaldlega þannig að rannsakendur yrðu að sýna fram á að þeir hefðu ,,gengið alla leið” eins og það var orðað. Sérstaklega yrði að ganga hart fram gagnvart aðstoðarmönnum ráðherra, þar sem komið hefðu fram í ákveðnum fjölmiðlum aðdróttanir um aðkomu þeirra. Með þeim rökum voru öll trúnaðargögn, hvort sem þau voru pólitísk eða persónuleg, skoðuð samhliða því sem þeim var gefin staða sakborninga og vinnutæki þeirra skoðuð og skönnuð; þ.m.t tölvur, símar, aðgangskort, málaskrár og fleira. Margskonar greiningar á þessum trúnaðargögnum tóku yfir miklu fleiri gögn en þau sem tengd voru umræddu máli og náðu yfir miklu lengri tíma en rannsóknin sjálf tók til. Í því samhengi var t.d lagt hald á símaupplýsingar aðstoðarmanna yfir 10 mánaða tímabil, þrátt fyrir að rannsókn málsins snérist um atburði eins sólarhrings og annar þeirra hefði ekki einu sinni verið í störfum fyrir ráðuneytið þá. Öllum þessum óskum lögreglu var vel tekið og beiðnum þeirra svarað fljótt og örugglega.Líkt og fram kom síðar í gögnum hæstaréttar um málið, leiddi sú skoðun ekki í ljós að nein trúnaðargögn hefðu verið send úr tölvukerfi ráðuneytisins, en engu að síður var haldið áfram og blaðamenn í fjórgang færðir fyrir dómara í þeirri viðleitni að fá þá til að gefa upp heimildarmenn sína. Og þegar það skilar heldur ekki niðurstöðu og rannsóknargögn málsins staðfestu ekki þá afhendingu gagna sem kæran fjallar um, er engu að síður gefin út formleg ákæra þar sem forsendur sektar virðast einkum vera samtöl aðstoðarmanns við fjölmiðla á tímum sem rannsakendur telja óheppilegan. Margir lögmenn hafa nú þegar bent á að ákæran standist illa þær kröfur sem gera á og brjóti jafnvel á mannréttindum þess ákærða.En þrátt fyrir þá niðurstöðu og skýra afstöðu allra sem að málinu koma til þess að rannsóknin hafi farið fram eftir öllum settum reglum og enginn hafi með nokkrum hætti reynt að hafa áhrif á hana, felur þriðja bréf umboðsmanns Alþingis til mín um málið í sér að hann telji enn ekki nóg að gert og málið eigi eina ferðina enn ekki að fá að fara sína eðlilegu leið í kerfinu án þess að felldir séu á öðrum vígstöðum órökstuddir dómar. Og þegar svo er komið er augljóst að undir því verður ekki lengur setið án þess að til eðlilegra varna sé gripið.Umboðsmanni er í bréfi sínu tíðrætt um erfiða stöðu mína sem ráðherra. Allt er það rétt og ég hef sjálf ítrekað sagt að það hljóti að vera verkefni stjórnvalda og Alþingis að skoða hvernig best og eðlilegast sé að vinna úr því innan stjórnarráðsins þegar upp koma slík kærumál, sem ætla má að í framíðinni verði tíðari en áður.Málið hefur vissulega verið erfitt fyrir mig en umboðsmaður, líkt og fleiri sem um málið hafa fjallað, virðast hins vegar ekki átta sig á því að mín pólitísku óþægindi hafa aldrei snúið að því að upplýst verði um hvort og hvernig trúnaðargagn fór frá ráðuneytinu. Ég hef viljað upplýsa um það frá upphafi og fá úr því skorið hvort umrætt gagn hafi farið frá ráðuneytinu eða verið tekið þaðan ófrjálsri hendi og síðar verið átt við það. Það hefur heldur ekki verið pólítískt óþægilegt fyrir mig að sæta rannsókn enda hef ég aldrei afhent trúnaðargagn úr ráðuneytinu, hef enga staðfestingu um að það hafi verið gert af mínu samstarfsfólki, en mun hvorki verja það né láta það viðgangast hafi slíkt gerst.Pólitískir erfileikar mínir og óþægindi vegna málsins tengjast miklu frekar því að mér er ekkert kærara í mínum störfum en að gæta hagsmuna almennings og standa skil á þeim verkum gagnvart fólkinu í landinu. Í þessu máli hef ég hvorki getað né mátt gera það vegna þess að hefðin er sú að ráðherra geti illa, stöðu sinnar vegna, gagnrýnt eða haft opinberlega efasemdir um það kerfi sem hann er í forsvari fyrir og ber ábyrgð á. Sú staðreynd hefur verið mér erfiðust, bæði pólitískt og persónulega.Nú þegar ríkisstjórnin hefur með formlegum hætti orðið við beiðni minni um að verkefni dómstóla og ákæruvalds færist tímabundið til annars ráðherra – hef ég fengið aukið svigrúm til að tjá mig um þetta mál sem og önnur sem ég tel kalla á breytingar og umbætur í okkar réttarfari.Ég mun nýta það svigrúm næstu misseri til að skýra betur en ég hef áður getað hvernig þetta smáa mál í stórum verkahring ráðuneytisins hefur orðið að farsakenndu stórmáli og hvernig það horfir við mér pólitískt – en einnig til að taka persónulega ákvörðun um það með mínum nánustu hvort stjórnmálin eru minn framtíðarstaður eða hvort baráttan fyrir betra samfélagi verði betur háð utan kerfisins en innan þess.“
Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54 Lekamálið: Ánægðir með skýringar Hönnu Birnu Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra gerði grein fyrir sinni hlið á „lekamálinu“ svo kallaða á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í gær. 20. ágúst 2014 09:18 Dómsmálaráðuneytið undir sitjandi ráðherra Ekki verður búið til sérstakt ráðuneyti. 21. ágúst 2014 19:45 Hanna Birna krafin um skýrari svör Umboðsmaður Alþingis hefur ritað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, og óskað eftir nánari upplýsingum og gögnum um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. 6. ágúst 2014 14:31 Býður umboðsmanni Alþingis í heimsókn Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ítrekar að enginn af fjórum fundum hennar með Stefáni Eiríkssyni, fyrrverandi lögreglustjóra í Reykjavík, hafi verið haldinn sérstaklega til að ræða rannsóknina á lekamálinu. 15. ágúst 2014 17:13 Morgunblaðið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Morgunblaðið hefur beðið Tryggva Gunnarsson umboðsmann Alþingis og lesendur blaðsins afsökunar á að hafa fullyrt í Reykjavíkurbréfi sunnudagsblaðsins að Tryggvi hafi skrifað tiltekið bréf. 12. júlí 2014 16:56 Umboðsmaður Alþingis óskar eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Umboðsmaður hefur kallað eftir upplýsingum um meint afskipti innanríkisráðherra af rannsókn lögreglunnar á Lekamálinu svokallaða í kjölfar fréttaflutnings og samtala hans við lögreglustjóra og ríkissaksóknara. 30. júlí 2014 13:07 Lekamálið: Breytingarnar kynntar ráðherrum í fyrramálið Í kjölfarið verður forseta Íslands tillagan að breytingunni send forseta Íslands til staðfestingar. 25. ágúst 2014 17:46 Íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu Þingmenn stjórnarandstöðunnar íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra þegar þing kemur saman í haust. Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá ráðherra varðandi meint afskipti hennar af rannsókn lögreglu á lekamálinu. 31. júlí 2014 13:04 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54
Lekamálið: Ánægðir með skýringar Hönnu Birnu Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra gerði grein fyrir sinni hlið á „lekamálinu“ svo kallaða á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í gær. 20. ágúst 2014 09:18
Dómsmálaráðuneytið undir sitjandi ráðherra Ekki verður búið til sérstakt ráðuneyti. 21. ágúst 2014 19:45
Hanna Birna krafin um skýrari svör Umboðsmaður Alþingis hefur ritað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, og óskað eftir nánari upplýsingum og gögnum um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. 6. ágúst 2014 14:31
Býður umboðsmanni Alþingis í heimsókn Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ítrekar að enginn af fjórum fundum hennar með Stefáni Eiríkssyni, fyrrverandi lögreglustjóra í Reykjavík, hafi verið haldinn sérstaklega til að ræða rannsóknina á lekamálinu. 15. ágúst 2014 17:13
Morgunblaðið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Morgunblaðið hefur beðið Tryggva Gunnarsson umboðsmann Alþingis og lesendur blaðsins afsökunar á að hafa fullyrt í Reykjavíkurbréfi sunnudagsblaðsins að Tryggvi hafi skrifað tiltekið bréf. 12. júlí 2014 16:56
Umboðsmaður Alþingis óskar eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Umboðsmaður hefur kallað eftir upplýsingum um meint afskipti innanríkisráðherra af rannsókn lögreglunnar á Lekamálinu svokallaða í kjölfar fréttaflutnings og samtala hans við lögreglustjóra og ríkissaksóknara. 30. júlí 2014 13:07
Lekamálið: Breytingarnar kynntar ráðherrum í fyrramálið Í kjölfarið verður forseta Íslands tillagan að breytingunni send forseta Íslands til staðfestingar. 25. ágúst 2014 17:46
Íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu Þingmenn stjórnarandstöðunnar íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra þegar þing kemur saman í haust. Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá ráðherra varðandi meint afskipti hennar af rannsókn lögreglu á lekamálinu. 31. júlí 2014 13:04